Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - ÍBV 23-34 | ÍBV númeri of stórt fyrir nýliðana Kristinn Páll Teitsson í Hertz-höllinni skrifar 25. september 2015 20:30 Vísir/vilhelm ÍBV reyndist númeri of stórt fyrir nýliða Gróttu í lokaleik 4. umferðar Olís-deildar karla í kvöld en leiknum lauk með 11 marka sigri Eyjamanna.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. ÍBV náði þegar mest var fjórtán marka forskoti í leiknum og var sigurinn ekki í hættu allt frá tíundu mínútu. Það var vitað að verkefnið yrði erfitt fyrir nýliða Gróttu í dag er þeir tóku á móti ríkjandi bikarmeisturunum en ÍBV var spáð efsta sæti í árlegri spá formanna, þjálfara og fyrirliða á meðan Gróttu var spáð fallsæti. Þrátt fyrir það var baráttuhugur í leikmönnum Gróttu fyrstu tíu mínútur leiksins og komust þeir 4-3 yfir þegar tólf mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik. Strax í næstu sókn fékk Þráinn Orri Jónsson, leikmaður Gróttu, tveggja mínútna brottvísun en það virtist vekja leikmenn ÍBV til lífsins. Betra flæði kom í sóknarleik liðsins á sama tíma og vörn liðsins skellti í lás og fór liðið að fá auðveld mörk úr hraðaupphlaupum. Leikmenn Gróttu voru að tapa boltanum trekk í trekk í sóknarleiknum og tókst ÍBV að ná góðu forskoti strax um miðbik fyrri hálfleiks. Fengu Eyjamenn fimm mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik á sama tíma og Grótta fékk aðeins eitt og tóku gestirnir fyrir vikið níu marka forskot inn í hálfleik í stöðunni 8-17. Eyjamenn gerðu endanlega út um leikinn strax á fyrstu átta mínútum leiksins með sterkum varnarleik sem skapaði hraðaupphlaupstækifæri. Var munurinn kominn í fjórtán mörk á áttundu mínútu seinni hálfleiks og leiknum lokið, aðeins spurning hver munurinn yrði að leik loknum. Leikmönnum Gróttu tókst aðeins að saxa á forskotið þegar ÍBV fór að dreifa álaginu á leikmannahópinn en þeir voru aldrei nálægt því að jafna metin og lauk leiknum með 34-23 sigri ÍBV. Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, ætti ekki að lenda í neinum vandræðum við að finna út hvað fór úrskeiðis í kvöld. Tapaðir boltar, trekk í trekk, kostuðu liðið í leiknum og auðvelduðu líf Eyjamanna í leiknum. Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, getur verið ánægður með leik sinna manna, en þeir nýttu sér mistök leikmanna Gróttu í leiknum og einfaldlega keyrðu yfir heimamenn með góðum rispum í fyrri og seinni hálfleik. Fyrir vikið gat Arnar leyft sér að hvíla leikmenn í seinni hálfleik enda var forskotið aldrei í hættu.Ekkert gekk hjá leikmönnum Gróttu í kvöld.Vísir/VilhlemGunnar: Leyfðum ÍBV að valta yfir okkur í dag „Þetta var hörmungarframmistaða hjá mínu liði eftir ágætis byrjun,“ sagði Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, ómyrkur í máli, aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í dag. „Við litum ágætlega út fyrstu tíu mínúturnar en eftir það hrynur leikur okkar og þeir keyra yfir okkur. Við leyfðum þeim einfaldlega að valta yfir okkur.“ Eftir tíu mínútur var staðan jöfn en eftir það settu leikmenn ÍBV í fluggír. „Við fórum að taka ákvarðanir í sóknarleiknum of snemma, við vorum að gera það vel fram að því en eftir það förum við í ákvörðunartöku sem voru bara eins og sjálfsmorðshugleiðingar. Þetta var nákvæmlega það sem ÍBV vildu og þeir komust inn í marga bolta og refsuðu okkur.“ Gunnar segist hafa skrifað hjá sér átján tapaða bolta í fyrri hálfleik. „Ég skrifaði hjá mér átján tapaða bolta í fyrri hálfleik, ég man í raun ekki eftir að hafa séð þessar tölur í fyrri hálfleik. Við hættum að hlaupa til baka og gáfumst einfaldlega upp, við getum ekki boðið upp á þetta fyrir framan áhorfendurnar okkar hérna á heimavelli.“ ÍBV leiddi með níu mörkum í hálfleik og fór munurinn mest upp í fjórtán mörk í upphafi seinni hálfleiks. „Við reyndum að brjóta þetta eitthvað upp en þeir bættu bara við og leikurinn kláraðist bara mjög snemma í seinni hálfleik.“ „Þetta var hörmungarframmistaða hjá mínu liði eftir ágætis byrjun,“ sagði Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, ómyrkur í máli, aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í dag. „Við litum ágætlega út fyrstu tíu mínúturnar en eftir það hrynur leikur okkar og þeir keyra yfir okkur. Við leyfðum þeim einfaldlega að valta yfir okkur.“ Eftir tíu mínútur var staðan jöfn en eftir það settu leikmenn ÍBV í fluggír. „Við fórum að taka ákvarðanir í sóknarleiknum of snemma, við vorum að gera það vel fram að því en eftir það förum við í ákvörðunartöku sem voru bara eins og sjálfsmorðshugleiðingar. Þetta var nákvæmlega það sem ÍBV vildu og þeir komust inn í marga bolta og refsuðu okkur.“ Gunnar segist hafa skrifað hjá sér átján tapaða bolta í fyrri hálfleik. „Ég skrifaði hjá mér átján tapaða bolta í fyrri hálfleik, ég man í raun ekki eftir að hafa séð þessar tölur í fyrri hálfleik. Við hættum að hlaupa til baka og gáfumst einfaldlega upp, við getum ekki boðið upp á þetta fyrir framan áhorfendurnar okkar hérna á heimavelli.“ ÍBV leiddi með níu mörkum í hálfleik og fór munurinn mest upp í fjórtán mörk í upphafi seinni hálfleiks. „Við reyndum að brjóta þetta eitthvað upp en þeir bættu bara við og leikurinn kláraðist bara mjög snemma í seinni hálfleik.“Magnús var öflugur í varnarleik ÍBV í kvöld.Vísir/VilhelmMagnús: Mjög sannfærandi í dag „Þetta var mjög sannfærandi, það er búið að vera stígandi í liðinu eftir misheppnaða byrjun,“ sagði Magnús Stefánsson, leikmaður ÍBV, sáttur eftir leikinn. „Þetta var framhald á fyrri hálfleiknum úr leiknum gegn Haukum og við náðum að koma því inn í leikinn í dag.“ Magnús sagði að það hefði enginn í liði ÍBV vanmetið Gróttu fyrir leik dagsins. „Við undirbjuggum okkur vel því við vissum að þeir myndu byrja þetta af krafti. Þeir eru með flott lið, ungir og sprækir strákar með reynsluboltum inn á milli.“ ÍBV gerði út um leikinn með því að ná níu marka forskoti í fyrri hálfleik en forskotið fór upp í 14 mörk í seinni hálfleik. „Við vorum þéttir allan leikinn og héldum okkar taktík sem þjálfararnir lögðu upp með. Við spilum þannig vörn að önnur lið fara að hiksta í sóknarleiknum gegn okkur.“vísir/vilhelmvísir/vilhelm Olís-deild karla Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Sjá meira
ÍBV reyndist númeri of stórt fyrir nýliða Gróttu í lokaleik 4. umferðar Olís-deildar karla í kvöld en leiknum lauk með 11 marka sigri Eyjamanna.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. ÍBV náði þegar mest var fjórtán marka forskoti í leiknum og var sigurinn ekki í hættu allt frá tíundu mínútu. Það var vitað að verkefnið yrði erfitt fyrir nýliða Gróttu í dag er þeir tóku á móti ríkjandi bikarmeisturunum en ÍBV var spáð efsta sæti í árlegri spá formanna, þjálfara og fyrirliða á meðan Gróttu var spáð fallsæti. Þrátt fyrir það var baráttuhugur í leikmönnum Gróttu fyrstu tíu mínútur leiksins og komust þeir 4-3 yfir þegar tólf mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik. Strax í næstu sókn fékk Þráinn Orri Jónsson, leikmaður Gróttu, tveggja mínútna brottvísun en það virtist vekja leikmenn ÍBV til lífsins. Betra flæði kom í sóknarleik liðsins á sama tíma og vörn liðsins skellti í lás og fór liðið að fá auðveld mörk úr hraðaupphlaupum. Leikmenn Gróttu voru að tapa boltanum trekk í trekk í sóknarleiknum og tókst ÍBV að ná góðu forskoti strax um miðbik fyrri hálfleiks. Fengu Eyjamenn fimm mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik á sama tíma og Grótta fékk aðeins eitt og tóku gestirnir fyrir vikið níu marka forskot inn í hálfleik í stöðunni 8-17. Eyjamenn gerðu endanlega út um leikinn strax á fyrstu átta mínútum leiksins með sterkum varnarleik sem skapaði hraðaupphlaupstækifæri. Var munurinn kominn í fjórtán mörk á áttundu mínútu seinni hálfleiks og leiknum lokið, aðeins spurning hver munurinn yrði að leik loknum. Leikmönnum Gróttu tókst aðeins að saxa á forskotið þegar ÍBV fór að dreifa álaginu á leikmannahópinn en þeir voru aldrei nálægt því að jafna metin og lauk leiknum með 34-23 sigri ÍBV. Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, ætti ekki að lenda í neinum vandræðum við að finna út hvað fór úrskeiðis í kvöld. Tapaðir boltar, trekk í trekk, kostuðu liðið í leiknum og auðvelduðu líf Eyjamanna í leiknum. Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, getur verið ánægður með leik sinna manna, en þeir nýttu sér mistök leikmanna Gróttu í leiknum og einfaldlega keyrðu yfir heimamenn með góðum rispum í fyrri og seinni hálfleik. Fyrir vikið gat Arnar leyft sér að hvíla leikmenn í seinni hálfleik enda var forskotið aldrei í hættu.Ekkert gekk hjá leikmönnum Gróttu í kvöld.Vísir/VilhlemGunnar: Leyfðum ÍBV að valta yfir okkur í dag „Þetta var hörmungarframmistaða hjá mínu liði eftir ágætis byrjun,“ sagði Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, ómyrkur í máli, aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í dag. „Við litum ágætlega út fyrstu tíu mínúturnar en eftir það hrynur leikur okkar og þeir keyra yfir okkur. Við leyfðum þeim einfaldlega að valta yfir okkur.“ Eftir tíu mínútur var staðan jöfn en eftir það settu leikmenn ÍBV í fluggír. „Við fórum að taka ákvarðanir í sóknarleiknum of snemma, við vorum að gera það vel fram að því en eftir það förum við í ákvörðunartöku sem voru bara eins og sjálfsmorðshugleiðingar. Þetta var nákvæmlega það sem ÍBV vildu og þeir komust inn í marga bolta og refsuðu okkur.“ Gunnar segist hafa skrifað hjá sér átján tapaða bolta í fyrri hálfleik. „Ég skrifaði hjá mér átján tapaða bolta í fyrri hálfleik, ég man í raun ekki eftir að hafa séð þessar tölur í fyrri hálfleik. Við hættum að hlaupa til baka og gáfumst einfaldlega upp, við getum ekki boðið upp á þetta fyrir framan áhorfendurnar okkar hérna á heimavelli.“ ÍBV leiddi með níu mörkum í hálfleik og fór munurinn mest upp í fjórtán mörk í upphafi seinni hálfleiks. „Við reyndum að brjóta þetta eitthvað upp en þeir bættu bara við og leikurinn kláraðist bara mjög snemma í seinni hálfleik.“ „Þetta var hörmungarframmistaða hjá mínu liði eftir ágætis byrjun,“ sagði Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, ómyrkur í máli, aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í dag. „Við litum ágætlega út fyrstu tíu mínúturnar en eftir það hrynur leikur okkar og þeir keyra yfir okkur. Við leyfðum þeim einfaldlega að valta yfir okkur.“ Eftir tíu mínútur var staðan jöfn en eftir það settu leikmenn ÍBV í fluggír. „Við fórum að taka ákvarðanir í sóknarleiknum of snemma, við vorum að gera það vel fram að því en eftir það förum við í ákvörðunartöku sem voru bara eins og sjálfsmorðshugleiðingar. Þetta var nákvæmlega það sem ÍBV vildu og þeir komust inn í marga bolta og refsuðu okkur.“ Gunnar segist hafa skrifað hjá sér átján tapaða bolta í fyrri hálfleik. „Ég skrifaði hjá mér átján tapaða bolta í fyrri hálfleik, ég man í raun ekki eftir að hafa séð þessar tölur í fyrri hálfleik. Við hættum að hlaupa til baka og gáfumst einfaldlega upp, við getum ekki boðið upp á þetta fyrir framan áhorfendurnar okkar hérna á heimavelli.“ ÍBV leiddi með níu mörkum í hálfleik og fór munurinn mest upp í fjórtán mörk í upphafi seinni hálfleiks. „Við reyndum að brjóta þetta eitthvað upp en þeir bættu bara við og leikurinn kláraðist bara mjög snemma í seinni hálfleik.“Magnús var öflugur í varnarleik ÍBV í kvöld.Vísir/VilhelmMagnús: Mjög sannfærandi í dag „Þetta var mjög sannfærandi, það er búið að vera stígandi í liðinu eftir misheppnaða byrjun,“ sagði Magnús Stefánsson, leikmaður ÍBV, sáttur eftir leikinn. „Þetta var framhald á fyrri hálfleiknum úr leiknum gegn Haukum og við náðum að koma því inn í leikinn í dag.“ Magnús sagði að það hefði enginn í liði ÍBV vanmetið Gróttu fyrir leik dagsins. „Við undirbjuggum okkur vel því við vissum að þeir myndu byrja þetta af krafti. Þeir eru með flott lið, ungir og sprækir strákar með reynsluboltum inn á milli.“ ÍBV gerði út um leikinn með því að ná níu marka forskoti í fyrri hálfleik en forskotið fór upp í 14 mörk í seinni hálfleik. „Við vorum þéttir allan leikinn og héldum okkar taktík sem þjálfararnir lögðu upp með. Við spilum þannig vörn að önnur lið fara að hiksta í sóknarleiknum gegn okkur.“vísir/vilhelmvísir/vilhelm
Olís-deild karla Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Sjá meira