Mariota hafði betur í baráttu nýju leikstjórnendanna | Öll úrslit gærdagsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 14. september 2015 12:00 Mariota þreytti frumraun sína í NFL-deildinni í gær. Vísir/Getty Marcus Mariota og félagar í Tennessee Titans höfðu betur gegn Tampa Bay Buccaneers 42-14 í fyrstu umferð NFL-deildarinnar í gær. Hafði Mariota sem var valinn með öðrum valrétt í nýliðavalinu betur gegn Jameis Winston sem var valinn með fyrsta valrétt. Það var mikið rætt um það fyrir leikinn enda ekki gerst oft að leikstjórnendur sem voru valdir með fyrstu tveimur valréttunum mætist í fyrsta leik. Óhætt er að segja að Mariota hafi slegið í gegn en hann skilaði fjórum snertimörkum í fyrri hálfleik og hvíldi í seinni hálfleik á meðan Winston lenti í töluverðum vandræðum. Fór fyrsta sending Winston í NFL-deildinni beint í hendur varnarmanns Titans sem náði snertimarki. Winston náði sér þó á strik eftir því sem leið á leikinn en frammistaða hans féll í skugga Mariota sem átti óaðfinnanlegan leik. Framlengingu þurfti til þess að útkljá leik St Louis Rams og Seattle Seahawks sem töpuðu í Ofurskálinni á síðasta tímabili. Miklar væntingar eru gerðar til Seahawks á þessu tímabili en þeir töpuðu nokkuð óvænt fyrsta leik 34-31. Dallas Cowboys lagði New York Giants í lokaleik kvöldsins 27-26 en snertimarkið sem réði úrslitum kom þegar sjö mínútur voru eftir á klukkunni. Dallas var í miklum vandræðum með sóknarleikinn framan af og tapaði boltanum alls þrisvar í hendur Giants í leiknum. Þrátt fyrir það náði Tony Romo, leikstjórnandi Dallas Cowboys, að stýra liði sínu niður völlinn og að kasta fyrir sigur snertimarkinu til Jason Witten þegar sjö sekúndur voru eftir. Flest önnur úrslit voru eftir bókinni en það kom töluvert á óvart að Buffalo Bills skyldi leggja Indianapolis Colts í fyrstu umferð. Hægt er að sjá það helsta úr öllum leikjum hér.Úrslit gærdagsins: Chicago Bears 23-31 Green Bay Packers Kansas City Chiefs 27-20 Houston Texans Cleveland Browns 10-31 New York Jets Buffalo Bills 27-14 Indianapolis Colts Washington Redskins 10-17 Miami Dolphins Jacksonville Jaguars 9-20 Carolina Panthers St Louis Rams 34-31 Seattle Seahawks Arizona Cardinals 31-19 New Orleans Saints San Diego Chargers 33-28 Detroit Lions Tennessee Titans 42-14 Tampa Bay Buccaneers Oakland Raiders 13-33 Cincinnati Bengals Denver Broncos 19-13 Baltimore Ravens Dallas Cowboys 27-26 New York Giants. NFL Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Roma - Lille | Hákon reið inn í Rómarborg Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Sjá meira
Marcus Mariota og félagar í Tennessee Titans höfðu betur gegn Tampa Bay Buccaneers 42-14 í fyrstu umferð NFL-deildarinnar í gær. Hafði Mariota sem var valinn með öðrum valrétt í nýliðavalinu betur gegn Jameis Winston sem var valinn með fyrsta valrétt. Það var mikið rætt um það fyrir leikinn enda ekki gerst oft að leikstjórnendur sem voru valdir með fyrstu tveimur valréttunum mætist í fyrsta leik. Óhætt er að segja að Mariota hafi slegið í gegn en hann skilaði fjórum snertimörkum í fyrri hálfleik og hvíldi í seinni hálfleik á meðan Winston lenti í töluverðum vandræðum. Fór fyrsta sending Winston í NFL-deildinni beint í hendur varnarmanns Titans sem náði snertimarki. Winston náði sér þó á strik eftir því sem leið á leikinn en frammistaða hans féll í skugga Mariota sem átti óaðfinnanlegan leik. Framlengingu þurfti til þess að útkljá leik St Louis Rams og Seattle Seahawks sem töpuðu í Ofurskálinni á síðasta tímabili. Miklar væntingar eru gerðar til Seahawks á þessu tímabili en þeir töpuðu nokkuð óvænt fyrsta leik 34-31. Dallas Cowboys lagði New York Giants í lokaleik kvöldsins 27-26 en snertimarkið sem réði úrslitum kom þegar sjö mínútur voru eftir á klukkunni. Dallas var í miklum vandræðum með sóknarleikinn framan af og tapaði boltanum alls þrisvar í hendur Giants í leiknum. Þrátt fyrir það náði Tony Romo, leikstjórnandi Dallas Cowboys, að stýra liði sínu niður völlinn og að kasta fyrir sigur snertimarkinu til Jason Witten þegar sjö sekúndur voru eftir. Flest önnur úrslit voru eftir bókinni en það kom töluvert á óvart að Buffalo Bills skyldi leggja Indianapolis Colts í fyrstu umferð. Hægt er að sjá það helsta úr öllum leikjum hér.Úrslit gærdagsins: Chicago Bears 23-31 Green Bay Packers Kansas City Chiefs 27-20 Houston Texans Cleveland Browns 10-31 New York Jets Buffalo Bills 27-14 Indianapolis Colts Washington Redskins 10-17 Miami Dolphins Jacksonville Jaguars 9-20 Carolina Panthers St Louis Rams 34-31 Seattle Seahawks Arizona Cardinals 31-19 New Orleans Saints San Diego Chargers 33-28 Detroit Lions Tennessee Titans 42-14 Tampa Bay Buccaneers Oakland Raiders 13-33 Cincinnati Bengals Denver Broncos 19-13 Baltimore Ravens Dallas Cowboys 27-26 New York Giants.
NFL Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Roma - Lille | Hákon reið inn í Rómarborg Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Sjá meira