Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Valur 22-25 | Valur tók Reykjavíkurslaginn Stefán Árni Pálsson í Framhúsinu skrifar 24. september 2015 21:45 Vísir/vilhelm Valur vann baráttuna um Reykjavík þegar liðið lagði Fram, 22-25, í Safamýrinni í kvöld. Framarar voru betri í fyrri hálfleik en það kom allt annað Valslið til leiks í þeim síðari.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir. Leikurinn hófst vel fyrir heimamenn í Fram og voru lærisveinar Guðlaugs Arnarsonar vel klárir í þennan slag. Valsarar voru á hælunum í upphafi leiksins og gekk ekkert upp sóknarlega hjá liðinu. Ómar Ingi Magnússon var með einhverju lífsmarki hjá Val en aðrir fjarverandi. Hlynur Morthens átti reyndar fína spretti í marki Vals. Framarar voru allir að skila sínu og dreifðu álaginu vel. Safamýramenn komust mest 11-6 yfir í fyrri hálfleiknum en Valsmenn komu örlítið til baka undir lok hálfleiksins og var staðan 12-9 eftir 30 mínútur. Gestirnir í Val byrjuðu síðari hálfleik vel og voru leikmenn mun ákveðnari. Þeir komust yfir,15-14, þegar tæplega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum og allt annað að sjá til liðsins. Framarar voru ekkert hættir og jafnræði var á með liðunum næstu mínútur. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka var staðan 18-18 og mikil spenna í Safamýrinni. Það voru Valsmenn sem voru einfaldlega sterkari undir lokin og tóku betri ákvarðanir. Leiknum lauk með sigri Vals 25-22 en Ómar Ingi Magnússon var frábær í liði vals með 8 mörk og Sveinn Aron Sveinsson gerði sjö fyrir þá rauðu. Hjá Fram var það Garðar Sigurjónsson sem gerði sex mörk, þar af fimm úr víti. Guðmundur Hólmar: Ólíkt okkur að vera agaðir og taka réttar ákvarðanir„Við vorum eiginlega að elta þá í 45 mínútur og því eru tvö stig mjög kærkomin,“ segir Guðmundur Hólmar Helgason, fyrirliði Vals, eftir leikinn í kvöld. Valsmen voru mikið betri í síðari hálf en þeim fyrri. „Við töluðum bara um að halda haus í hálfleik. Það vantaði bara fimm prósent upp á hjá okkur grimmd og þá myndi þetta fara detta fyrir okkur.“ Guðmundur segir að vörn og markvarsla hafi verið fín hjá liðinu allan leikinn. Undir lok leiksins spiluðu Valsmenn mjög skynsaman sóknarleik og tóku réttar ákvarðanir. „Þetta var í raun mjög ólíkt okkur, að taka réttar ákvarðanir. Við höfum verið að taka rangar ákvarðanir á köflum á tímabilinu og því var þetta bara skemmtileg tilbreyting.“ Guðlaugur: Enn einu sinn köstum við leiknum frá okkur„Ég er bara svolítið svekktur að hafa ekki unnið leikinn,“ segir Guðlaugur Arnarson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Heilt yfir erum við bara að spila vel og ég hefði viljað taka meira út úr leiknum.“ Framarar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum en Valsmenn tóku þann síðari. „Við vorum bara pínu klaufar í síðari hálfleiknum. Við erum í góðri stöðu þegar við byrjum að kasta boltanum bara frá okkur. Þá hleypum við þeim bara inn í leikinn.“ Fram er með fjögur stig eftir fjórar umferðir í Olís-deildinni. „Við erum bara í fínu standi, í raun er þetta þannig að ef þetta hefði spilast rétt fyrir okkur þá ættum við að vera með átta stig. Við köstuðum fyrsta leiknum frá okkur og erum að gera það aftur hér í kvöld.“vísir/vilhelmvísir/vilhelm Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira
Valur vann baráttuna um Reykjavík þegar liðið lagði Fram, 22-25, í Safamýrinni í kvöld. Framarar voru betri í fyrri hálfleik en það kom allt annað Valslið til leiks í þeim síðari.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir. Leikurinn hófst vel fyrir heimamenn í Fram og voru lærisveinar Guðlaugs Arnarsonar vel klárir í þennan slag. Valsarar voru á hælunum í upphafi leiksins og gekk ekkert upp sóknarlega hjá liðinu. Ómar Ingi Magnússon var með einhverju lífsmarki hjá Val en aðrir fjarverandi. Hlynur Morthens átti reyndar fína spretti í marki Vals. Framarar voru allir að skila sínu og dreifðu álaginu vel. Safamýramenn komust mest 11-6 yfir í fyrri hálfleiknum en Valsmenn komu örlítið til baka undir lok hálfleiksins og var staðan 12-9 eftir 30 mínútur. Gestirnir í Val byrjuðu síðari hálfleik vel og voru leikmenn mun ákveðnari. Þeir komust yfir,15-14, þegar tæplega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum og allt annað að sjá til liðsins. Framarar voru ekkert hættir og jafnræði var á með liðunum næstu mínútur. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka var staðan 18-18 og mikil spenna í Safamýrinni. Það voru Valsmenn sem voru einfaldlega sterkari undir lokin og tóku betri ákvarðanir. Leiknum lauk með sigri Vals 25-22 en Ómar Ingi Magnússon var frábær í liði vals með 8 mörk og Sveinn Aron Sveinsson gerði sjö fyrir þá rauðu. Hjá Fram var það Garðar Sigurjónsson sem gerði sex mörk, þar af fimm úr víti. Guðmundur Hólmar: Ólíkt okkur að vera agaðir og taka réttar ákvarðanir„Við vorum eiginlega að elta þá í 45 mínútur og því eru tvö stig mjög kærkomin,“ segir Guðmundur Hólmar Helgason, fyrirliði Vals, eftir leikinn í kvöld. Valsmen voru mikið betri í síðari hálf en þeim fyrri. „Við töluðum bara um að halda haus í hálfleik. Það vantaði bara fimm prósent upp á hjá okkur grimmd og þá myndi þetta fara detta fyrir okkur.“ Guðmundur segir að vörn og markvarsla hafi verið fín hjá liðinu allan leikinn. Undir lok leiksins spiluðu Valsmenn mjög skynsaman sóknarleik og tóku réttar ákvarðanir. „Þetta var í raun mjög ólíkt okkur, að taka réttar ákvarðanir. Við höfum verið að taka rangar ákvarðanir á köflum á tímabilinu og því var þetta bara skemmtileg tilbreyting.“ Guðlaugur: Enn einu sinn köstum við leiknum frá okkur„Ég er bara svolítið svekktur að hafa ekki unnið leikinn,“ segir Guðlaugur Arnarson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Heilt yfir erum við bara að spila vel og ég hefði viljað taka meira út úr leiknum.“ Framarar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum en Valsmenn tóku þann síðari. „Við vorum bara pínu klaufar í síðari hálfleiknum. Við erum í góðri stöðu þegar við byrjum að kasta boltanum bara frá okkur. Þá hleypum við þeim bara inn í leikinn.“ Fram er með fjögur stig eftir fjórar umferðir í Olís-deildinni. „Við erum bara í fínu standi, í raun er þetta þannig að ef þetta hefði spilast rétt fyrir okkur þá ættum við að vera með átta stig. Við köstuðum fyrsta leiknum frá okkur og erum að gera það aftur hér í kvöld.“vísir/vilhelmvísir/vilhelm
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira