Vilhjálmur Bjarnason átti í miklum erfiðleikum með að komast í gegnum greiðslumat Birgir Olgeirsson skrifar 10. september 2015 15:40 Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/GVA Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, átti í miklum erfiðleikum með að komast í gegnum greiðslumat. Við umræður um húsnæðismál á Alþingi fyrr í dag sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, frá þingmanni sem ekki kemst í gegnum greiðslumat. Þetta sagði Guðlaugur eftir að hafa lýst því yfir að hann hefði áhyggjur af því að stjórnvöld séu ekki að ná yfir húsnæðisvandann og hjálpa fólki að eignast húsnæði. Guðlaugur greindi ekki frá nafninu í ræðustól á Alþingi en nú er komið í ljós að þingmaðurinn sem um ræðir er Vilhjálmur Bjarnason. Vísir setti sig í samband við Vilhjálm sem sagðist ekki hafa hugmynd um það hvers vegna hann átti í svo miklum erfiðleikum með að komast í gegnum greiðslumat. „Ég tel mig vera ágætis dæmi um ruglið í greiðslumatinu, að einhvers staðar er pottur brotinn.“Skuldaði ekki krónu Vilhjálmur segist ekki hafa skuldað krónu þegar hann reyndi að fara í gegnum greiðslumatið seint á síðasta ári. „Greiðslan sem um var að ræða, hún var langt inn marka og eignin sem var undir gaf mér stöðugar tekjur og ég var í óttalegum erfiðleikum að komast í gegnum þetta,“ segir Vilhjálmur sem reyndi við tvo banka en vildi ekki láta fylgja sögunni hvaða bankar það voru. „Það skiptir engu máli. Ef menn vilja rannsaka fjárhag minn geta þeir fengið allar áhvílandi skuldir á fasteigninni sem voru nákvæmlega ekki ein einasta króna.“„Eitthvað mjög mikið að“ Hann segist ekki gera sér greint fyrir því hvað þurfi að laga til að koma þessu kerfi í betri farveg. „Ég bara sá að það var eitthvað mjög mikið að þessu að ég gæti ekki fengið þetta umbeðna lán, verandi í fyrsta lagi fjárhagslega sjálfstæður eins og þarna var lýst og mjög reynslumikill í banka, með mun meiri reynslu en þetta góða fólk.“ Vilhjálmur segir að ef fólk getur borgað leigu þá ætti ekkert að standa í vegi fyrir því að borga sömu fjárhæð í afborgun. „Eins og ég hef alltaf sagt, þú borgar ekki prósentu, þú borgar krónur. Ef þú kaupir eign ertu að ganga inn í margra ára fjárhagsskuldbindingu sem leiðir til þess að þú borgar krónur en ekki prósentur. Í mínu tilfelli þá kom þetta veðhlutföllum ekkert við.“Uppfært klukkan 16:47Líkt og Guðlaugur Þór sagði á Alþingi í dag þá sagðist hann vita af þingmanni sem komst ekki í gegnum greiðslumat. Síðar kom í ljós að Guðlaugur Þór var að tala um Vilhjálm Bjarnason. Vísir ræddi málið við Vilhjálm og sló upp fyrirsögninni: Vilhjálmur Bjarnason komst ekki í gegnum greiðslumat. Síðar sagði Vilhjálmur að það hefði ekki verið alveg nákvæmt, hann hefði komist í gegnum greiðslumatið með miklum erfiðleikum og hefur því fréttinni verið breytt í samræmi við það. Alþingi Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, átti í miklum erfiðleikum með að komast í gegnum greiðslumat. Við umræður um húsnæðismál á Alþingi fyrr í dag sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, frá þingmanni sem ekki kemst í gegnum greiðslumat. Þetta sagði Guðlaugur eftir að hafa lýst því yfir að hann hefði áhyggjur af því að stjórnvöld séu ekki að ná yfir húsnæðisvandann og hjálpa fólki að eignast húsnæði. Guðlaugur greindi ekki frá nafninu í ræðustól á Alþingi en nú er komið í ljós að þingmaðurinn sem um ræðir er Vilhjálmur Bjarnason. Vísir setti sig í samband við Vilhjálm sem sagðist ekki hafa hugmynd um það hvers vegna hann átti í svo miklum erfiðleikum með að komast í gegnum greiðslumat. „Ég tel mig vera ágætis dæmi um ruglið í greiðslumatinu, að einhvers staðar er pottur brotinn.“Skuldaði ekki krónu Vilhjálmur segist ekki hafa skuldað krónu þegar hann reyndi að fara í gegnum greiðslumatið seint á síðasta ári. „Greiðslan sem um var að ræða, hún var langt inn marka og eignin sem var undir gaf mér stöðugar tekjur og ég var í óttalegum erfiðleikum að komast í gegnum þetta,“ segir Vilhjálmur sem reyndi við tvo banka en vildi ekki láta fylgja sögunni hvaða bankar það voru. „Það skiptir engu máli. Ef menn vilja rannsaka fjárhag minn geta þeir fengið allar áhvílandi skuldir á fasteigninni sem voru nákvæmlega ekki ein einasta króna.“„Eitthvað mjög mikið að“ Hann segist ekki gera sér greint fyrir því hvað þurfi að laga til að koma þessu kerfi í betri farveg. „Ég bara sá að það var eitthvað mjög mikið að þessu að ég gæti ekki fengið þetta umbeðna lán, verandi í fyrsta lagi fjárhagslega sjálfstæður eins og þarna var lýst og mjög reynslumikill í banka, með mun meiri reynslu en þetta góða fólk.“ Vilhjálmur segir að ef fólk getur borgað leigu þá ætti ekkert að standa í vegi fyrir því að borga sömu fjárhæð í afborgun. „Eins og ég hef alltaf sagt, þú borgar ekki prósentu, þú borgar krónur. Ef þú kaupir eign ertu að ganga inn í margra ára fjárhagsskuldbindingu sem leiðir til þess að þú borgar krónur en ekki prósentur. Í mínu tilfelli þá kom þetta veðhlutföllum ekkert við.“Uppfært klukkan 16:47Líkt og Guðlaugur Þór sagði á Alþingi í dag þá sagðist hann vita af þingmanni sem komst ekki í gegnum greiðslumat. Síðar kom í ljós að Guðlaugur Þór var að tala um Vilhjálm Bjarnason. Vísir ræddi málið við Vilhjálm og sló upp fyrirsögninni: Vilhjálmur Bjarnason komst ekki í gegnum greiðslumat. Síðar sagði Vilhjálmur að það hefði ekki verið alveg nákvæmt, hann hefði komist í gegnum greiðslumatið með miklum erfiðleikum og hefur því fréttinni verið breytt í samræmi við það.
Alþingi Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira