Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Akureyri 25-23 | Sterkur sigur hjá ÍR Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 10. september 2015 21:15 vísir/stefán ÍR lagði Akureyri 25-23 á heimavelli í 1. umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. ÍR var 12-11 yfir í hálfleik. Akureyri byrjaði leikinn vel með Tomas Olason góðan í markinu í byrjun. Akureyri náði mest þriggja marka forystu en ÍR náði að jafna þegar níu mínútur voru til hálfleiks og komast yfir fyrir hálfleikinn. ÍR-ingar náðu að leysa sóknarleik Akureyrar er leið á leikinn og náðu heimamenn sér vel á strik í varnarleiknum stóran hluta leiksins sem skilaði hraðaupphlaupum sem í raun skildu á milli í lokin. ÍR náði að breyta stöðunni úr 20-18 í 24-18 þegar liðið hélt markinu hreinu í níu mínútur en ekki stóð steinn yfir steini í sóknarleik Akureyrar á þeim kafla. Akureyri kastaði boltanum ítrekað frá sér og átti í mestum vandræðum með að ná skoti á markið. Nokkur haustbragur var á leik liðanna en nái ÍR að leika þessa vörn í vetur þarf liðið ekki að hafa miklar áhyggjur þó liðinu sé spáð slöku gengi. Akureyri leit vel út í andartak í dag. Liðið byrjaði vel eins áður segir en er leið á leikinn varð sóknarleikur liðsins einhæfur, hægur og slakur. Tomas byrjaði leikinn vel í markinu áður en ÍR fann leiðina í gegnum vörn gestanna og fékk jafnan auðveld færi en Hreiðar Leví Guðmundsson náði sér vel á strik eftir að hann kom inn á seint í leiknum. Arnór Freyr Stefánsson var góður í marki ÍR og eins vakti Ingi Rafn Róbertsson athygli með vaskri frammistöðu en hann fær það hlutverk að fylla skarð Björgvins Þórs Hólmgeirssonar í liðið ÍR.Arnór: Mikilvægt að byrja mótið vel Arnór Freyr Stefánsson átti mjög góðan leik í marki ÍR og var sérstaklega sterkur í seinni hálfleik þegar ÍR lagði grunninn að sigrinum með frábærum níu mínútna kafla þar sem Akureyri náði ekki að skora. „Það er mikilvægt að byrja mótið vel og standa vel, það er mjög gott að fá bara 23 mörk á sig,“ sagði Arnór Freyr. „Þetta small ágætlega. Við unnum vel saman. Við vorum að prófa nýja vörn sem er skemmtilegt. Það var aðeins skrekkur í byrjun.“ Arnóri gæti ekki verið meira sama þó liðinu sé aðeins spáð 7. sæti af þjálfurum, fyrirliðum og formönnum liðanna í deildinni. „Spá er spá, mér er alveg sama. Ég hugsa bara um hvern leik fyrir sig og hverja æfingu fyrir sig. Við sjáum hverju það skilar okkur. „Við spiluðum góða vörn gegn fínu sóknarliði. Menn voru aðeins að púsla sig saman í byrjun. „Það kom kafli þar sem við náðum að keyra á þá, vinna boltann og keyra í bakið á þeim. Það er einn styrkleiki sem við höfum og við nýttum hann vel í kvöld,“ sagði Arnór.Ingimundur: Þetta var ekki gott Ingimundur Ingimundarson mætti á sinn gamla heimavöll með Akureyri í kvöld og var allt annað en sáttur við leik síns liðs. „Það voru ágætis augnablik hjá okkur í byrjun leiks en þeim fór fækkandi er leið á leikinn. Við vorum sjálfum okkur verstir í kvöld,“ sagði Ingimundur. „Við framkvæmdum ekki það sem við erum búnir að æfa og þegar við framkvæmdum það þá gerðum við það ekki af nægum krafti. Við gerðum ekki það sem við ætluðum að gera. „Fyrir utan byrjunina þá náðum við aldrei þessu flæði sem við viljum ná og það kom aldrei þetta sjálfstraust í sóknarleikinn. Þetta var ekki gott í kvöld. Við gerum meiri kröfu en þetta.“ Nokkuð hefur verið rætt um að Akureyri nái ekki að leika eins marga æfingaleiki og liðin á höfuðborgarsvæðinu og Ingimundur sagði það ekkert með frammistöðuna í kvöld að gera. „Við höfum æfðum vel í sumar og frá byrjun ágúst. Við eigum að gera betur. „Við tókum sex góða æfingaleiki og vorum sáttir með það. Við fórum í góða æfingaferð til Ísafjarðar. Við vorum mjög ánægðir með hana. Við erum bara ekki ánægðir með það sem við sýndum í kvöld,“ sagði Ingimundur.Vísir/StefánArnór átti flottan leik í marki ÍR og varði 15 skot (39%).vísir/stefánIngimundur er á sínu öðru tímabili með Akureyri.vísir/stefánvísir/stefán Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fleiri fréttir Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Sjá meira
