Íslenski boltinn

Atvikið sem allir eru að tala um | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
FH bar sigurorð af ÍBV með þremur mörkum gegn einu í 19. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld.

Þar sem Breiðablik gerði 2-2 jafntefli við Víking eru FH-ingar nú komnir með átta stiga forskot á toppi deildarinnar og eiga Íslandsmeistaratitilinn vísan.

Staðan var 1-1 í hálfleik en Atli Guðnason kom FH yfir á 48. mínútu. Nokkrum mínútum síðar gerðist umdeilt atvik sem hefur verið mikið rætt og ritað um á samfélagsmiðlum í dag.

Eftir hornspyrnu Eyjamanna fór boltinn af Hafsteini Briem og inn fyrir marklínu FH áður en Kassim Doumbia sló hann út með hendinni.

Þóroddur Hjaltalín og aðstoðarmenn hans dæmdu ekki neitt; hvorki vítaspyrnu og rautt spjald né mark og voru Eyjamenn skiljanlega ósáttir.

Sjá einnig: Löglegt mark ÍBV ekki dæmt gilt | Nú var heppnin með FH

„Verður maður ekki bara að segja no comment og tala um eitthvað annað en dómarann í þessu? Þetta er sjokkerandi. Það er ótrúlegt að enginn í dómarateyminu sjái þetta,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Vísi eftir leikinn.

Atvikið umdeilda má sjá í spilaranum hér að ofan.



Þóroddur dæmdi hins vegar víti á ÍBV á 79. mínútu þegar Þórarinn Ingi Valdimarsson skaut boltanum í hönd Stefáns Ragnars Guðlaugssonar. Steven Lennon fór á punktinn og gulltryggði FH sigurinn með sínu fjórða marki í síðustu þremur leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×