Margrét Lára: Þetta var Beckham-víti Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. september 2015 21:00 Margrét Lára Viðarsdóttir er komin í 100 landsleikja klúbbinn. vísir/vilhelm Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði og markahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, spilaði sinn 100. landsleik í kvöld. Stelpurnar okkar unnu Hvíta-Rússland, 2-0, í fyrsta leik undankeppni EM 2017. Hólmfríður Magnúsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir skoruðu mörkin í sitthvorum hálfleiknum. Margrét hefur skorað 72 landsliðsmörk á sínum ferli og gat skorað í þessum tímamótaleik þegar Ísland fékk vítaspyrnu. Ótrúlegt en satt þrumaði þessi mikla vítaskytta boltanum hátt yfir markið. "Þetta var svona David Beckham-víti. Ég átti bara að kenna vellinum um," sagði Margrét Lára brosmild og kát við Vísi eftir leikinn. "Nei, nei. Þetta var bara illa tekið víti og ég tek það á mig." Íslenska liðið var í sókn allan tímann gegn hvítrússneska liðinu sem hafði engan áhuga á að sækja í kvöld. "Við hefðum getað unnið þetta stærra en þær mega eiga það, að þær spiluðu góða vörn. Það var erfitt að komast á bakvið þær og finna laus svæði. En þrjú stig er á endanum það sem skiptir máli," sagði Margrét Lára. "Við spiluðum mjög vel á köflum og vorum komast fram völlinn og að spila boltanum eins vel og við gátum. Völlurinn er mjög erfiður og boltinn líka, hann skýst bara frá manni." "Mér fannst við vinna vel úr aðstæðum. Við hefðum vissulega getað skorað fleiri mörk en það spyr engin að því þegar við verðum komnar til Hollands hvernig þessi leikur fór." Margrét fékk heiðursskiptingu undir lok leiksins og var hálf klökk þegar Vísir spurði hana út í þessa stóru stund. Henni var svo ákaft fagnað í leikslok. "Þetta er mjög stór stund. Ég þakka bara bara kærlega fyrir mig. Maður er hálf hrærður bara yfir þessu. Ég veit ekki alveg hvað ég get sagt. Ég er orðlaus," sagði Margrét Lára sem spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir rúmum tólf árum. "Ég er ótrúlega stolt af mínum ferli. Ég hefði viljað skora í dag en kannski átti ég bara inni að klúðra einu svona illa. Auðvitað vill maður alltaf gera vel og skora." Mætingin á leikinn í kvöld var virkilega góð og mikil stemning í stúkunni. Tólfan var mætt og lét vel í sér heyra allan tímann. "Ég er ótrúlega þakklát fyrir stuðninginn sem við stelpurnar fengum. Það er gott að vinna leikinn líka og þetta víti gleymist fljótt," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Glódís og Hallbera stóðu upp úr Glódís Perla Viggósdóttir og Hallbera Gísladóttir stóðu upp úr í íslenska landsliðinu í öruggum 2-0 sigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld að mati Vísis og Fréttablaðsins. 22. september 2015 22:15 Hallbera: Þær áttu að skora þrjú mörk eftir sendingar frá mér Bakvörðurinn lagði upp eitt mark gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld en átti margar frábærar fyrirgjafir. 22. september 2015 21:41 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Hvíta-Rússland 2-0 | Stelpurnar með öruggan sigur í 100. leik Margrétar Láru Íslenska landsliðið steig í kvöld fyrsta skrefið í átt að lokakeppni EM 2017 í Hollandi með öruggum 2-0 sigri á Hvíta-Rússlandi í fyrsta leik sínum í undankeppninni á Laugardalsvelli. 22. september 2015 21:30 Freyr: Þetta er dagurinn hennar Margrétar Landsliðsþjálfari Íslands var ánægður með hvernig stelpurnar héldu einbeitingu gegn varnarsinnuðu liði Hvíta-Rússlands í kvöld. 22. september 2015 21:30 Glódís: Gaman að vera aðeins meira með í spilinu Glódís Perla Viggósdóttir átti frábæran leik þegar Ísland lagði Hvíta-Rússland með tveimur mörkum gegn engu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2017 í kvöld. 22. september 2015 21:22 Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði og markahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, spilaði sinn 100. landsleik í kvöld. Stelpurnar okkar unnu Hvíta-Rússland, 2-0, í fyrsta leik undankeppni EM 2017. Hólmfríður Magnúsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir skoruðu mörkin í sitthvorum hálfleiknum. Margrét hefur skorað 72 landsliðsmörk á sínum ferli og gat skorað í þessum tímamótaleik þegar Ísland fékk vítaspyrnu. Ótrúlegt en satt þrumaði þessi mikla vítaskytta boltanum hátt yfir markið. "Þetta var svona David Beckham-víti. Ég átti bara að kenna vellinum um," sagði Margrét Lára brosmild og kát við Vísi eftir leikinn. "Nei, nei. Þetta var bara illa tekið víti og ég tek það á mig." Íslenska liðið var í sókn allan tímann gegn hvítrússneska liðinu sem hafði engan áhuga á að sækja í kvöld. "Við hefðum getað unnið þetta stærra en þær mega eiga það, að þær spiluðu góða vörn. Það var erfitt að komast á bakvið þær og finna laus svæði. En þrjú stig er á endanum það sem skiptir máli," sagði Margrét Lára. "Við spiluðum mjög vel á köflum og vorum komast fram völlinn og að spila boltanum eins vel og við gátum. Völlurinn er mjög erfiður og boltinn líka, hann skýst bara frá manni." "Mér fannst við vinna vel úr aðstæðum. Við hefðum vissulega getað skorað fleiri mörk en það spyr engin að því þegar við verðum komnar til Hollands hvernig þessi leikur fór." Margrét fékk heiðursskiptingu undir lok leiksins og var hálf klökk þegar Vísir spurði hana út í þessa stóru stund. Henni var svo ákaft fagnað í leikslok. "Þetta er mjög stór stund. Ég þakka bara bara kærlega fyrir mig. Maður er hálf hrærður bara yfir þessu. Ég veit ekki alveg hvað ég get sagt. Ég er orðlaus," sagði Margrét Lára sem spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir rúmum tólf árum. "Ég er ótrúlega stolt af mínum ferli. Ég hefði viljað skora í dag en kannski átti ég bara inni að klúðra einu svona illa. Auðvitað vill maður alltaf gera vel og skora." Mætingin á leikinn í kvöld var virkilega góð og mikil stemning í stúkunni. Tólfan var mætt og lét vel í sér heyra allan tímann. "Ég er ótrúlega þakklát fyrir stuðninginn sem við stelpurnar fengum. Það er gott að vinna leikinn líka og þetta víti gleymist fljótt," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Glódís og Hallbera stóðu upp úr Glódís Perla Viggósdóttir og Hallbera Gísladóttir stóðu upp úr í íslenska landsliðinu í öruggum 2-0 sigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld að mati Vísis og Fréttablaðsins. 22. september 2015 22:15 Hallbera: Þær áttu að skora þrjú mörk eftir sendingar frá mér Bakvörðurinn lagði upp eitt mark gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld en átti margar frábærar fyrirgjafir. 22. september 2015 21:41 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Hvíta-Rússland 2-0 | Stelpurnar með öruggan sigur í 100. leik Margrétar Láru Íslenska landsliðið steig í kvöld fyrsta skrefið í átt að lokakeppni EM 2017 í Hollandi með öruggum 2-0 sigri á Hvíta-Rússlandi í fyrsta leik sínum í undankeppninni á Laugardalsvelli. 22. september 2015 21:30 Freyr: Þetta er dagurinn hennar Margrétar Landsliðsþjálfari Íslands var ánægður með hvernig stelpurnar héldu einbeitingu gegn varnarsinnuðu liði Hvíta-Rússlands í kvöld. 22. september 2015 21:30 Glódís: Gaman að vera aðeins meira með í spilinu Glódís Perla Viggósdóttir átti frábæran leik þegar Ísland lagði Hvíta-Rússland með tveimur mörkum gegn engu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2017 í kvöld. 22. september 2015 21:22 Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Sjá meira
Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Glódís og Hallbera stóðu upp úr Glódís Perla Viggósdóttir og Hallbera Gísladóttir stóðu upp úr í íslenska landsliðinu í öruggum 2-0 sigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld að mati Vísis og Fréttablaðsins. 22. september 2015 22:15
Hallbera: Þær áttu að skora þrjú mörk eftir sendingar frá mér Bakvörðurinn lagði upp eitt mark gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld en átti margar frábærar fyrirgjafir. 22. september 2015 21:41
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Hvíta-Rússland 2-0 | Stelpurnar með öruggan sigur í 100. leik Margrétar Láru Íslenska landsliðið steig í kvöld fyrsta skrefið í átt að lokakeppni EM 2017 í Hollandi með öruggum 2-0 sigri á Hvíta-Rússlandi í fyrsta leik sínum í undankeppninni á Laugardalsvelli. 22. september 2015 21:30
Freyr: Þetta er dagurinn hennar Margrétar Landsliðsþjálfari Íslands var ánægður með hvernig stelpurnar héldu einbeitingu gegn varnarsinnuðu liði Hvíta-Rússlands í kvöld. 22. september 2015 21:30
Glódís: Gaman að vera aðeins meira með í spilinu Glódís Perla Viggósdóttir átti frábæran leik þegar Ísland lagði Hvíta-Rússland með tveimur mörkum gegn engu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2017 í kvöld. 22. september 2015 21:22