ÍR lagði Akureyri 25-23 á heimavelli í 1. umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. ÍR var 12-11 yfir í hálfleik. Akureyri byrjaði leikinn vel með Tomas Olason góðan í markinu í byrjun. Akureyri náði mest þriggja marka forystu en ÍR náði að jafna þegar níu mínútur voru til hálfleiks og komast yfir fyrir hálfleikinn. ÍR-ingar náðu að leysa sóknarleik Akureyrar er leið á leikinn og náðu heimamenn sér vel á strik í varnarleiknum stóran hluta leiksins sem skilaði hraðaupphlaupum sem í raun skildu á milli í lokin. ÍR náði að breyta stöðunni úr 20-18 í 24-18 þegar liðið hélt markinu hreinu í níu mínútur en ekki stóð steinn yfir steini í sóknarleik Akureyrar á þeim kafla. Akureyri kastaði boltanum ítrekað frá sér og átti í mestum vandræðum með að ná skoti á markið. Nokkur haustbragur var á leik liðanna en nái ÍR að leika þessa vörn í vetur þarf liðið ekki að hafa miklar áhyggjur þó liðinu sé spáð slöku gengi. Akureyri leit vel út í andartak í dag. Liðið byrjaði vel eins áður segir en er leið á leikinn varð sóknarleikur liðsins einhæfur, hægur og slakur. Tomas byrjaði leikinn vel í markinu áður en ÍR fann leiðina í gegnum vörn gestanna og fékk jafnan auðveld færi en Hreiðar Leví Guðmundsson náði sér vel á strik eftir að hann kom inn á seint í leiknum. Arnór Freyr Stefánsson var góður í marki ÍR og eins vakti Ingi Rafn Róbertsson athygli með vaskri frammistöðu en hann fær það hlutverk að fylla skarð Björgvins Þórs Hólmgeirssonar í liðið ÍR.Arnór: Mikilvægt að byrja mótið vel Arnór Freyr Stefánsson átti mjög góðan leik í marki ÍR og var sérstaklega sterkur í seinni hálfleik þegar ÍR lagði grunninn að sigrinum með frábærum níu mínútna kafla þar sem Akureyri náði ekki að skora. „Það er mikilvægt að byrja mótið vel og standa vel, það er mjög gott að fá bara 23 mörk á sig,“ sagði Arnór Freyr. „Þetta small ágætlega. Við unnum vel saman. Við vorum að prófa nýja vörn sem er skemmtilegt. Það var aðeins skrekkur í byrjun.“ Arnóri gæti ekki verið meira sama þó liðinu sé aðeins spáð 7. sæti af þjálfurum, fyrirliðum og formönnum liðanna í deildinni. „Spá er spá, mér er alveg sama. Ég hugsa bara um hvern leik fyrir sig og hverja æfingu fyrir sig. Við sjáum hverju það skilar okkur. „Við spiluðum góða vörn gegn fínu sóknarliði. Menn voru aðeins að púsla sig saman í byrjun. „Það kom kafli þar sem við náðum að keyra á þá, vinna boltann og keyra í bakið á þeim. Það er einn styrkleiki sem við höfum og við nýttum hann vel í kvöld,“ sagði Arnór.Ingimundur: Þetta var ekki gott Ingimundur Ingimundarson mætti á sinn gamla heimavöll með Akureyri í kvöld og var allt annað en sáttur við leik síns liðs. „Það voru ágætis augnablik hjá okkur í byrjun leiks en þeim fór fækkandi er leið á leikinn. Við vorum sjálfum okkur verstir í kvöld,“ sagði Ingimundur. „Við framkvæmdum ekki það sem við erum búnir að æfa og þegar við framkvæmdum það þá gerðum við það ekki af nægum krafti. Við gerðum ekki það sem við ætluðum að gera. „Fyrir utan byrjunina þá náðum við aldrei þessu flæði sem við viljum ná og það kom aldrei þetta sjálfstraust í sóknarleikinn. Þetta var ekki gott í kvöld. Við gerum meiri kröfu en þetta.“ Nokkuð hefur verið rætt um að Akureyri nái ekki að leika eins marga æfingaleiki og liðin á höfuðborgarsvæðinu og Ingimundur sagði það ekkert með frammistöðuna í kvöld að gera. „Við höfum æfðum vel í sumar og frá byrjun ágúst. Við eigum að gera betur. „Við tókum sex góða æfingaleiki og vorum sáttir með það. Við fórum í góða æfingaferð til Ísafjarðar. Við vorum mjög ánægðir með hana. Við erum bara ekki ánægðir með það sem við sýndum í kvöld,“ sagði Ingimundur.Vísir/StefánArnór átti flottan leik í marki ÍR og varði 15 skot (39%).vísir/stefánIngimundur er á sínu öðru tímabili með Akureyri.vísir/stefánvísir/stefán
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fleiri fréttir Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Sjá meira