Stöð 2 Sport sýnir einn leik úr NFL í hverri umferð | Deildin hefst í kvöld Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. september 2015 12:00 Einn af bestu leikstjórnendum sögunnar, Peyton Manning. Vísir/Getty Sýnt verður frá einum leik í viku i NFL-deildinni á Stöð 2 Sport í vetur en NFL tímabilið hefst í kvöld með leik New England Patriots og Pittsburg Steelers. Verður sýnt frá leik Denver Broncos og Baltimore Ravens í fyrstu umferð en leikurinn hefst klukkan 20.00 á sunnudaginn. NFL tímabilið hefst í kvöld með leik ríkjandi meistaranna í New England Patriots og Pittsburgh Steelers og verður Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, með liðinu í kvöld eftir að hafa unnið mál fyrir framan dómstólum sem úrskurðaði leikbann hans ógilt. Var Brady upphaflega dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir aðild sína að málinu þegar lofti var dælt úr boltunum fyrir leik Patriots og Indianapolis Colts í úrslitakeppni í AFC-deildinni í úrslitakeppni síðasta tímabils. Þótti hinsvegar enginn grundvöllur fyrir banninu að mati dómstóla sem úrskurðuðu bannið ólögmætt og getur hann því leikið með liði sínu í kvöld.Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots og einn af þeim bestu í sögunni.Vísir/GettyStöð 2 Sport sýnir frá leik Denver Broncos og Baltimore Ravens á sunnudaginn en mikil pressa er á liði Denver Broncos í ár. Verður þetta líklegast síðasta tímabil hins goðsagnakennda Peyton Manning en talið er að hann leggi skónna á hilluna að tímabilinu loknu eftir átján tímabil í deildinni. Það eru heldur fleiri spurningarmerki um Baltimore Ravens en liðið missti útherjann Torrey Smith til San Fransisco 49ers í vor. Mun því eflaust mikið mæða á nýliðanum Breshad Perriman og hinum 36 árs gamla Steve Smith Sr. í útherjastöðunni í vetur en helsta spurningarmerki liðsins fyrir tímabilið er sóknarleikurinn. Það eru ýmsir aðrir spennandi leikir í 1. umferð NFL-deildarinnar en þar má m.a. nefna leik Buccaneeers og Titans þar sem efstu tveir leikmennirnir úr nýliðavalinu í vor, leikstjórnendurnir Jameis Winston og Marcus Mariota mætast. Fyrsta umferðin í NFL-deildinni:Fimmtudagur New England Patriots - Pittsburgh SteelersSunnudagur Chicago Bears - Green Bay Packers Houston Texans - Kansas City Chiefs New York Jets - Cleveland Browns Buffalo Bills - Indianapolis Colts Washington Redskins - Miami Dolphins Jacksonville Jaguars - Carolina Panthers St. Louis Rams - Seattle Seahawks Arizona Cardinals - New Orleans Saints San Diego Chargers - Detroit Lions Tampa Bay Buccaneers - Tennessee Titans Oakland Raiders - Cincinnati Bengals Denver Broncos - Baltimore Ravens, í beinni á Stöð 2 Sport. Dallas Cowboys - New York GiantsMánudagur Atlanta Falcons - Philadelphia Eagles San Fransisco 49ers - Minnesota Vikings NFL Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar Sjá meira
Sýnt verður frá einum leik í viku i NFL-deildinni á Stöð 2 Sport í vetur en NFL tímabilið hefst í kvöld með leik New England Patriots og Pittsburg Steelers. Verður sýnt frá leik Denver Broncos og Baltimore Ravens í fyrstu umferð en leikurinn hefst klukkan 20.00 á sunnudaginn. NFL tímabilið hefst í kvöld með leik ríkjandi meistaranna í New England Patriots og Pittsburgh Steelers og verður Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, með liðinu í kvöld eftir að hafa unnið mál fyrir framan dómstólum sem úrskurðaði leikbann hans ógilt. Var Brady upphaflega dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir aðild sína að málinu þegar lofti var dælt úr boltunum fyrir leik Patriots og Indianapolis Colts í úrslitakeppni í AFC-deildinni í úrslitakeppni síðasta tímabils. Þótti hinsvegar enginn grundvöllur fyrir banninu að mati dómstóla sem úrskurðuðu bannið ólögmætt og getur hann því leikið með liði sínu í kvöld.Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots og einn af þeim bestu í sögunni.Vísir/GettyStöð 2 Sport sýnir frá leik Denver Broncos og Baltimore Ravens á sunnudaginn en mikil pressa er á liði Denver Broncos í ár. Verður þetta líklegast síðasta tímabil hins goðsagnakennda Peyton Manning en talið er að hann leggi skónna á hilluna að tímabilinu loknu eftir átján tímabil í deildinni. Það eru heldur fleiri spurningarmerki um Baltimore Ravens en liðið missti útherjann Torrey Smith til San Fransisco 49ers í vor. Mun því eflaust mikið mæða á nýliðanum Breshad Perriman og hinum 36 árs gamla Steve Smith Sr. í útherjastöðunni í vetur en helsta spurningarmerki liðsins fyrir tímabilið er sóknarleikurinn. Það eru ýmsir aðrir spennandi leikir í 1. umferð NFL-deildarinnar en þar má m.a. nefna leik Buccaneeers og Titans þar sem efstu tveir leikmennirnir úr nýliðavalinu í vor, leikstjórnendurnir Jameis Winston og Marcus Mariota mætast. Fyrsta umferðin í NFL-deildinni:Fimmtudagur New England Patriots - Pittsburgh SteelersSunnudagur Chicago Bears - Green Bay Packers Houston Texans - Kansas City Chiefs New York Jets - Cleveland Browns Buffalo Bills - Indianapolis Colts Washington Redskins - Miami Dolphins Jacksonville Jaguars - Carolina Panthers St. Louis Rams - Seattle Seahawks Arizona Cardinals - New Orleans Saints San Diego Chargers - Detroit Lions Tampa Bay Buccaneers - Tennessee Titans Oakland Raiders - Cincinnati Bengals Denver Broncos - Baltimore Ravens, í beinni á Stöð 2 Sport. Dallas Cowboys - New York GiantsMánudagur Atlanta Falcons - Philadelphia Eagles San Fransisco 49ers - Minnesota Vikings
NFL Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar Sjá meira