Íslenski boltinn

Kristján um spark Viktors Bjarka: Þetta er bara ofbeldi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Víkingur og Fylkir áttust við í 21. og næstsíðustu umferð Pepsi-deildar karla í gær.



Hvorugt liðið hafði að neinu að keppa og leikurinn var í daufari kantinum og lyktaði með markalausu jafntefli.

Þótt mörkin hafi vantað var nóg um tæklingar og pústra í leiknum og að sérfræðinga Pepsi-markanna, Hjartar Hjartarson og Kristjáns Guðmundssonar, hefði Viktor Bjarki Arnarsson, leikmaður Víkings, átt að fjúka af velli þegar hann virtist sparka viljandi í Fylkismanninn Ragnar Braga Sveinsson.

„Ragnar Bragi virðist fella Viktor Bjarka en þetta hér er alltaf rautt spjald,“ sagði Hjörtur um spark Viktors Bjarka. Kristján tók í sama streng.

„Þetta er bara ofbeldi á knattspyrnuvellinum. Þetta er vont og æsir Fylkismennina og þjálfarann örugglega upp að sjá svona meðferð á leikmanni sínum,“ sagði Kristján og vísaði til þess að Hermanni Hreiðarssyni, þjálfara Fylkis, var vísað af velli í hálfleiknum fyrir mótmæli. Þetta var í annað sinn í sumar sem Hermann er rekinn af velli en hann tók við Fylkisliðinu um mitt sumar af Ásmundi Arnarssyni.

Atvikið og umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×