Formaður Samfylkingarinnar vill vita hvað kalli á aukinn viðbúnað á Miðnesheiði Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 12. september 2015 19:31 Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, vill að stjórnvöld skýri út fyrir Alþingi hvaða hagsmunir kalli á aukinn viðbúnað á Miðnesheiði. Hann segir sérkennilegt að Bandaríkjamenn fullyrði að Íslendingar biðji um aukna hernaðaraðstoð en Íslendingar segi að frumkvæðið komi frá Bandaríkjamönnum. Varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna kom hingað til lands í vikunni en haft er eftir honum á vefsíðunni Defensenews að Íslendingar hafi áhyggjur vegna vaxandi umsvifa Rússa og hafi áhuga á aukinni varnarsamvinnu. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í samtali við Stöð 2 í gær að ekki væri verið að biðja bandaríska herinn að snúa aftur. Málið snerist um um aukið loftrýmiseftirlit en gert er ráð fyrir því í fjárlagafrumvarpinu. Þar eru útgjöld til varnarmála aukin um 200 milljónir.Vilja nýta aðstöðuna í Keflavík Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, segir að það sé aukinn áhugi af beggja hálfu að nýta betur aðstöðuna á Keflavíkurflugvelli. „Eins og við höfum orðið vör við á norður-Atlantshafi og víðar í Evrópu er öryggisástandið að breytast. Það er ljóst að af hálfu Rússa hefur verið aukin uppbygging herafla og herstöðva á norðurslóðum og um alla norðanverða Evrópu verða menn í auknum mæli varir við ferðir rússneskra flugvéla og kafbáta og það gerir það að verkum að við þurfum að skoða okkar stöðu í því samhengi,“ segir Birgir. Árni Páll Árnason segir hinsvegar að ekkert sé á borðinu um hvaða hættumat liggi þarna að baki. Það eigi að fara að leggja þjóðaröryggistefnu Íslands fyrir þingið og það sé skrítið að heyra um einhverjar óskir til Bandaríkjanna um aukinn viðbúnað á sama tíma án þess að neinn í stjórnarandstöðunni hafi heyrt minnst á það fyrr. Alþingi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, vill að stjórnvöld skýri út fyrir Alþingi hvaða hagsmunir kalli á aukinn viðbúnað á Miðnesheiði. Hann segir sérkennilegt að Bandaríkjamenn fullyrði að Íslendingar biðji um aukna hernaðaraðstoð en Íslendingar segi að frumkvæðið komi frá Bandaríkjamönnum. Varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna kom hingað til lands í vikunni en haft er eftir honum á vefsíðunni Defensenews að Íslendingar hafi áhyggjur vegna vaxandi umsvifa Rússa og hafi áhuga á aukinni varnarsamvinnu. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í samtali við Stöð 2 í gær að ekki væri verið að biðja bandaríska herinn að snúa aftur. Málið snerist um um aukið loftrýmiseftirlit en gert er ráð fyrir því í fjárlagafrumvarpinu. Þar eru útgjöld til varnarmála aukin um 200 milljónir.Vilja nýta aðstöðuna í Keflavík Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, segir að það sé aukinn áhugi af beggja hálfu að nýta betur aðstöðuna á Keflavíkurflugvelli. „Eins og við höfum orðið vör við á norður-Atlantshafi og víðar í Evrópu er öryggisástandið að breytast. Það er ljóst að af hálfu Rússa hefur verið aukin uppbygging herafla og herstöðva á norðurslóðum og um alla norðanverða Evrópu verða menn í auknum mæli varir við ferðir rússneskra flugvéla og kafbáta og það gerir það að verkum að við þurfum að skoða okkar stöðu í því samhengi,“ segir Birgir. Árni Páll Árnason segir hinsvegar að ekkert sé á borðinu um hvaða hættumat liggi þarna að baki. Það eigi að fara að leggja þjóðaröryggistefnu Íslands fyrir þingið og það sé skrítið að heyra um einhverjar óskir til Bandaríkjanna um aukinn viðbúnað á sama tíma án þess að neinn í stjórnarandstöðunni hafi heyrt minnst á það fyrr.
Alþingi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira