Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Akureyri 25-23 | Sterkur sigur hjá ÍR Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 10. september 2015 21:15 vísir/stefán ÍR lagði Akureyri 25-23 á heimavelli í 1. umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. ÍR var 12-11 yfir í hálfleik. Akureyri byrjaði leikinn vel með Tomas Olason góðan í markinu í byrjun. Akureyri náði mest þriggja marka forystu en ÍR náði að jafna þegar níu mínútur voru til hálfleiks og komast yfir fyrir hálfleikinn. ÍR-ingar náðu að leysa sóknarleik Akureyrar er leið á leikinn og náðu heimamenn sér vel á strik í varnarleiknum stóran hluta leiksins sem skilaði hraðaupphlaupum sem í raun skildu á milli í lokin. ÍR náði að breyta stöðunni úr 20-18 í 24-18 þegar liðið hélt markinu hreinu í níu mínútur en ekki stóð steinn yfir steini í sóknarleik Akureyrar á þeim kafla. Akureyri kastaði boltanum ítrekað frá sér og átti í mestum vandræðum með að ná skoti á markið. Nokkur haustbragur var á leik liðanna en nái ÍR að leika þessa vörn í vetur þarf liðið ekki að hafa miklar áhyggjur þó liðinu sé spáð slöku gengi. Akureyri leit vel út í andartak í dag. Liðið byrjaði vel eins áður segir en er leið á leikinn varð sóknarleikur liðsins einhæfur, hægur og slakur. Tomas byrjaði leikinn vel í markinu áður en ÍR fann leiðina í gegnum vörn gestanna og fékk jafnan auðveld færi en Hreiðar Leví Guðmundsson náði sér vel á strik eftir að hann kom inn á seint í leiknum. Arnór Freyr Stefánsson var góður í marki ÍR og eins vakti Ingi Rafn Róbertsson athygli með vaskri frammistöðu en hann fær það hlutverk að fylla skarð Björgvins Þórs Hólmgeirssonar í liðið ÍR.Arnór: Mikilvægt að byrja mótið vel Arnór Freyr Stefánsson átti mjög góðan leik í marki ÍR og var sérstaklega sterkur í seinni hálfleik þegar ÍR lagði grunninn að sigrinum með frábærum níu mínútna kafla þar sem Akureyri náði ekki að skora. „Það er mikilvægt að byrja mótið vel og standa vel, það er mjög gott að fá bara 23 mörk á sig,“ sagði Arnór Freyr. „Þetta small ágætlega. Við unnum vel saman. Við vorum að prófa nýja vörn sem er skemmtilegt. Það var aðeins skrekkur í byrjun.“ Arnóri gæti ekki verið meira sama þó liðinu sé aðeins spáð 7. sæti af þjálfurum, fyrirliðum og formönnum liðanna í deildinni. „Spá er spá, mér er alveg sama. Ég hugsa bara um hvern leik fyrir sig og hverja æfingu fyrir sig. Við sjáum hverju það skilar okkur. „Við spiluðum góða vörn gegn fínu sóknarliði. Menn voru aðeins að púsla sig saman í byrjun. „Það kom kafli þar sem við náðum að keyra á þá, vinna boltann og keyra í bakið á þeim. Það er einn styrkleiki sem við höfum og við nýttum hann vel í kvöld,“ sagði Arnór.Ingimundur: Þetta var ekki gott Ingimundur Ingimundarson mætti á sinn gamla heimavöll með Akureyri í kvöld og var allt annað en sáttur við leik síns liðs. „Það voru ágætis augnablik hjá okkur í byrjun leiks en þeim fór fækkandi er leið á leikinn. Við vorum sjálfum okkur verstir í kvöld,“ sagði Ingimundur. „Við framkvæmdum ekki það sem við erum búnir að æfa og þegar við framkvæmdum það þá gerðum við það ekki af nægum krafti. Við gerðum ekki það sem við ætluðum að gera. „Fyrir utan byrjunina þá náðum við aldrei þessu flæði sem við viljum ná og það kom aldrei þetta sjálfstraust í sóknarleikinn. Þetta var ekki gott í kvöld. Við gerum meiri kröfu en þetta.“ Nokkuð hefur verið rætt um að Akureyri nái ekki að leika eins marga æfingaleiki og liðin á höfuðborgarsvæðinu og Ingimundur sagði það ekkert með frammistöðuna í kvöld að gera. „Við höfum æfðum vel í sumar og frá byrjun ágúst. Við eigum að gera betur. „Við tókum sex góða æfingaleiki og vorum sáttir með það. Við fórum í góða æfingaferð til Ísafjarðar. Við vorum mjög ánægðir með hana. Við erum bara ekki ánægðir með það sem við sýndum í kvöld,“ sagði Ingimundur.Vísir/StefánArnór átti flottan leik í marki ÍR og varði 15 skot (39%).vísir/stefánIngimundur er á sínu öðru tímabili með Akureyri.vísir/stefánvísir/stefán Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Sjá meira
ÍR lagði Akureyri 25-23 á heimavelli í 1. umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. ÍR var 12-11 yfir í hálfleik. Akureyri byrjaði leikinn vel með Tomas Olason góðan í markinu í byrjun. Akureyri náði mest þriggja marka forystu en ÍR náði að jafna þegar níu mínútur voru til hálfleiks og komast yfir fyrir hálfleikinn. ÍR-ingar náðu að leysa sóknarleik Akureyrar er leið á leikinn og náðu heimamenn sér vel á strik í varnarleiknum stóran hluta leiksins sem skilaði hraðaupphlaupum sem í raun skildu á milli í lokin. ÍR náði að breyta stöðunni úr 20-18 í 24-18 þegar liðið hélt markinu hreinu í níu mínútur en ekki stóð steinn yfir steini í sóknarleik Akureyrar á þeim kafla. Akureyri kastaði boltanum ítrekað frá sér og átti í mestum vandræðum með að ná skoti á markið. Nokkur haustbragur var á leik liðanna en nái ÍR að leika þessa vörn í vetur þarf liðið ekki að hafa miklar áhyggjur þó liðinu sé spáð slöku gengi. Akureyri leit vel út í andartak í dag. Liðið byrjaði vel eins áður segir en er leið á leikinn varð sóknarleikur liðsins einhæfur, hægur og slakur. Tomas byrjaði leikinn vel í markinu áður en ÍR fann leiðina í gegnum vörn gestanna og fékk jafnan auðveld færi en Hreiðar Leví Guðmundsson náði sér vel á strik eftir að hann kom inn á seint í leiknum. Arnór Freyr Stefánsson var góður í marki ÍR og eins vakti Ingi Rafn Róbertsson athygli með vaskri frammistöðu en hann fær það hlutverk að fylla skarð Björgvins Þórs Hólmgeirssonar í liðið ÍR.Arnór: Mikilvægt að byrja mótið vel Arnór Freyr Stefánsson átti mjög góðan leik í marki ÍR og var sérstaklega sterkur í seinni hálfleik þegar ÍR lagði grunninn að sigrinum með frábærum níu mínútna kafla þar sem Akureyri náði ekki að skora. „Það er mikilvægt að byrja mótið vel og standa vel, það er mjög gott að fá bara 23 mörk á sig,“ sagði Arnór Freyr. „Þetta small ágætlega. Við unnum vel saman. Við vorum að prófa nýja vörn sem er skemmtilegt. Það var aðeins skrekkur í byrjun.“ Arnóri gæti ekki verið meira sama þó liðinu sé aðeins spáð 7. sæti af þjálfurum, fyrirliðum og formönnum liðanna í deildinni. „Spá er spá, mér er alveg sama. Ég hugsa bara um hvern leik fyrir sig og hverja æfingu fyrir sig. Við sjáum hverju það skilar okkur. „Við spiluðum góða vörn gegn fínu sóknarliði. Menn voru aðeins að púsla sig saman í byrjun. „Það kom kafli þar sem við náðum að keyra á þá, vinna boltann og keyra í bakið á þeim. Það er einn styrkleiki sem við höfum og við nýttum hann vel í kvöld,“ sagði Arnór.Ingimundur: Þetta var ekki gott Ingimundur Ingimundarson mætti á sinn gamla heimavöll með Akureyri í kvöld og var allt annað en sáttur við leik síns liðs. „Það voru ágætis augnablik hjá okkur í byrjun leiks en þeim fór fækkandi er leið á leikinn. Við vorum sjálfum okkur verstir í kvöld,“ sagði Ingimundur. „Við framkvæmdum ekki það sem við erum búnir að æfa og þegar við framkvæmdum það þá gerðum við það ekki af nægum krafti. Við gerðum ekki það sem við ætluðum að gera. „Fyrir utan byrjunina þá náðum við aldrei þessu flæði sem við viljum ná og það kom aldrei þetta sjálfstraust í sóknarleikinn. Þetta var ekki gott í kvöld. Við gerum meiri kröfu en þetta.“ Nokkuð hefur verið rætt um að Akureyri nái ekki að leika eins marga æfingaleiki og liðin á höfuðborgarsvæðinu og Ingimundur sagði það ekkert með frammistöðuna í kvöld að gera. „Við höfum æfðum vel í sumar og frá byrjun ágúst. Við eigum að gera betur. „Við tókum sex góða æfingaleiki og vorum sáttir með það. Við fórum í góða æfingaferð til Ísafjarðar. Við vorum mjög ánægðir með hana. Við erum bara ekki ánægðir með það sem við sýndum í kvöld,“ sagði Ingimundur.Vísir/StefánArnór átti flottan leik í marki ÍR og varði 15 skot (39%).vísir/stefánIngimundur er á sínu öðru tímabili með Akureyri.vísir/stefánvísir/stefán
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Sjá meira