Fatlaðar konur mótmæla því að verða notaðar sem skálkaskjól í ákvarðanatöku um flóttafólk sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. september 2015 08:53 "Stjórnvöld, sérstaklega talsmenn þessa sjónarhorns, hafa ekki lagt sig sérstaklega fram við að fjárfesta í lífi okkar hingað til og finnst lítið til mannréttinda okkar koma. Því er óskiljanlegt hvers vegna þeim er annt um okkur allt í einu núna.“ vísir/epa Fatlaðar konur í Tabú og stýrihópi Kvennahreyfingar ÖBÍ segjast andsnúnar málflutningi einstakra stjórnmálamanna þess efnis að ekki eigi að taka á móti flóttafólki sökum þess að á Íslandi búi þjóðfélagshópar við mannréttindabrot og að þeirra þörfum þurfi að mæta áður en öðrum hópi sé mætt. Rétt sé að fatlað fólk búi ekki við sömu tækifæri og ófatlaðir, en að ekki sé hægt að bera saman þeirra stöðu við stöðu flóttafólks.Fullkomlegt skilningsleysi „Við erum ekki að finnast dánar í flutningabílum né að drukkna í Miðjarðarhafinu. Að líkja lífi okkar saman er í besta falli fullkomlegt skilningsleysi á lífi okkar og flóttafólks,“ segir í yfirlýsingu frá konunum. Þær segja óskiljanlegt að stjórnmálamenn minnist nú á stöðu fatlaðra í íslensku samfélagi og réttindi þeirra. „Stjórnvöld, sérstaklega talsmenn þessa sjónarhorns, hafa ekki lagt sig sérstaklega fram við að fjárfesta í lífi okkar hingað til og finnst lítið til mannréttinda okkar koma. Því er óskiljanlegt hvers vegna þeim er annt um okkur allt í einu núna. Það þarf heldur ekki mikið hugmyndaflug í fjármálum til þess að sjá að það er auðveldlega hægt að reka samfélög án þess að brjóta á mannréttindum nokkurs hóps.“Skora á stjórnvöld að taka á móti flóttafólkiÞær segjast leggja þunga áherslu á að mannréttindabrot gagnvart þeim verði ekki notuð sem afsökun eða ástæða fyrir því að taka svo mikilvægar ákvarðanir. Þær kæri sig ekki um að vera notaðar sem skálkaskjól og skora á stjórnvöld að taka á móti flóttafólki strax. Yfirlýsingu kvennanna má lesa í heild hér fyrir neðan.Við erum ánægðar með þau viðbrögð sem óbærileg staða fólks á flótta frá Sýrlandi og öðrum átakasvæðum hefur fengið hér á landi. Einnig fögnum við þeim jákvæðu skilaboðum, sem svo margar manneskjur hafa sameinast um og látið í ljós, um að það eigi að vera sjálfsagt að bjóða fram krafta okkar til þess að búa flóttafólki öruggara skjól.Við getum hins vegar ekki litið fram hjá þeim röddum, einkum röddum stjórnmálafólks, sem segja að ekki eigi að taka á móti flóttafólki vegna þess að á Íslandi búi þjóðfélagshópar við mannréttindabrot og þeirra þörfum þurfi að mæta áður en öðrum hópum er mætt. Það er vissulega hversdagslegur veruleiki okkar sem fatlaðra kvenna að brotið er á rétti okkar og að við búum ekki við sömu tækifæri og ófatlað fólk.Við lýsum okkur þó algjörlega andsnúnar þessum málflutningi. Stjórnvöld, sérstaklega talsmenn þessa sjónarhorns, hafa ekki lagt sig sérstaklega fram við að fjárfesta í lífi okkar hingað til og finnst lítið til mannréttinda okkar koma. Því er óskiljanlegt hvers vegna þeim er annt um okkur allt í einu núna. Það þarf heldur ekki mikið hugmyndaflug í fjármálum til þess að sjá að það er auðveldlega hægt að reka samfélög án þess að brjóta á mannréttindum nokkurs hóps.Þar að auki er staða okkar ekki þess eðlis að hægt sé að bera hana saman við stöðu flóttafólks. Við erum ekki að finnast dánar í flutningabílum né að drukkna í Miðjarðarhafinu. Að líkja lífi okkar saman er í besta falli fullkomlegt skilningsleysi á lífi okkar og flóttafólks.Að lokum leggjum við þunga áherslu á að mannréttindabrot gagnvart okkur, sem vissulega eru gróf á Íslandi, séu ekki notuð sem afsökun eða ástæða fyrir því að taka meðvitaða ákvörðun um að brjóta á öðrum hópum með aðgerðarleysi. Við kærum okkur ekki um að vera notaðar sem skálkaskjól fyrir huglaust stjórnmálafólk.Við skorum á stjórnvöld að taka á móti flóttafólki strax og að það verði gert með tilliti til reynsluheims flóttafólks og af virðingu við sögu þess. Jafnframt að lögð verði sérstök áhersla á að aðstoða jaðarsettari hópa flóttafólks, t.d. fatlað fólk, einkum konur og börn, þar sem það er í enn viðkvæmari stöðu hvað varðar ofbeldi og dauðsföll í stríðsátökum og á flótta.Kærleiks- og baráttukveðja,Ágústa Eir GuðnýjardóttirArndís Hrund GuðmarsdóttirArndís Lóa MagnúsdóttirEmbla Guðrúnar ÁgústsdóttirFreyja HaraldsdóttirGuðbjörg Kristín EiríksdóttirIva Marín AdrichemMargrét Ýr EinarsdóttirPála Kristín BergsveinsdóttirSalóme Mist KristjánsdóttirSigríður JónsdóttirSoffía MelsteðRán BirgisdóttirÞorbera Fjölnisdóttir Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Fatlaðar konur í Tabú og stýrihópi Kvennahreyfingar ÖBÍ segjast andsnúnar málflutningi einstakra stjórnmálamanna þess efnis að ekki eigi að taka á móti flóttafólki sökum þess að á Íslandi búi þjóðfélagshópar við mannréttindabrot og að þeirra þörfum þurfi að mæta áður en öðrum hópi sé mætt. Rétt sé að fatlað fólk búi ekki við sömu tækifæri og ófatlaðir, en að ekki sé hægt að bera saman þeirra stöðu við stöðu flóttafólks.Fullkomlegt skilningsleysi „Við erum ekki að finnast dánar í flutningabílum né að drukkna í Miðjarðarhafinu. Að líkja lífi okkar saman er í besta falli fullkomlegt skilningsleysi á lífi okkar og flóttafólks,“ segir í yfirlýsingu frá konunum. Þær segja óskiljanlegt að stjórnmálamenn minnist nú á stöðu fatlaðra í íslensku samfélagi og réttindi þeirra. „Stjórnvöld, sérstaklega talsmenn þessa sjónarhorns, hafa ekki lagt sig sérstaklega fram við að fjárfesta í lífi okkar hingað til og finnst lítið til mannréttinda okkar koma. Því er óskiljanlegt hvers vegna þeim er annt um okkur allt í einu núna. Það þarf heldur ekki mikið hugmyndaflug í fjármálum til þess að sjá að það er auðveldlega hægt að reka samfélög án þess að brjóta á mannréttindum nokkurs hóps.“Skora á stjórnvöld að taka á móti flóttafólkiÞær segjast leggja þunga áherslu á að mannréttindabrot gagnvart þeim verði ekki notuð sem afsökun eða ástæða fyrir því að taka svo mikilvægar ákvarðanir. Þær kæri sig ekki um að vera notaðar sem skálkaskjól og skora á stjórnvöld að taka á móti flóttafólki strax. Yfirlýsingu kvennanna má lesa í heild hér fyrir neðan.Við erum ánægðar með þau viðbrögð sem óbærileg staða fólks á flótta frá Sýrlandi og öðrum átakasvæðum hefur fengið hér á landi. Einnig fögnum við þeim jákvæðu skilaboðum, sem svo margar manneskjur hafa sameinast um og látið í ljós, um að það eigi að vera sjálfsagt að bjóða fram krafta okkar til þess að búa flóttafólki öruggara skjól.Við getum hins vegar ekki litið fram hjá þeim röddum, einkum röddum stjórnmálafólks, sem segja að ekki eigi að taka á móti flóttafólki vegna þess að á Íslandi búi þjóðfélagshópar við mannréttindabrot og þeirra þörfum þurfi að mæta áður en öðrum hópum er mætt. Það er vissulega hversdagslegur veruleiki okkar sem fatlaðra kvenna að brotið er á rétti okkar og að við búum ekki við sömu tækifæri og ófatlað fólk.Við lýsum okkur þó algjörlega andsnúnar þessum málflutningi. Stjórnvöld, sérstaklega talsmenn þessa sjónarhorns, hafa ekki lagt sig sérstaklega fram við að fjárfesta í lífi okkar hingað til og finnst lítið til mannréttinda okkar koma. Því er óskiljanlegt hvers vegna þeim er annt um okkur allt í einu núna. Það þarf heldur ekki mikið hugmyndaflug í fjármálum til þess að sjá að það er auðveldlega hægt að reka samfélög án þess að brjóta á mannréttindum nokkurs hóps.Þar að auki er staða okkar ekki þess eðlis að hægt sé að bera hana saman við stöðu flóttafólks. Við erum ekki að finnast dánar í flutningabílum né að drukkna í Miðjarðarhafinu. Að líkja lífi okkar saman er í besta falli fullkomlegt skilningsleysi á lífi okkar og flóttafólks.Að lokum leggjum við þunga áherslu á að mannréttindabrot gagnvart okkur, sem vissulega eru gróf á Íslandi, séu ekki notuð sem afsökun eða ástæða fyrir því að taka meðvitaða ákvörðun um að brjóta á öðrum hópum með aðgerðarleysi. Við kærum okkur ekki um að vera notaðar sem skálkaskjól fyrir huglaust stjórnmálafólk.Við skorum á stjórnvöld að taka á móti flóttafólki strax og að það verði gert með tilliti til reynsluheims flóttafólks og af virðingu við sögu þess. Jafnframt að lögð verði sérstök áhersla á að aðstoða jaðarsettari hópa flóttafólks, t.d. fatlað fólk, einkum konur og börn, þar sem það er í enn viðkvæmari stöðu hvað varðar ofbeldi og dauðsföll í stríðsátökum og á flótta.Kærleiks- og baráttukveðja,Ágústa Eir GuðnýjardóttirArndís Hrund GuðmarsdóttirArndís Lóa MagnúsdóttirEmbla Guðrúnar ÁgústsdóttirFreyja HaraldsdóttirGuðbjörg Kristín EiríksdóttirIva Marín AdrichemMargrét Ýr EinarsdóttirPála Kristín BergsveinsdóttirSalóme Mist KristjánsdóttirSigríður JónsdóttirSoffía MelsteðRán BirgisdóttirÞorbera Fjölnisdóttir
Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira