Dýrari en Perlan en ódýrari en Harpa Snærós Sindradóttir skrifar 10. september 2015 07:00 Að mati formanns KSÍ væri hægðarleikur að fylla stærri völl því uppselt hafi verið á alla karlalandsleiki síðastliðin ár. Kostnaður og stærð nýs þjóðarleikvangs eru langt frá hugmyndum þeirra sem hafa verið hvað mest stórhuga í umræðunni síðustu daga, að mati Geirs Þorsteinssonar formanns KSÍ. Hann segir umræðu um fimmtán til tuttugu milljarða króna leikvang algjörlega úr lausu lofti gripna. „Við höfum aldrei látið okkur dreyma um slíkar fjárhæðir.“ Síðastliðin ár hefur völlurinn aðeins fyllst á leikjum karlalandsliðsins í fótbolta, sem fara fram á vellinum þrisvar til fimm sinnum á ári. En þá komast líka færri að en vilja.Geir ÞorsteinssonHugmyndir KSÍ um nýjan þjóðarleikvang á Laugardalsvelli snúa að því að loka vellinum af í báða enda með stúkum og þannig fjölga sætum úr tíu þúsundum og í tuttugu þúsund. Framtíðardraumarnir eru að byggja þak yfir völlinn til að veita meira skjól. Til þess þyrfti meðal annars að taka hlaupabrautina, sem nú er í stórum sveig fyrir aftan mörk vallarins. „Ef það á að loka vellinum af og byggja stúku til endanna þá verða þær að vera svona fimm til tíu metrum fyrir aftan mörkin. Við viljum byggja venjulegan ferhyrndan völl,“ segir Geir. Reykjavíkurborg er eigandi Laugardalsvallar. Geir segir að fjölbreyttari starfsemi en fótboltaleikir yrði að fara fram í húsinu. „Reykjavík hlýtur að þurfa að eiga einn svona viðburðastað þar sem fólk getur komið saman á stóra menningarviðburði og við getum notað í fótboltaleiki nokkrum sinnum á ári.“Guðmundur Kristján Jónsson„Innan þessarar stóru lóðar sem Laugardalsvöllur afmarkar gæti til dæmis verið heilsuhótel, á besta stað borgarinnar. Stúkan á móti gömlu stúkunni hefur ekkert líf nema þegar leikið er á vellinum. Það er ekki okkar draumur að byggja einhver sæti sem myndu standa auð,“ segir Geir og bætir við: „Ég held að þeir sem eru stórhuga gagnvart viðburðum og menningu í Reykjavík, yfirvöld, ættu að sjá fyrir sér menningarviðburðahús þar sem gætu verið ráðstefnur og tónleikar í vaxandi höfuðborg.“ KSÍ tilkynnti í gær að til samstarfs hefði verið stofnað við ráðgjafarfyrirtækið Borgarbrag um að leiða vinnu við kostnaðaráætlun og kanna möguleikann á byggingu vettvangsins. Guðmundur Kristján Jónsson, framkvæmdastjóri Borgarbrags, segir ekki tímabært að nefna kostnað við leikvanginn. „Það er ómögulegt að segja hvað mannvirkið mun kosta ef af því verður. Klárlega myndi þetta hlaupa á einhverjum milljörðum en hvort þeir verða fimm, tíu eða fimmtán, það er ómögulegt að segja,“ segir Guðmundur. Hann segir að þeirra fyrsta skref sé að ræða við hagsmunaaðila, svo sem Reykjavíkurborg og íþróttahreyfinguna. Í kjölfarið væri svo ráðist í þarfagreiningu. „Ég myndi ekki segja að það stæði til að raska umhverfinu meira en hefur verið gert, eða að fara inn á nýja byggingareiti. Yfirbyggingin sem slík, hvort það verður þak á vellinum eða ekki, er seinni tíma mál.“ Alþingi Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Kostnaður og stærð nýs þjóðarleikvangs eru langt frá hugmyndum þeirra sem hafa verið hvað mest stórhuga í umræðunni síðustu daga, að mati Geirs Þorsteinssonar formanns KSÍ. Hann segir umræðu um fimmtán til tuttugu milljarða króna leikvang algjörlega úr lausu lofti gripna. „Við höfum aldrei látið okkur dreyma um slíkar fjárhæðir.“ Síðastliðin ár hefur völlurinn aðeins fyllst á leikjum karlalandsliðsins í fótbolta, sem fara fram á vellinum þrisvar til fimm sinnum á ári. En þá komast líka færri að en vilja.Geir ÞorsteinssonHugmyndir KSÍ um nýjan þjóðarleikvang á Laugardalsvelli snúa að því að loka vellinum af í báða enda með stúkum og þannig fjölga sætum úr tíu þúsundum og í tuttugu þúsund. Framtíðardraumarnir eru að byggja þak yfir völlinn til að veita meira skjól. Til þess þyrfti meðal annars að taka hlaupabrautina, sem nú er í stórum sveig fyrir aftan mörk vallarins. „Ef það á að loka vellinum af og byggja stúku til endanna þá verða þær að vera svona fimm til tíu metrum fyrir aftan mörkin. Við viljum byggja venjulegan ferhyrndan völl,“ segir Geir. Reykjavíkurborg er eigandi Laugardalsvallar. Geir segir að fjölbreyttari starfsemi en fótboltaleikir yrði að fara fram í húsinu. „Reykjavík hlýtur að þurfa að eiga einn svona viðburðastað þar sem fólk getur komið saman á stóra menningarviðburði og við getum notað í fótboltaleiki nokkrum sinnum á ári.“Guðmundur Kristján Jónsson„Innan þessarar stóru lóðar sem Laugardalsvöllur afmarkar gæti til dæmis verið heilsuhótel, á besta stað borgarinnar. Stúkan á móti gömlu stúkunni hefur ekkert líf nema þegar leikið er á vellinum. Það er ekki okkar draumur að byggja einhver sæti sem myndu standa auð,“ segir Geir og bætir við: „Ég held að þeir sem eru stórhuga gagnvart viðburðum og menningu í Reykjavík, yfirvöld, ættu að sjá fyrir sér menningarviðburðahús þar sem gætu verið ráðstefnur og tónleikar í vaxandi höfuðborg.“ KSÍ tilkynnti í gær að til samstarfs hefði verið stofnað við ráðgjafarfyrirtækið Borgarbrag um að leiða vinnu við kostnaðaráætlun og kanna möguleikann á byggingu vettvangsins. Guðmundur Kristján Jónsson, framkvæmdastjóri Borgarbrags, segir ekki tímabært að nefna kostnað við leikvanginn. „Það er ómögulegt að segja hvað mannvirkið mun kosta ef af því verður. Klárlega myndi þetta hlaupa á einhverjum milljörðum en hvort þeir verða fimm, tíu eða fimmtán, það er ómögulegt að segja,“ segir Guðmundur. Hann segir að þeirra fyrsta skref sé að ræða við hagsmunaaðila, svo sem Reykjavíkurborg og íþróttahreyfinguna. Í kjölfarið væri svo ráðist í þarfagreiningu. „Ég myndi ekki segja að það stæði til að raska umhverfinu meira en hefur verið gert, eða að fara inn á nýja byggingareiti. Yfirbyggingin sem slík, hvort það verður þak á vellinum eða ekki, er seinni tíma mál.“
Alþingi Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira