Guðjón þarf ekki að víkja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. september 2015 10:59 Ólíklegt má telja að aðalmeðferð í málinu fari fram fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. vísir/gva Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari þarf ekki að víkja sæti í Aurum Holding-málinu. Guðjón kvað sjálfur upp úrskurður þess efnis í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, hafði krafist þess að Guðjón viki í málinu vegna vanhæfis. Í málinu er u þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Þeir voru sýknaðir í héraðsdómi en málinu var vísað aftur heim í héraðvegna vanhæfis eins héraðsdómara, Sverris Ólafssonar. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, segir niðurstöðuna ekki hafa komið sér á óvart. Verjendurnir telji hana rétta. Hann upplýsir að Sérstakur saksóknari hafi lýst því yfir í dómssal í morgun að hann ætlaði að hann ætlaði að taka sér tíma til að meta næstu skref. Hann á þess kost að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Ekki náðist í Ólaf Þór við vinnslu fréttarinnar. Guðjón mun í framhaldinu tilkynna meðdómara sína. Ljóst er að Sverrir Ólafsson verður ekki einn þeirra en ekki liggur fyrir hvort Arngrímur Ísberg sitji áfram. Þó er ljóst að öll aðalmeðferðin mun þurfa að fara fram á nýjan leik sem þýðir að tugir vitna þurfa að mæta aftur fyrir dóm enda verður nýr dómari í brúnni. Ákæruna má sjá hér að neðan.Uppfært klukkan 13:10Ekki kom fram skilmerkilega í fyrri útgáfu fréttarinnar að Guðjón St. hefði sjálfur kveðið upp úrskurðinn um hæfi sitt til að dæma í málinu. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari telur dómsformann í Aurum-málinu hliðhollan sakborningum Munnlegur málflutningur um kröfu ákæruvaldsins þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sæti í Aurum-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. september 2015 12:20 Telja að dómarinn hafi ekki tekið afstöðu til sakarefnisins með skrifum sínum Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fór fram á það fyrir dómi í dag að ekki yrði fallist á kröfu sérstaks saksóknara þess efnis að Guðjón St. Marteinsson, dómsformaður, víki sæti í Aurum-málinu vegna vanhæfis. 14. september 2015 14:19 Aurum-málinu frestað þar sem skjölum var ábótavant Verjendur töldu ekki ljóst á hverju krafa sérstaks saksóknara byggði og var málinu því frestað til 14. september. 1. september 2015 10:00 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari þarf ekki að víkja sæti í Aurum Holding-málinu. Guðjón kvað sjálfur upp úrskurður þess efnis í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, hafði krafist þess að Guðjón viki í málinu vegna vanhæfis. Í málinu er u þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Þeir voru sýknaðir í héraðsdómi en málinu var vísað aftur heim í héraðvegna vanhæfis eins héraðsdómara, Sverris Ólafssonar. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, segir niðurstöðuna ekki hafa komið sér á óvart. Verjendurnir telji hana rétta. Hann upplýsir að Sérstakur saksóknari hafi lýst því yfir í dómssal í morgun að hann ætlaði að hann ætlaði að taka sér tíma til að meta næstu skref. Hann á þess kost að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Ekki náðist í Ólaf Þór við vinnslu fréttarinnar. Guðjón mun í framhaldinu tilkynna meðdómara sína. Ljóst er að Sverrir Ólafsson verður ekki einn þeirra en ekki liggur fyrir hvort Arngrímur Ísberg sitji áfram. Þó er ljóst að öll aðalmeðferðin mun þurfa að fara fram á nýjan leik sem þýðir að tugir vitna þurfa að mæta aftur fyrir dóm enda verður nýr dómari í brúnni. Ákæruna má sjá hér að neðan.Uppfært klukkan 13:10Ekki kom fram skilmerkilega í fyrri útgáfu fréttarinnar að Guðjón St. hefði sjálfur kveðið upp úrskurðinn um hæfi sitt til að dæma í málinu.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari telur dómsformann í Aurum-málinu hliðhollan sakborningum Munnlegur málflutningur um kröfu ákæruvaldsins þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sæti í Aurum-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. september 2015 12:20 Telja að dómarinn hafi ekki tekið afstöðu til sakarefnisins með skrifum sínum Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fór fram á það fyrir dómi í dag að ekki yrði fallist á kröfu sérstaks saksóknara þess efnis að Guðjón St. Marteinsson, dómsformaður, víki sæti í Aurum-málinu vegna vanhæfis. 14. september 2015 14:19 Aurum-málinu frestað þar sem skjölum var ábótavant Verjendur töldu ekki ljóst á hverju krafa sérstaks saksóknara byggði og var málinu því frestað til 14. september. 1. september 2015 10:00 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Sérstakur saksóknari telur dómsformann í Aurum-málinu hliðhollan sakborningum Munnlegur málflutningur um kröfu ákæruvaldsins þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sæti í Aurum-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. september 2015 12:20
Telja að dómarinn hafi ekki tekið afstöðu til sakarefnisins með skrifum sínum Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fór fram á það fyrir dómi í dag að ekki yrði fallist á kröfu sérstaks saksóknara þess efnis að Guðjón St. Marteinsson, dómsformaður, víki sæti í Aurum-málinu vegna vanhæfis. 14. september 2015 14:19
Aurum-málinu frestað þar sem skjölum var ábótavant Verjendur töldu ekki ljóst á hverju krafa sérstaks saksóknara byggði og var málinu því frestað til 14. september. 1. september 2015 10:00