Haukur Helgi til Þýskalands Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. september 2015 13:09 Haukur Helgi Pálsson tekur slaginn í Þýskalandi næstu vikurnar. vísir/valli Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, er búinn að finna sér lið, en hann er að ganga frá sex vikna samningi við þýska 1. deildar liðið Mitteldeutscher BC. Hörður Axel Vilhjálmsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, spilaði með MBC í fyrra og fyrir tveimur árum, en yfirgaf þýska félagið og spilar nú í Grikklandi. „Ég fékk tilboð í morgun um að fara út í sex vikur sem geta orðið átta vikur og svo er möguleiki á að klára tímabilið ef ég stend mig vel,“ segir Haukur Helgi í samtali við Vísi. MBC varð fyrir því áfalli að missa lykilmann í meiðsli og á Haukur Helgi að fylla hans skarð næstu vikurnar. Hann verður hjá MBC í 6-8 vikur en gæti svo klárað tímabilið ef þýska félagið vill halda honum. „Ég fer bara út í nótt og svo er fyrsti leikur á laugardaginn. Þarna fæ ég allavega að æfa með góðu liði og keppa á móti góðum liðum. Það eru allavega meiri möguleikar fyrir mig að skrifa undir hjá liði úti með því að spila þarna heldur en að vera hérna heima og gera ekki neitt,“ segir Haukur Helgi sem hefur tröllatrú á að hann geti heillað menn hjá MBC. „Ég fer bara þarna út og læt eins og ég sé bestur. Það er eina leiðin,“ segir hann. Haukur Helgi var á leið í viðræður við nokkur íslensk félög áður en tilboðið kom í morgun. „Ég var á leið á fund með nokkrum liðum hér heima í dag en svo kom þetta tilboð bara klukkan sjö í morgun. Ég hringdi í öll liðin og þau óskuðu mér góðs gengis. Þau vildu helst að ég færi út,“ segir Haukur Helgi Pálsson. Haukur Helgi spilað með LF Basket í Svíþjóð á síðustu leiktíð þar sem hann stóð sig vel, en hann var svo einn af bestu mönnum Íslands á EM í Berlín sem kláraðist fyrr í þessum mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, er búinn að finna sér lið, en hann er að ganga frá sex vikna samningi við þýska 1. deildar liðið Mitteldeutscher BC. Hörður Axel Vilhjálmsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, spilaði með MBC í fyrra og fyrir tveimur árum, en yfirgaf þýska félagið og spilar nú í Grikklandi. „Ég fékk tilboð í morgun um að fara út í sex vikur sem geta orðið átta vikur og svo er möguleiki á að klára tímabilið ef ég stend mig vel,“ segir Haukur Helgi í samtali við Vísi. MBC varð fyrir því áfalli að missa lykilmann í meiðsli og á Haukur Helgi að fylla hans skarð næstu vikurnar. Hann verður hjá MBC í 6-8 vikur en gæti svo klárað tímabilið ef þýska félagið vill halda honum. „Ég fer bara út í nótt og svo er fyrsti leikur á laugardaginn. Þarna fæ ég allavega að æfa með góðu liði og keppa á móti góðum liðum. Það eru allavega meiri möguleikar fyrir mig að skrifa undir hjá liði úti með því að spila þarna heldur en að vera hérna heima og gera ekki neitt,“ segir Haukur Helgi sem hefur tröllatrú á að hann geti heillað menn hjá MBC. „Ég fer bara þarna út og læt eins og ég sé bestur. Það er eina leiðin,“ segir hann. Haukur Helgi var á leið í viðræður við nokkur íslensk félög áður en tilboðið kom í morgun. „Ég var á leið á fund með nokkrum liðum hér heima í dag en svo kom þetta tilboð bara klukkan sjö í morgun. Ég hringdi í öll liðin og þau óskuðu mér góðs gengis. Þau vildu helst að ég færi út,“ segir Haukur Helgi Pálsson. Haukur Helgi spilað með LF Basket í Svíþjóð á síðustu leiktíð þar sem hann stóð sig vel, en hann var svo einn af bestu mönnum Íslands á EM í Berlín sem kláraðist fyrr í þessum mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Sjá meira