Giants kastaði frá sér tíu stiga forskoti annan leikinn í röð | Úrslit gærdagsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. september 2015 11:30 Úr leik Giants og Falcons í gær. Vísir/Getty New York Giants tapaði niður tíu stiga forskoti í fjórða leikhluta gegn Atlanta Falcons á heimavelli í gær en þetta er annar leikurinn í röð sem Giants glutrar niður tíu stiga forskoti í lokaleikhlutanum. Leikmenn Giants voru með 20-10 forskot fyrir lokaleikhlutan á MetLife-leikvanginum í gær en gestirnir frá Atlanta komust yfir þegar rúm mínúta var eftir á klukkunni þegar Devonta Freeman skoraði snertimark af stuttu færi. Giants héldu í sókn en komust aðeins að miðju vallarins þar til vörn Falcons stöðvaði sókn þeirra og tryggði sigurinn. Eru liðin á sitt hvorum enda töflunnar eftir leikinn en Falcons hafa unnið báða leiki sína hingað til á meðan Giants hafa tapað báðum. Stuðningsmenn Tampa Bay Buccaneers gátu fagnað sjaldgæfum sigri í gær er liðinu tókst að leggja nágrannana í New Orleans Saints að velli, 26-19, á heimavelli Saints í New Orleans. Var þetta fyrsti sigur leikstjórnandans Jameis Winston sem Buccaneers völdu með fyrsta valrétt í nýliðavalinu í vor.Russel Wilson reynir hér að losna úr krumlum Clay Matthews.Vísir/GettyLeikmenn Green Bay Packers náðu að hefna fyrir tapið í úrslitum NFC-deildarinnar í fyrra með 27-17 sigri á Seattle Seahawks í lokaleik gærkvöldsins. Gestirnir frá Seattle náðu forskotinu í þriðja leikhluta en með góðum lokaleikhluta tókst heimamönnum í Green Bay að tryggja sigurinn. Eftir leikinn eru Seattle Seahawks án sigurs eftir tvo leiki en miklar væntingar voru gerðar til liðsins fyrir tímabilið eftir að hafa fengið stjörnuinnherjann Jimmy Graham til liðs við sig frá New Orleans Saints í sumar. Þá meiddist leikstjórnandi Dallas Cowboys, Tony Romo, í 20-10 sigri liðsins á Philadelphia Eagles í gær en talið er að Romo verði frá næstu mánuðina eftir að hafa viðbeinsbrotnað í leiknum. Gerist það aðeins viku eftir að stjörnu útherji liðsins, Dez Bryant, braut bein í fæti sínum, en Cowboys hafa unnið báða leiki sína hingað til. Voru alls 79 snertimörk í leikjum gærdagsins en síðasti leikur 2. umferðar fer fram í kvöld þegar Indianapolis Colts tekur á móti New York Jets. Má sjá helstu tilþrif gærdagsins hér.Romo þakkar Chip Kelly hér fyrir sigurinn.Vísir/GettyÚrslit gærdagsins: Carolina Panthers 24-17 Houston Texans Pittsburgh Steelers 43-18 San Fransisco 49ers New Orleans Saints 19-26 Tampa Bay Buccaneers Minnesota Vikings 26-16 Detroit Lions Chicago Bears 23-48 Arizona Cardinals Buffalo Bills 32-40 New England Patriots Cincinatti Bengals 24-19 San Diego Chargers Cleveland Browns 28-14 Tennesee Titans New York Giants 20-24 Atlanta Falcons Washington Redskins 24-10 St Louis Rams Jacksonville Jaguars 23-20 Miami Dolphins Oakland Raiders 37-33 Baltimore Ravens Dallas Cowboys 20-10 Philadelphia Eagles Green Bay Packers 27-17 Seattle Seahawks NFL Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Sjá meira
New York Giants tapaði niður tíu stiga forskoti í fjórða leikhluta gegn Atlanta Falcons á heimavelli í gær en þetta er annar leikurinn í röð sem Giants glutrar niður tíu stiga forskoti í lokaleikhlutanum. Leikmenn Giants voru með 20-10 forskot fyrir lokaleikhlutan á MetLife-leikvanginum í gær en gestirnir frá Atlanta komust yfir þegar rúm mínúta var eftir á klukkunni þegar Devonta Freeman skoraði snertimark af stuttu færi. Giants héldu í sókn en komust aðeins að miðju vallarins þar til vörn Falcons stöðvaði sókn þeirra og tryggði sigurinn. Eru liðin á sitt hvorum enda töflunnar eftir leikinn en Falcons hafa unnið báða leiki sína hingað til á meðan Giants hafa tapað báðum. Stuðningsmenn Tampa Bay Buccaneers gátu fagnað sjaldgæfum sigri í gær er liðinu tókst að leggja nágrannana í New Orleans Saints að velli, 26-19, á heimavelli Saints í New Orleans. Var þetta fyrsti sigur leikstjórnandans Jameis Winston sem Buccaneers völdu með fyrsta valrétt í nýliðavalinu í vor.Russel Wilson reynir hér að losna úr krumlum Clay Matthews.Vísir/GettyLeikmenn Green Bay Packers náðu að hefna fyrir tapið í úrslitum NFC-deildarinnar í fyrra með 27-17 sigri á Seattle Seahawks í lokaleik gærkvöldsins. Gestirnir frá Seattle náðu forskotinu í þriðja leikhluta en með góðum lokaleikhluta tókst heimamönnum í Green Bay að tryggja sigurinn. Eftir leikinn eru Seattle Seahawks án sigurs eftir tvo leiki en miklar væntingar voru gerðar til liðsins fyrir tímabilið eftir að hafa fengið stjörnuinnherjann Jimmy Graham til liðs við sig frá New Orleans Saints í sumar. Þá meiddist leikstjórnandi Dallas Cowboys, Tony Romo, í 20-10 sigri liðsins á Philadelphia Eagles í gær en talið er að Romo verði frá næstu mánuðina eftir að hafa viðbeinsbrotnað í leiknum. Gerist það aðeins viku eftir að stjörnu útherji liðsins, Dez Bryant, braut bein í fæti sínum, en Cowboys hafa unnið báða leiki sína hingað til. Voru alls 79 snertimörk í leikjum gærdagsins en síðasti leikur 2. umferðar fer fram í kvöld þegar Indianapolis Colts tekur á móti New York Jets. Má sjá helstu tilþrif gærdagsins hér.Romo þakkar Chip Kelly hér fyrir sigurinn.Vísir/GettyÚrslit gærdagsins: Carolina Panthers 24-17 Houston Texans Pittsburgh Steelers 43-18 San Fransisco 49ers New Orleans Saints 19-26 Tampa Bay Buccaneers Minnesota Vikings 26-16 Detroit Lions Chicago Bears 23-48 Arizona Cardinals Buffalo Bills 32-40 New England Patriots Cincinatti Bengals 24-19 San Diego Chargers Cleveland Browns 28-14 Tennesee Titans New York Giants 20-24 Atlanta Falcons Washington Redskins 24-10 St Louis Rams Jacksonville Jaguars 23-20 Miami Dolphins Oakland Raiders 37-33 Baltimore Ravens Dallas Cowboys 20-10 Philadelphia Eagles Green Bay Packers 27-17 Seattle Seahawks
NFL Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Sjá meira