Arnar: Besti maður Íslands á þessu móti eru stuðningsmennirnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 16:30 Stuðningsmenn íslenska landsliðsins í Berlín. Vísir/Valli Arnar Guðjónsson, annar aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins, var ánægður með frammistöðu strákanna í gær þrátt fyrir tap á móti Spáni. „Við spiluðum góðan körfubolta. Við mættum Serbíu sem var í úrslitum á HM og daginn eftir vorum við að mæta liði sem er talið vera annað besta lið heims," sagði Arnar Guðjónsson eftir leikinn í gær. „Við spiluðum rosalega vel en okkur er farið virkilega að eygja fyrir sigri og það er alveg kominn tími á hann. Við erum að spila mjög vel en okkur vantar þennan sigur. Vonandi kemur hann á morgun (í dag)," sagði Arnar en framundan er lokaleikur íslenska liðsins á Evrópumótinu sem verður á móti Tyrkjum í kvöld. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að við vinnum bestu körfuboltaþjóðir í heimi en við höfum samt sem áður spilað gríðarlega vel á mótinu. Fyrri hálfleikarnir á móti Serbum og Spánverjum voru sem dæmi frábærir," sagði Arnar. „Vonandi náum við góðum 40 mínútum á móti Tyrkjum sem eru líka mjög góðir. Þeir eru ekki alveg jafngóðir og Spánn og Serbíu en hörkulið," sagði Arnar. Íslensku strákarnir hafa fengið vel að kynnast þeirri taktík mótherjanna að ráðast á íslenska teiginn. „Það fara allir inn í teig á móti Íslendingum. Ef liðin gera það ekki þá á að reka þjálfarana um leið," sagði Arnar. „Tyrkirnir eru með Semih Erden undir körfunni hjá sér. Hann er ekki Gasol-góður en gríðarlega góður í körfubolta," sagði Arnar. „Það ætti að vera í verkahring okkar þjálfaranna að reyna að búa til orku í okkar leikmönnum. Það að hafa þúsund manns klappandi fyrir sér eftir leikinn þangað til að húsverðirnir fara að hóta því að slökkva ljósin, gefur alveg óhemjumikla orku. Það hefur hjálpað okkur svo mikið að maður á ekki orð til að lýsa því," sagði Arnar. „Ég held að orkan komi rosalega mikið frá þessu fólki sem er hérna. Það er búið að vera stórkostlegt. Besti maður Íslands á þessu móti eru þessi þúsund upp í stúku. Ég vona að þau haldi áfram á morgun (í dag) og hafi trú á okkur áfram. Við trúum og þegar þau eru með okkur þá getur allt gerst," sagði Arnar að lokum. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Enginn í Berlín hefur tekið fleiri sóknarfráköst en Hlynur Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hefur verið öflugur í sóknarfráköstunum í fyrstu fjórum leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu en hann hefur tekist flest sóknarfráköst í B-riðlinum. 10. september 2015 13:00 Bara þrjár þjóðir hafa skorað fleiri þrista í einum leik á EM Íslenska körfuboltalandsliðið skoraði ellefu þriggja stiga körfur í tapleiknum á móti Spáni í gær en það var einn besti þrista-leikurinn hjá einu liði á Evrópumótinu í ár. 10. september 2015 15:00 Ísland tapaði fyrir Spáni | Myndaveisla Ísland tapaði sínum fjórða leik í röð á Evrópumótinu í körfubolta þegar íslensku strákarnir biðu lægri hlut fyrir gríðarlega sterku liði Spánverja, 73-99. 9. september 2015 23:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30 Strákarnir þurfa að stíga Tyrki út í kvöld Ísland leikur lokaleik sinn á Eurobasket í kvöld gegn Tyrklandi en Tyrkirnir hafa tekið flest sóknarfráköst á mótinu hingað til. Hafa leikmenn tyrkneska landsliðsins tekið niður að meðtali 14,5 sóknarfrákast í leik. 10. september 2015 16:00 Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjá meira
Arnar Guðjónsson, annar aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins, var ánægður með frammistöðu strákanna í gær þrátt fyrir tap á móti Spáni. „Við spiluðum góðan körfubolta. Við mættum Serbíu sem var í úrslitum á HM og daginn eftir vorum við að mæta liði sem er talið vera annað besta lið heims," sagði Arnar Guðjónsson eftir leikinn í gær. „Við spiluðum rosalega vel en okkur er farið virkilega að eygja fyrir sigri og það er alveg kominn tími á hann. Við erum að spila mjög vel en okkur vantar þennan sigur. Vonandi kemur hann á morgun (í dag)," sagði Arnar en framundan er lokaleikur íslenska liðsins á Evrópumótinu sem verður á móti Tyrkjum í kvöld. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að við vinnum bestu körfuboltaþjóðir í heimi en við höfum samt sem áður spilað gríðarlega vel á mótinu. Fyrri hálfleikarnir á móti Serbum og Spánverjum voru sem dæmi frábærir," sagði Arnar. „Vonandi náum við góðum 40 mínútum á móti Tyrkjum sem eru líka mjög góðir. Þeir eru ekki alveg jafngóðir og Spánn og Serbíu en hörkulið," sagði Arnar. Íslensku strákarnir hafa fengið vel að kynnast þeirri taktík mótherjanna að ráðast á íslenska teiginn. „Það fara allir inn í teig á móti Íslendingum. Ef liðin gera það ekki þá á að reka þjálfarana um leið," sagði Arnar. „Tyrkirnir eru með Semih Erden undir körfunni hjá sér. Hann er ekki Gasol-góður en gríðarlega góður í körfubolta," sagði Arnar. „Það ætti að vera í verkahring okkar þjálfaranna að reyna að búa til orku í okkar leikmönnum. Það að hafa þúsund manns klappandi fyrir sér eftir leikinn þangað til að húsverðirnir fara að hóta því að slökkva ljósin, gefur alveg óhemjumikla orku. Það hefur hjálpað okkur svo mikið að maður á ekki orð til að lýsa því," sagði Arnar. „Ég held að orkan komi rosalega mikið frá þessu fólki sem er hérna. Það er búið að vera stórkostlegt. Besti maður Íslands á þessu móti eru þessi þúsund upp í stúku. Ég vona að þau haldi áfram á morgun (í dag) og hafi trú á okkur áfram. Við trúum og þegar þau eru með okkur þá getur allt gerst," sagði Arnar að lokum.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Enginn í Berlín hefur tekið fleiri sóknarfráköst en Hlynur Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hefur verið öflugur í sóknarfráköstunum í fyrstu fjórum leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu en hann hefur tekist flest sóknarfráköst í B-riðlinum. 10. september 2015 13:00 Bara þrjár þjóðir hafa skorað fleiri þrista í einum leik á EM Íslenska körfuboltalandsliðið skoraði ellefu þriggja stiga körfur í tapleiknum á móti Spáni í gær en það var einn besti þrista-leikurinn hjá einu liði á Evrópumótinu í ár. 10. september 2015 15:00 Ísland tapaði fyrir Spáni | Myndaveisla Ísland tapaði sínum fjórða leik í röð á Evrópumótinu í körfubolta þegar íslensku strákarnir biðu lægri hlut fyrir gríðarlega sterku liði Spánverja, 73-99. 9. september 2015 23:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30 Strákarnir þurfa að stíga Tyrki út í kvöld Ísland leikur lokaleik sinn á Eurobasket í kvöld gegn Tyrklandi en Tyrkirnir hafa tekið flest sóknarfráköst á mótinu hingað til. Hafa leikmenn tyrkneska landsliðsins tekið niður að meðtali 14,5 sóknarfrákast í leik. 10. september 2015 16:00 Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjá meira
Enginn í Berlín hefur tekið fleiri sóknarfráköst en Hlynur Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hefur verið öflugur í sóknarfráköstunum í fyrstu fjórum leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu en hann hefur tekist flest sóknarfráköst í B-riðlinum. 10. september 2015 13:00
Bara þrjár þjóðir hafa skorað fleiri þrista í einum leik á EM Íslenska körfuboltalandsliðið skoraði ellefu þriggja stiga körfur í tapleiknum á móti Spáni í gær en það var einn besti þrista-leikurinn hjá einu liði á Evrópumótinu í ár. 10. september 2015 15:00
Ísland tapaði fyrir Spáni | Myndaveisla Ísland tapaði sínum fjórða leik í röð á Evrópumótinu í körfubolta þegar íslensku strákarnir biðu lægri hlut fyrir gríðarlega sterku liði Spánverja, 73-99. 9. september 2015 23:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30
Strákarnir þurfa að stíga Tyrki út í kvöld Ísland leikur lokaleik sinn á Eurobasket í kvöld gegn Tyrklandi en Tyrkirnir hafa tekið flest sóknarfráköst á mótinu hingað til. Hafa leikmenn tyrkneska landsliðsins tekið niður að meðtali 14,5 sóknarfrákast í leik. 10. september 2015 16:00
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti