Löglegt mark ÍBV ekki dæmt gilt | Nú var heppnin með FH Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 13. september 2015 20:13 Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins. vísir/daníel ÍBV skoraði að því er virtist jöfnunarmark gegn FH á Kaplakrikavelli í kvöld sem Þóroddur Hjaltalín dómari dæmdi ekki gilt. ÍBV hefði þar átt að jafna leikinn 2-2 en í stað vann FH 3-1 sigur.Heimir Guðjónsson þjálfari FH viðurkenndi að hann hafi séð Kassim Doumbia verja boltann með hendi en hann sá ekki að boltinn var þegar kominn inn í markið. „Þar sem ég stóð sýndist mér þetta vera hendi á Kassim en ég ætla ekki að vera 100% öruggur fyrr en ég sé það í sjónvarpi,“ sagði Heimir.Ásmundur Arnarsson þjálfari ÍBV vildi sem minnst tjá sig um atvikið en sagði þó ótrúlegt að ekki hafi verið dæmt annað hvort mark eða vítaspyrna. „Verður maður ekki bara að segja no comment og tala um eitthvað annað en dómarann í þessu? Þetta er sjokkerandi. Það er ótrúlegt að enginn í dómarateyminu sjái þetta,“ sagði Ásmundur sem sagði að auki að þetta og vítaspyrna FH hafi ráðið úrslitum í leiknum. „Við gefum þeim fínan leik en þetta augnablik og auðveld vítaspyrna hinum megin þar sem dómarinn er fljótur að dæma þó hendurnar séu alveg upp við líkamann af hálfs meters færi. Þetta eru augnablik sem taka vopnin úr okkar höndum og leikurinn fjarar út.“ Boltinn fer af Hafsteini Briem og yfir línuna þar sem Kassim slær boltann út. Hafsteinn hefði augljóslega viljað fá markið sitt skráð eða í það minnsta vítaspyrnu og rautt spjald á Kassim en erfði þetta þó ekki við Þórodd dómara. „Ég hefði viljað sjá eitthvað spjald og mark eða víti,“ sagði Hafsteinn. „Mér fannst boltinn fara af hausnum á mér og þegar ég lít til baka þá stefnir boltinn inn. Mér finnst Kassim setja höndina út og hausinn með. Svo talaði ég við Þórodd og hann segist ekki sjá þetta. „Ég skil það alveg. Það voru margir þarna í kring en aðstoðardómarinn á að geta séð þetta. Þetta er mjög súrt. „Þetta er hlutur sem þarf að falla með þér ef þú ætlar að fá eitthvað út úr leik gegn FH á Kaplakrika,“ sagði Hafsteinn. Í þessu atviki féll heppnin með FH og gæti einhver sagt að dómaramistök jafni sig út því FH-ingar muna enn vel eftir 4. október 2014 þegar Stjarnan fékk ólölegt mark skráð í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Það er þó væntanlega engin huggun fyrir lið ÍBV sem er í bullandi fallbaráttu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
ÍBV skoraði að því er virtist jöfnunarmark gegn FH á Kaplakrikavelli í kvöld sem Þóroddur Hjaltalín dómari dæmdi ekki gilt. ÍBV hefði þar átt að jafna leikinn 2-2 en í stað vann FH 3-1 sigur.Heimir Guðjónsson þjálfari FH viðurkenndi að hann hafi séð Kassim Doumbia verja boltann með hendi en hann sá ekki að boltinn var þegar kominn inn í markið. „Þar sem ég stóð sýndist mér þetta vera hendi á Kassim en ég ætla ekki að vera 100% öruggur fyrr en ég sé það í sjónvarpi,“ sagði Heimir.Ásmundur Arnarsson þjálfari ÍBV vildi sem minnst tjá sig um atvikið en sagði þó ótrúlegt að ekki hafi verið dæmt annað hvort mark eða vítaspyrna. „Verður maður ekki bara að segja no comment og tala um eitthvað annað en dómarann í þessu? Þetta er sjokkerandi. Það er ótrúlegt að enginn í dómarateyminu sjái þetta,“ sagði Ásmundur sem sagði að auki að þetta og vítaspyrna FH hafi ráðið úrslitum í leiknum. „Við gefum þeim fínan leik en þetta augnablik og auðveld vítaspyrna hinum megin þar sem dómarinn er fljótur að dæma þó hendurnar séu alveg upp við líkamann af hálfs meters færi. Þetta eru augnablik sem taka vopnin úr okkar höndum og leikurinn fjarar út.“ Boltinn fer af Hafsteini Briem og yfir línuna þar sem Kassim slær boltann út. Hafsteinn hefði augljóslega viljað fá markið sitt skráð eða í það minnsta vítaspyrnu og rautt spjald á Kassim en erfði þetta þó ekki við Þórodd dómara. „Ég hefði viljað sjá eitthvað spjald og mark eða víti,“ sagði Hafsteinn. „Mér fannst boltinn fara af hausnum á mér og þegar ég lít til baka þá stefnir boltinn inn. Mér finnst Kassim setja höndina út og hausinn með. Svo talaði ég við Þórodd og hann segist ekki sjá þetta. „Ég skil það alveg. Það voru margir þarna í kring en aðstoðardómarinn á að geta séð þetta. Þetta er mjög súrt. „Þetta er hlutur sem þarf að falla með þér ef þú ætlar að fá eitthvað út úr leik gegn FH á Kaplakrika,“ sagði Hafsteinn. Í þessu atviki féll heppnin með FH og gæti einhver sagt að dómaramistök jafni sig út því FH-ingar muna enn vel eftir 4. október 2014 þegar Stjarnan fékk ólölegt mark skráð í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Það er þó væntanlega engin huggun fyrir lið ÍBV sem er í bullandi fallbaráttu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira