Þungar áhyggjur á Landspítalanum af yfirvofandi verkföllum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. september 2015 19:01 Mikill meirihluti sjúkraliða og SFR félaga samþykkti í dag að fara í verkfall. Á fimmta þúsund ríkisstarfsmanna leggja niður störf eftir rúmar tvær vikur ef kjarasamningar nást ekki fyrir þann tíma. Stór hluti þeirra starfar á Landspítalanum og segir forstjórinn ljóst að eitthvað sé að kerfi sem leiði til sífelldra verkfalla á heilbrigðisstofnunum.Árni Stefán Jónsson, formaður SFR.Niðurstaðan mjög afgerandi Sjúkraliðafélag Íslands, SFR-stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband lögreglumanna hafa síðan í vor staðið í sameiginlegum kjaraviðræðum við ríkið. Deilan er í algjörum hnút og lítið hefur þokast í samkomulagsátt. Í dag kynntu forsvarsmenn félaganna þriggja niðurstöðu úr kosningu sjúkraliða og SFR félaga um verkfallsboðun en lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt. Ríflega 90 prósent sjúkraliða samþykktu að fara í verkfall og 85 prósent SFR félaga. Kosningaþáttaka var á bilinu 64-70 prósent. „Niðurstaðan er mjög afgerandi í þessum kosningum. Það er mikill mikill meirihluti félagsmanna okkar sem vilja fara í þessar aðgerðir og ná þeim ávinningi sem við höfum lagt upp með,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR. „Það eru rúmlega níutíu, níutíu og eitt prósent, sem segja já við því að fara í verkfall. Meira getur maður ekki beðið um upp á að vera ljóst hvað fólk vill. Í raun og veru má segja að maður finni bara fyrir mikilli ábyrgðartilfinningu þegar maður horfir á þessar tölur og hvað í vændum er,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands.Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.Mynd/LandspítalinnEnn eitt verkfallið sem skaðar Landspítalann Verkfallsaðgerðirnar hefjast 15. október ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann tíma. Þær ná til ríflega 1.100 sjúkraliða sem starfa hjá ríkinu og hátt í 3.700 félagsmanna SFR en undanþágulistar verða þó á nokkrum stofnunum. Um styttri verkföll er að ræða til að byrja með hjá sumum hópum en allsherjarverkfall hefst strax 15. október á fjórum stofnunum. „Það eru Landspítalinn, ríkisskattstjóri, það er tollstjóri og það eru sýslumannsembættin á landinu,“ segir Árni Stefán. Verði af verkfallsaðgerðunum er þetta enn eitt verkfallið sem hefur mikil áhrif á starfsemi Landspítalans á tæpu ári. Ríflega 1.600 starfsmenn spítalans eru í stéttarfélögunum tveimur. „Ég verð að segja það að við höfum þungar áhyggjur,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. „Nú bætast enn við ný verkföll og það er varla að þeim síðustu sé lokið með þeim uppsögnum sem í kjölfarið fylgdu. Þannig að ég hef áhyggjur af áhrifunum, á Landspítalann og okkar starfsfólk og þó fyrst og fremst á sjúklinga, af þessum sífelldu skærum sem hafa nú staðið í næstum því ár.“ Páll segir endurtekin verkföll starfsfólks á heilbrigðisstofnunum taka á. „Það er alveg ljóst að það er eitthvað að kerfi sem að leiðir til þessara verkfalla,“ segir hann. „Ég er ekki að segja að fólk eigi ekki að hafa verkfallsrétt. Ég er að tala um kerfið í heild og ég bendi nú á að ríkissáttasemjari hefur nú verið að tala fyrir öðruvísi samráði og öðruvísi kerfi í kringum kjaradeilur sem dregur úr líkunum að til verkfalls leiði.“ Síðasti samningafundur deiluaðila var haldinn fyrir viku og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Aðgerðirnar snúa mest að fjórum stofnunum Verkfallsaðgerðir SRF og SLFÍ hefjast að óbreyttu 15. næsta mánaðar. Hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítala, sýslumannsembætta, ríkisskattstjóra og tollsins. Blanda af skærum og allsherjarverkfalli. Kjöri um verkfall lýkur á þriðjudag. 26. september 2015 07:00 Þúsund starfsmenn Landspítalans gætu lagt niður störf Grafalvarleg staða er uppi í kjarasamningsviðræðum SFR, en ef af verkfalli SFR og Sjúkraliðafélags Íslands, munu um eitt þúsund manns á Landspítalanum leggja niður störf. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir er hafin og lýkur á þriðjudag. 24. september 2015 17:45 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Mikill meirihluti sjúkraliða og SFR félaga samþykkti í dag að fara í verkfall. Á fimmta þúsund ríkisstarfsmanna leggja niður störf eftir rúmar tvær vikur ef kjarasamningar nást ekki fyrir þann tíma. Stór hluti þeirra starfar á Landspítalanum og segir forstjórinn ljóst að eitthvað sé að kerfi sem leiði til sífelldra verkfalla á heilbrigðisstofnunum.Árni Stefán Jónsson, formaður SFR.Niðurstaðan mjög afgerandi Sjúkraliðafélag Íslands, SFR-stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband lögreglumanna hafa síðan í vor staðið í sameiginlegum kjaraviðræðum við ríkið. Deilan er í algjörum hnút og lítið hefur þokast í samkomulagsátt. Í dag kynntu forsvarsmenn félaganna þriggja niðurstöðu úr kosningu sjúkraliða og SFR félaga um verkfallsboðun en lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt. Ríflega 90 prósent sjúkraliða samþykktu að fara í verkfall og 85 prósent SFR félaga. Kosningaþáttaka var á bilinu 64-70 prósent. „Niðurstaðan er mjög afgerandi í þessum kosningum. Það er mikill mikill meirihluti félagsmanna okkar sem vilja fara í þessar aðgerðir og ná þeim ávinningi sem við höfum lagt upp með,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR. „Það eru rúmlega níutíu, níutíu og eitt prósent, sem segja já við því að fara í verkfall. Meira getur maður ekki beðið um upp á að vera ljóst hvað fólk vill. Í raun og veru má segja að maður finni bara fyrir mikilli ábyrgðartilfinningu þegar maður horfir á þessar tölur og hvað í vændum er,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands.Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.Mynd/LandspítalinnEnn eitt verkfallið sem skaðar Landspítalann Verkfallsaðgerðirnar hefjast 15. október ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann tíma. Þær ná til ríflega 1.100 sjúkraliða sem starfa hjá ríkinu og hátt í 3.700 félagsmanna SFR en undanþágulistar verða þó á nokkrum stofnunum. Um styttri verkföll er að ræða til að byrja með hjá sumum hópum en allsherjarverkfall hefst strax 15. október á fjórum stofnunum. „Það eru Landspítalinn, ríkisskattstjóri, það er tollstjóri og það eru sýslumannsembættin á landinu,“ segir Árni Stefán. Verði af verkfallsaðgerðunum er þetta enn eitt verkfallið sem hefur mikil áhrif á starfsemi Landspítalans á tæpu ári. Ríflega 1.600 starfsmenn spítalans eru í stéttarfélögunum tveimur. „Ég verð að segja það að við höfum þungar áhyggjur,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. „Nú bætast enn við ný verkföll og það er varla að þeim síðustu sé lokið með þeim uppsögnum sem í kjölfarið fylgdu. Þannig að ég hef áhyggjur af áhrifunum, á Landspítalann og okkar starfsfólk og þó fyrst og fremst á sjúklinga, af þessum sífelldu skærum sem hafa nú staðið í næstum því ár.“ Páll segir endurtekin verkföll starfsfólks á heilbrigðisstofnunum taka á. „Það er alveg ljóst að það er eitthvað að kerfi sem að leiðir til þessara verkfalla,“ segir hann. „Ég er ekki að segja að fólk eigi ekki að hafa verkfallsrétt. Ég er að tala um kerfið í heild og ég bendi nú á að ríkissáttasemjari hefur nú verið að tala fyrir öðruvísi samráði og öðruvísi kerfi í kringum kjaradeilur sem dregur úr líkunum að til verkfalls leiði.“ Síðasti samningafundur deiluaðila var haldinn fyrir viku og hefur nýr fundur ekki verið boðaður.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Aðgerðirnar snúa mest að fjórum stofnunum Verkfallsaðgerðir SRF og SLFÍ hefjast að óbreyttu 15. næsta mánaðar. Hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítala, sýslumannsembætta, ríkisskattstjóra og tollsins. Blanda af skærum og allsherjarverkfalli. Kjöri um verkfall lýkur á þriðjudag. 26. september 2015 07:00 Þúsund starfsmenn Landspítalans gætu lagt niður störf Grafalvarleg staða er uppi í kjarasamningsviðræðum SFR, en ef af verkfalli SFR og Sjúkraliðafélags Íslands, munu um eitt þúsund manns á Landspítalanum leggja niður störf. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir er hafin og lýkur á þriðjudag. 24. september 2015 17:45 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Aðgerðirnar snúa mest að fjórum stofnunum Verkfallsaðgerðir SRF og SLFÍ hefjast að óbreyttu 15. næsta mánaðar. Hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítala, sýslumannsembætta, ríkisskattstjóra og tollsins. Blanda af skærum og allsherjarverkfalli. Kjöri um verkfall lýkur á þriðjudag. 26. september 2015 07:00
Þúsund starfsmenn Landspítalans gætu lagt niður störf Grafalvarleg staða er uppi í kjarasamningsviðræðum SFR, en ef af verkfalli SFR og Sjúkraliðafélags Íslands, munu um eitt þúsund manns á Landspítalanum leggja niður störf. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir er hafin og lýkur á þriðjudag. 24. september 2015 17:45