Komast Akureyringar á blað í kvöld? Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. september 2015 10:30 Tomas Olason, markvörður Akureyrar. vísir/stefán Fjórða umferð Olís-deildar karla í handbolta hefst í kvöld með fjórum leikjum, en síðasti leikurinn; viðureign Gróttu og ÍBV, fer fram á Seltjarnarnesi á morgun. Fyrst verður flautað til leiks í KA-heimilinu á Akureyri í kvöld þar sem norðanmenn fá Íslandsmeistara Hauka í heimsókn. Haukar eru með fjögur stig eftir þrjá leiki; búnir að vinna bæði Víking og Val örugglega en þurftu að sætta sig við tap gegn ÍBV á heimavelli síðastliðinn sunnudag. Akureyringar eru aftur á móti á botni deildarinnar, án stiga eftir þrjár umferðir, en liðið er búið að tapa útileikjum gegn ÍR og Aftureldingu og heimaleik gegn Val. Akureyrarliðið spilar nú í KA-heimilinu sem það vonar að hjálpi til við að ná góðum úrslitum, en liðið þarf á öllum gömlu góðu KA-töfrunum að halda í kvöld til að leggja meistarana að velli. Topplið ÍR, sem virðist ekki sakna Björgvins Hólmgeirssonar neitt, fær nýliða Víkings í heimsókn. ÍR-ingar eru búnir að vinna alla þrjá leiki sína, en Víkingar komust á blað með sigri í nýliðaslagnum gegn Gróttu í síðustu umferð. Í Safamýri verður Reykjavíkurslagur Fram og Vals, en bæði lið eru með fjögur stig eftir tvo leiki. Framarar hafa spilað vel og eru búnir að vinna Víking og ÍBV, en Valur lagði ÍBV og Akureyri. Loks eigast við Afturelding og FH, en FH-ingar eru búnir að tapa tveimur leikjum í röð eftir sigur á Fram í fyrstu umferðinni. FH-ingar fengu þokkalegan skell gegn ÍR í síðustu umferð og vilja vafalítið bæta upp fyrir það.Leikir kvöldsins:19.00 Akureyri - Haukar, KA-heimilinu19.30 ÍR - Víkingur, Austurbergi19.30 Fram - Valur, Framhúsinu19.30 Afturelding - FH, N1-höllinni Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira
Fjórða umferð Olís-deildar karla í handbolta hefst í kvöld með fjórum leikjum, en síðasti leikurinn; viðureign Gróttu og ÍBV, fer fram á Seltjarnarnesi á morgun. Fyrst verður flautað til leiks í KA-heimilinu á Akureyri í kvöld þar sem norðanmenn fá Íslandsmeistara Hauka í heimsókn. Haukar eru með fjögur stig eftir þrjá leiki; búnir að vinna bæði Víking og Val örugglega en þurftu að sætta sig við tap gegn ÍBV á heimavelli síðastliðinn sunnudag. Akureyringar eru aftur á móti á botni deildarinnar, án stiga eftir þrjár umferðir, en liðið er búið að tapa útileikjum gegn ÍR og Aftureldingu og heimaleik gegn Val. Akureyrarliðið spilar nú í KA-heimilinu sem það vonar að hjálpi til við að ná góðum úrslitum, en liðið þarf á öllum gömlu góðu KA-töfrunum að halda í kvöld til að leggja meistarana að velli. Topplið ÍR, sem virðist ekki sakna Björgvins Hólmgeirssonar neitt, fær nýliða Víkings í heimsókn. ÍR-ingar eru búnir að vinna alla þrjá leiki sína, en Víkingar komust á blað með sigri í nýliðaslagnum gegn Gróttu í síðustu umferð. Í Safamýri verður Reykjavíkurslagur Fram og Vals, en bæði lið eru með fjögur stig eftir tvo leiki. Framarar hafa spilað vel og eru búnir að vinna Víking og ÍBV, en Valur lagði ÍBV og Akureyri. Loks eigast við Afturelding og FH, en FH-ingar eru búnir að tapa tveimur leikjum í röð eftir sigur á Fram í fyrstu umferðinni. FH-ingar fengu þokkalegan skell gegn ÍR í síðustu umferð og vilja vafalítið bæta upp fyrir það.Leikir kvöldsins:19.00 Akureyri - Haukar, KA-heimilinu19.30 ÍR - Víkingur, Austurbergi19.30 Fram - Valur, Framhúsinu19.30 Afturelding - FH, N1-höllinni
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira