Guðjón Árni: Engin óeining í leikmannahópnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. september 2015 20:15 Guðjón Árni í leik gegn KR fyrr í sumar. Vísir/Pjetur Keflavík féll úr Pepsi-deild karla í dag og segir Guðjón Árni Antoníusson, fyrirliði Keflavíkur, að það sé margt sem hafi farið úrskeðis í sumar. Guðjón Árni stefnir á að spila í þrjú ár í viðbót þrátt fyrir að hafa orðið fyrir höfuðmeiðslum í sumar. Keflavík tapaði í dag fyrir Val, 3-2, og féll þar með endanlega úr Pepsi-deild karla. Guðjón Árni segir að ýmislegt hafi mátt betur fara en að stjórnarkosning í vetur hafi ekki haft áhrif á leikmannahóp liðsins. „Þetta er búið að hanga yfir okkur lengi og við ætluðum að njóta þess að spila fótbolta í síðustu umferðunum. Það gekk að hluta til upp í kvöld en niðurstaðan engu að síður tap.“ Hann segir að sumarið hafi verið erfitt og að það sé ekki hægt að lýsa því nánar. „Það er bara svo margt sem hægt er að týna til og hægt að finna endalausar ástæður fyrir því að þetta fór eins og það fór.“ Keflavík var ekki spáð falli í vor en Guðjón Árni segist ekki hafa verið svo öruggur með sig og sitt lið í upphafi móts. „Það var bras á okkur í vetur og pínu værð yfir okkur - allt of mikil værð. Við mættum ekki klárir í mótið. Við ætluðum ekki að örvænta en svo varð það alltaf erfiðara og erfiðara að fara upp þessa brekku.“ Það var rætt um óeiningu innan félagsins í kjölfar stjórnarkosningar í knattspyrnudeildinni og að það hafi haft áhrif á leikmannahópinn. Guðjón Árni segir að það sé ekki rétt. „Það hefur verið nokkuð létt yfir þessu miðað við allt. Það fór fram stjórnarkosning en það kom leikmönnum ekkert við. Hvert félag þarf að ganga í gegnum slíkt.“ Frammistaða Keflavíkur í fyrri hálfleik í kvöld var góð en það var ekki nóg. „Við áttum séns á að jafna í lokin en það gekk ekki. Við spiluðum ágætlega en eins og svo oft áður þá náðum við ekki að dekka menn í teignum. Það varð okkur að falli í dag.“ Guðjón Árni fékk höfuðhögg í sumar og var því nokkuð frá. Hann hefur verið að glíma við höfuðmeiðsli undanfarin ár en segist eiga nóg eftir. „Mér hefur ekki liðið jafn vel í þrjú ár. Ég fékk enn eina greininguna um að þetta væri ekki hættulegt, þrátt fyrir að ég hafi fengið svima.“ „Ég mátti ekki taka neinar áhættur sem og ég gerði. En það er erfitt að spila fótbolta án þess að taka áhættu en þetta hefur gengið vel hjá mér. Ég á þrjú ár inni,“ sagði hann og brosti. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Haukur Ingi: Ýmislegt sem má gera betur hjá Keflavík Haukur Ingi Guðnason segir að það kemur í ljós í lok tímabilsins hvort hann verði áfram í þjálfarateymi félagsins. Keflavík féll úr Pepsi-deild karla í dag. 13. september 2015 19:41 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Keflavík 3-2 | Keflavík fallið Keflavík féll í dag úr Pepsi-deild karla eftir 3-2 tap gegn Val í Pepsi-deild karla í dag. 13. september 2015 19:45 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Keflavík féll úr Pepsi-deild karla í dag og segir Guðjón Árni Antoníusson, fyrirliði Keflavíkur, að það sé margt sem hafi farið úrskeðis í sumar. Guðjón Árni stefnir á að spila í þrjú ár í viðbót þrátt fyrir að hafa orðið fyrir höfuðmeiðslum í sumar. Keflavík tapaði í dag fyrir Val, 3-2, og féll þar með endanlega úr Pepsi-deild karla. Guðjón Árni segir að ýmislegt hafi mátt betur fara en að stjórnarkosning í vetur hafi ekki haft áhrif á leikmannahóp liðsins. „Þetta er búið að hanga yfir okkur lengi og við ætluðum að njóta þess að spila fótbolta í síðustu umferðunum. Það gekk að hluta til upp í kvöld en niðurstaðan engu að síður tap.“ Hann segir að sumarið hafi verið erfitt og að það sé ekki hægt að lýsa því nánar. „Það er bara svo margt sem hægt er að týna til og hægt að finna endalausar ástæður fyrir því að þetta fór eins og það fór.“ Keflavík var ekki spáð falli í vor en Guðjón Árni segist ekki hafa verið svo öruggur með sig og sitt lið í upphafi móts. „Það var bras á okkur í vetur og pínu værð yfir okkur - allt of mikil værð. Við mættum ekki klárir í mótið. Við ætluðum ekki að örvænta en svo varð það alltaf erfiðara og erfiðara að fara upp þessa brekku.“ Það var rætt um óeiningu innan félagsins í kjölfar stjórnarkosningar í knattspyrnudeildinni og að það hafi haft áhrif á leikmannahópinn. Guðjón Árni segir að það sé ekki rétt. „Það hefur verið nokkuð létt yfir þessu miðað við allt. Það fór fram stjórnarkosning en það kom leikmönnum ekkert við. Hvert félag þarf að ganga í gegnum slíkt.“ Frammistaða Keflavíkur í fyrri hálfleik í kvöld var góð en það var ekki nóg. „Við áttum séns á að jafna í lokin en það gekk ekki. Við spiluðum ágætlega en eins og svo oft áður þá náðum við ekki að dekka menn í teignum. Það varð okkur að falli í dag.“ Guðjón Árni fékk höfuðhögg í sumar og var því nokkuð frá. Hann hefur verið að glíma við höfuðmeiðsli undanfarin ár en segist eiga nóg eftir. „Mér hefur ekki liðið jafn vel í þrjú ár. Ég fékk enn eina greininguna um að þetta væri ekki hættulegt, þrátt fyrir að ég hafi fengið svima.“ „Ég mátti ekki taka neinar áhættur sem og ég gerði. En það er erfitt að spila fótbolta án þess að taka áhættu en þetta hefur gengið vel hjá mér. Ég á þrjú ár inni,“ sagði hann og brosti.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Haukur Ingi: Ýmislegt sem má gera betur hjá Keflavík Haukur Ingi Guðnason segir að það kemur í ljós í lok tímabilsins hvort hann verði áfram í þjálfarateymi félagsins. Keflavík féll úr Pepsi-deild karla í dag. 13. september 2015 19:41 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Keflavík 3-2 | Keflavík fallið Keflavík féll í dag úr Pepsi-deild karla eftir 3-2 tap gegn Val í Pepsi-deild karla í dag. 13. september 2015 19:45 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Haukur Ingi: Ýmislegt sem má gera betur hjá Keflavík Haukur Ingi Guðnason segir að það kemur í ljós í lok tímabilsins hvort hann verði áfram í þjálfarateymi félagsins. Keflavík féll úr Pepsi-deild karla í dag. 13. september 2015 19:41
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Keflavík 3-2 | Keflavík fallið Keflavík féll í dag úr Pepsi-deild karla eftir 3-2 tap gegn Val í Pepsi-deild karla í dag. 13. september 2015 19:45