Jenson Button, breski ökuþórinn sem ekur fyrir McLaren í Formúlu-1 kappakstrinum mun samkvæmt breskum miðlum tilkynna eftir kappaksturinn í Japan um helgina að þetta verði hans síðasta keppnistímabil í Formúlunni.
Button sem er á sínu 16. tímabili hefur aðeins einu sinni orðið heimsmeistari ökumanna árið 2009 þegar hann ók undir merkjum Brawn-Mercedes en ári síðar var hann kominn í McLaren þar sem hann er enn þann dag í dag.
Button var í viðræðum við McLaren um endurnýjun á samningi sínum í upphafi tímabilsins en hefur ákveðið að leggja bílnum í bílskúrinn og sagði hann að engin fjárhæð gæti fengið hann til að snúa aftur tæki hann ákvörðunina að hætta.
Button íhugar að hætta eftir keppnistímabilið
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




„Bæði svekktur en líka stoltur“
Íslenski boltinn

„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“
Körfubolti

„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“
Körfubolti

„Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“
Körfubolti


„Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“
Íslenski boltinn