Haukur: Erum með bestu áhorfendur sem hægt er að hugsa sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 15:30 Haukur Helgi í baráttunni gegn Spánverjum í gær. Vísir/Valli Haukur Helgi Pálsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa fengið frábæran stuðning á Evrópumótinu í Berlín. Íslenska liðið hefur kannski tapað öllum fjórum leikjum sínum en stuðningurinn úr stúkunni hefur verið magnaður ekki síst eftir leik þegar sungið er fyrir íslensku strákana þrátt fyrir töp. „Við verðum að vinna einn leik fyrir áhorfendurna okkar," sagði Haukur Helgi Pálsson um markmið dagsins þegar íslenska landsliðið mætir Tyrkjum í lokaleik sínum á Evrópumótinu í Berlín. Hvar ætla strákarnir að finna orkuna fyrir fimmta leikinn á aðeins sex dögum? „Við verðum bara að halda áfram að gera það sem við höfum verið að gera. Við þurfum að finna orkuna í sjálfum okkur og hjá liðsfélögunum og stuðningsmönnum," sagði Haukur. Stúkan hefur verið fagurblá og syngjandi nær allan tímann í síðustu leikjum. „Þetta er bestu áhorfendur sem hægt er að hugsa sér. Það er ekki hægt að biðja um neitt meira. Þau gefa manni klárlega orku. Hvert klapp gefur manni eitthvað auka," sagði Haukur. Haukur var ekki ánægður með sumar villurnar sem hann var að fá í leiknum í gær. „Ég lenti í smá villuvandræðum í gær en veit ekki af hverju. Hvort það hafi verið af því að við erum litla Ísland og þeir Spánn. Mér fannst svolítið verið að gefa þeim það sem þeir vildu," sagði Haukur. Haukur þrjá þrista í þriðja leikhlutanum og endaði leikinn næststigahæstur í íslenska liðinu með 14 stig. „Ég hitti ágætlega í þriðja leikhlutanum og koma mér þá í gang. Það var fínt," sagði Haukur sem hitti úr 3 af 4 þriggja stiga skotum sínum í umræddum þriðja leikhluta. „Klakarnir eru búnir að virka hingað til og ég verð bara að halda áfram að kæla mig niður," sagði Haukur að lokum en hann var þá með klakapoka á báðum hnjám og öðrum lærinu. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Bara þrjár þjóðir hafa skorað fleiri þrista í einum leik á EM Íslenska körfuboltalandsliðið skoraði ellefu þriggja stiga körfur í tapleiknum á móti Spáni í gær en það var einn besti þrista-leikurinn hjá einu liði á Evrópumótinu í ár. 10. september 2015 15:00 Ísland á 60% af "gömlu“ körlunum Íslenska karlalandsliðið spilaði í gær fjórða leik sinn á fimm dögum á Evrópumótinu í körfubolta. Mikið álag er á íslenska liðinu sem er það elsta í B-riðlinum 10. september 2015 06:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30 Hörður Axel: Ætlum að koma út úr þessu móti með sigur "Við ætlum að reyna að koma út úr þessu móti með sigur. Við gefum allt í þennan leik gegn Tyrkjum og það er ekki morgundagur eftir morgundaginn. Nú getum við keyrt okkur alveg gjörsamlega út," segir Hörður Axel. 10. september 2015 11:00 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa fengið frábæran stuðning á Evrópumótinu í Berlín. Íslenska liðið hefur kannski tapað öllum fjórum leikjum sínum en stuðningurinn úr stúkunni hefur verið magnaður ekki síst eftir leik þegar sungið er fyrir íslensku strákana þrátt fyrir töp. „Við verðum að vinna einn leik fyrir áhorfendurna okkar," sagði Haukur Helgi Pálsson um markmið dagsins þegar íslenska landsliðið mætir Tyrkjum í lokaleik sínum á Evrópumótinu í Berlín. Hvar ætla strákarnir að finna orkuna fyrir fimmta leikinn á aðeins sex dögum? „Við verðum bara að halda áfram að gera það sem við höfum verið að gera. Við þurfum að finna orkuna í sjálfum okkur og hjá liðsfélögunum og stuðningsmönnum," sagði Haukur. Stúkan hefur verið fagurblá og syngjandi nær allan tímann í síðustu leikjum. „Þetta er bestu áhorfendur sem hægt er að hugsa sér. Það er ekki hægt að biðja um neitt meira. Þau gefa manni klárlega orku. Hvert klapp gefur manni eitthvað auka," sagði Haukur. Haukur var ekki ánægður með sumar villurnar sem hann var að fá í leiknum í gær. „Ég lenti í smá villuvandræðum í gær en veit ekki af hverju. Hvort það hafi verið af því að við erum litla Ísland og þeir Spánn. Mér fannst svolítið verið að gefa þeim það sem þeir vildu," sagði Haukur. Haukur þrjá þrista í þriðja leikhlutanum og endaði leikinn næststigahæstur í íslenska liðinu með 14 stig. „Ég hitti ágætlega í þriðja leikhlutanum og koma mér þá í gang. Það var fínt," sagði Haukur sem hitti úr 3 af 4 þriggja stiga skotum sínum í umræddum þriðja leikhluta. „Klakarnir eru búnir að virka hingað til og ég verð bara að halda áfram að kæla mig niður," sagði Haukur að lokum en hann var þá með klakapoka á báðum hnjám og öðrum lærinu.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Bara þrjár þjóðir hafa skorað fleiri þrista í einum leik á EM Íslenska körfuboltalandsliðið skoraði ellefu þriggja stiga körfur í tapleiknum á móti Spáni í gær en það var einn besti þrista-leikurinn hjá einu liði á Evrópumótinu í ár. 10. september 2015 15:00 Ísland á 60% af "gömlu“ körlunum Íslenska karlalandsliðið spilaði í gær fjórða leik sinn á fimm dögum á Evrópumótinu í körfubolta. Mikið álag er á íslenska liðinu sem er það elsta í B-riðlinum 10. september 2015 06:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30 Hörður Axel: Ætlum að koma út úr þessu móti með sigur "Við ætlum að reyna að koma út úr þessu móti með sigur. Við gefum allt í þennan leik gegn Tyrkjum og það er ekki morgundagur eftir morgundaginn. Nú getum við keyrt okkur alveg gjörsamlega út," segir Hörður Axel. 10. september 2015 11:00 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
Bara þrjár þjóðir hafa skorað fleiri þrista í einum leik á EM Íslenska körfuboltalandsliðið skoraði ellefu þriggja stiga körfur í tapleiknum á móti Spáni í gær en það var einn besti þrista-leikurinn hjá einu liði á Evrópumótinu í ár. 10. september 2015 15:00
Ísland á 60% af "gömlu“ körlunum Íslenska karlalandsliðið spilaði í gær fjórða leik sinn á fimm dögum á Evrópumótinu í körfubolta. Mikið álag er á íslenska liðinu sem er það elsta í B-riðlinum 10. september 2015 06:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30
Hörður Axel: Ætlum að koma út úr þessu móti með sigur "Við ætlum að reyna að koma út úr þessu móti með sigur. Við gefum allt í þennan leik gegn Tyrkjum og það er ekki morgundagur eftir morgundaginn. Nú getum við keyrt okkur alveg gjörsamlega út," segir Hörður Axel. 10. september 2015 11:00