Hælisleitendum boðið í réttir og hvalaskoðun Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 25. september 2015 07:00 Julie Ingham hjá Rauða krossinum Félagsstarf hælisleitenda fer fram undir dyggri stjórn Julie Ingham verkefnisstjóra hjá Rauða Krossinum í Garðabæ og Hafnarfirði. Hún segir skipta miklu máli að aðstoða hælisleitendur þegar þeir koma til landsins. Þeir séu berskjaldaðir og undir miklu andlegu álag. „Svo þegar þeir sækja um hæli fá þeir miklar upplýsingar á stuttum tíma, fara í viðtal til lögreglu, félagsþjónustu og útlendingastofnun og sumir með mjög litla enskukunnáttu. Á meðan ferlið stendur yfir er fólk sett í búsetuúrræði með fólki sem þeir þekkja ekki og þá er tilhneiging til einangrunar. Þetta félagsstarf sem við sinnum er því afar mikilvægt. Við erum með sjálfboðaliða sem fer í heimsóknir til hælisleitenda og býður þeim með sér í félagsstarfið.“ Félagsstarfið er margs konar. Einu sinni í viku er Rauði Krossinn með opið hús fyrir hælisleitendur og reglulega er farið í skoðunarferðir. „Þá gefst fólki tækifæri til þess að hitta annað fólk, sjálfboðaliða og fólk frá mismunandi menningarheimi og ef til vill aðra sem tala sama tungumál. Þá förum við í ýmsar skoðunarferðir því það er nauðsynlegt að fólk þekki nágrenni sitt,“ segir hún en í september hafa hælisleitendur farið í réttir á Hraðastöðum, farið í heimsókn til Viðeyjar og í hvalaskoðun.Í gær var boðið upp á fría klippingu, margt í félagsstarfinu er til staðar vegna góðvildar fólks. Fréttablaðið/VilhelmÍ gær var hælisleitendum boðið í fría klippingu, þriðja árs nemar í hársgreiðslu buðu fram þjónustu sína. Julie segir félagsstarfið reiða sig á sjálfboðalið og góðgjörðir. „Hvalaskoðunarfyrirtæki hér í borg býður okkur reglulega í fríar ferðir og þá hefur Borgarsögusafnið boðið hælisleitendum frítt á söfn, Strætó keyrði okkur í réttir á Hraðastaði um daginn eftir að ég skoraði á þá að Vera næs sem er átak á vegum Rauða Krossins, þeir tóku vel í það sem var ánægjulegt.“ Hún segir starfið mikilvægan þátt því að efla traust hælisleitenda á íslensku samfélagi en um leið læra af menningu þeirra. „Opin hús eru vettvangur fyrir fólk, í því felast tækifæri því hælisleitendur mynda tengsl við landið, hér er líka beðið um íslenskukennslu og veittar upplýsingar um íslenska menningu. Við erum fyrst og fremst að mynda tengsl og byggja traust. Fólk kemur jafnvel aftur þegar það hefur fengið hæli og tekur þátt í félagslífinu.“ Flóttamenn Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Félagsstarf hælisleitenda fer fram undir dyggri stjórn Julie Ingham verkefnisstjóra hjá Rauða Krossinum í Garðabæ og Hafnarfirði. Hún segir skipta miklu máli að aðstoða hælisleitendur þegar þeir koma til landsins. Þeir séu berskjaldaðir og undir miklu andlegu álag. „Svo þegar þeir sækja um hæli fá þeir miklar upplýsingar á stuttum tíma, fara í viðtal til lögreglu, félagsþjónustu og útlendingastofnun og sumir með mjög litla enskukunnáttu. Á meðan ferlið stendur yfir er fólk sett í búsetuúrræði með fólki sem þeir þekkja ekki og þá er tilhneiging til einangrunar. Þetta félagsstarf sem við sinnum er því afar mikilvægt. Við erum með sjálfboðaliða sem fer í heimsóknir til hælisleitenda og býður þeim með sér í félagsstarfið.“ Félagsstarfið er margs konar. Einu sinni í viku er Rauði Krossinn með opið hús fyrir hælisleitendur og reglulega er farið í skoðunarferðir. „Þá gefst fólki tækifæri til þess að hitta annað fólk, sjálfboðaliða og fólk frá mismunandi menningarheimi og ef til vill aðra sem tala sama tungumál. Þá förum við í ýmsar skoðunarferðir því það er nauðsynlegt að fólk þekki nágrenni sitt,“ segir hún en í september hafa hælisleitendur farið í réttir á Hraðastöðum, farið í heimsókn til Viðeyjar og í hvalaskoðun.Í gær var boðið upp á fría klippingu, margt í félagsstarfinu er til staðar vegna góðvildar fólks. Fréttablaðið/VilhelmÍ gær var hælisleitendum boðið í fría klippingu, þriðja árs nemar í hársgreiðslu buðu fram þjónustu sína. Julie segir félagsstarfið reiða sig á sjálfboðalið og góðgjörðir. „Hvalaskoðunarfyrirtæki hér í borg býður okkur reglulega í fríar ferðir og þá hefur Borgarsögusafnið boðið hælisleitendum frítt á söfn, Strætó keyrði okkur í réttir á Hraðastaði um daginn eftir að ég skoraði á þá að Vera næs sem er átak á vegum Rauða Krossins, þeir tóku vel í það sem var ánægjulegt.“ Hún segir starfið mikilvægan þátt því að efla traust hælisleitenda á íslensku samfélagi en um leið læra af menningu þeirra. „Opin hús eru vettvangur fyrir fólk, í því felast tækifæri því hælisleitendur mynda tengsl við landið, hér er líka beðið um íslenskukennslu og veittar upplýsingar um íslenska menningu. Við erum fyrst og fremst að mynda tengsl og byggja traust. Fólk kemur jafnvel aftur þegar það hefur fengið hæli og tekur þátt í félagslífinu.“
Flóttamenn Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira