Allt frá hefndarklámi til banns við pyntingum á forgangslista þingflokka Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Sveinn Arnarsson skrifa 12. september 2015 07:00 Í upphafi þings gefst þingmönnum kostur á að setja ákveðin þingmannamál í forgang á dagskrá Alþingis í vetur. Þó er ekki fullvíst að málin hljóti endanlega afgreiðslu. vísir/pjetur Alþingi er komið saman að nýju eftir sumarfrí og þingmenn keppast við að koma hugðarefnum sínum á dagskrá. Fjöldinn allur af málum, bæði frá þingmönnum og ríkisstjórn, mun koma til með að líta dagsins ljós en þeir þingflokkar sem eiga sæti á Alþingi eiga þess kost að setja áherslu á ákveðin mál sem sett eru í forgang og komast á dagskrá þingsins. „Það er samkomulag um það að allir þingflokkar geti sett þrjú mál í forgang,“ segir Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Fréttablaðið hafði samband við þingflokksformenn stjórnmálaflokkanna til að kanna hvaða mál hefðu verið sett í forgang. Flokkarnir fá að mæla fyrir málunum í ákveðinni goggunarröð þar sem Samfylkingin er fyrst, síðan Vinstri græn, þá Björt framtíð, Píratar, Framsóknarflokkur og loks Sjálfstæðisflokkur. Til að mynda mun Árni Páll Árnason mæla fyrir fyrsta máli þingsins á eftir fjárlagafrumvarpinu sem er tillaga Samfylkingarinnar um breytingar á almannatryggingakerfinu. „Þetta er til að tryggja það að þessi mál komist á dagskrá og til nefndar,“ segir Svandís. Hún segir að eftir að þessi mál séu komin á dagskrá og komist til nefnda þurfi þó að halda þeim á lofti til að þau hljóti endanlega afgreiðslu. „Það er ekkert í þessu sem tryggir það að málin komist á leiðarenda.“ Mörg þeirra mála sem þingflokkarnir hafa sett í forgang eru mál sem hlutu ekki endanlega afgreiðslu á þingi og eru því endurflutt. Þau mál hafa gjarnan fengið meðferð í nefnd frá fyrra þingi og hafa því hlotið umsagnir sem tryggja málunum auðveldara brautargengi ef þau eru endurflutt. „Stóru málin hjá okkur eru yfirleitt unnin á vettvangi ríkisstjórnarinnar,“ segir Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins. „Þannig að þingmenn stjórnarflokkanna leggja kannski frekar áherslu á svona minni og lókal mál,“ segir hann og bendir á að til dæmis séu stærstu forgangsmál Framsóknarflokksins á borð við húsnæðismálin unnin innan ríkisstjórnarinnar. Alþingi Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Alþingi er komið saman að nýju eftir sumarfrí og þingmenn keppast við að koma hugðarefnum sínum á dagskrá. Fjöldinn allur af málum, bæði frá þingmönnum og ríkisstjórn, mun koma til með að líta dagsins ljós en þeir þingflokkar sem eiga sæti á Alþingi eiga þess kost að setja áherslu á ákveðin mál sem sett eru í forgang og komast á dagskrá þingsins. „Það er samkomulag um það að allir þingflokkar geti sett þrjú mál í forgang,“ segir Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Fréttablaðið hafði samband við þingflokksformenn stjórnmálaflokkanna til að kanna hvaða mál hefðu verið sett í forgang. Flokkarnir fá að mæla fyrir málunum í ákveðinni goggunarröð þar sem Samfylkingin er fyrst, síðan Vinstri græn, þá Björt framtíð, Píratar, Framsóknarflokkur og loks Sjálfstæðisflokkur. Til að mynda mun Árni Páll Árnason mæla fyrir fyrsta máli þingsins á eftir fjárlagafrumvarpinu sem er tillaga Samfylkingarinnar um breytingar á almannatryggingakerfinu. „Þetta er til að tryggja það að þessi mál komist á dagskrá og til nefndar,“ segir Svandís. Hún segir að eftir að þessi mál séu komin á dagskrá og komist til nefnda þurfi þó að halda þeim á lofti til að þau hljóti endanlega afgreiðslu. „Það er ekkert í þessu sem tryggir það að málin komist á leiðarenda.“ Mörg þeirra mála sem þingflokkarnir hafa sett í forgang eru mál sem hlutu ekki endanlega afgreiðslu á þingi og eru því endurflutt. Þau mál hafa gjarnan fengið meðferð í nefnd frá fyrra þingi og hafa því hlotið umsagnir sem tryggja málunum auðveldara brautargengi ef þau eru endurflutt. „Stóru málin hjá okkur eru yfirleitt unnin á vettvangi ríkisstjórnarinnar,“ segir Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins. „Þannig að þingmenn stjórnarflokkanna leggja kannski frekar áherslu á svona minni og lókal mál,“ segir hann og bendir á að til dæmis séu stærstu forgangsmál Framsóknarflokksins á borð við húsnæðismálin unnin innan ríkisstjórnarinnar.
Alþingi Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira