Gary Martin: Engin heppni að ég varð markakóngur tvö ár í röð Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. september 2015 19:33 Gary Martin hefur aðeins skorað tvö deildarmörk í sumar. vísir/valli „Við erum auðvitað bara svekktir, það er alltaf slæmt þegar stærsta lið landsins tapar 0-3 á heimavelli,“ sagði Gary Martin, leikmaður KR, svekktur eftir tapið fyrir Stjörnunni í dag. „Við skiljum ekki alveg hvað er í gangi en svona er fótbolti, þú vinnur suma leiki og þú tapar öðrum. Það eru mörg góð lið í þessari deild og svona er fótbolti.“ Gary byrjaði á bekknum í dag og hann var pirraður yfir því. „Auðvitað vil ég byrja leiki en svona er þetta, ég vel ekki liðið. Ég verð að gera mitt besta þegar ég kem inná og ég reyndi það þótt þetta væri erfið staða.“Óviss um framhaldið Gary sagðist ekkert vera farinn að hugsa út í framhaldið en að hann ætli sér ekki að sitja á bekknum á næsta tímabili. „Ég veit ekki hvað ég geri í framhaldinu en ég veit að ég er 24 árs gamall og ég verð að spila. Ég hef tvö ár í röð verið markahæstur í deildinni og það var engin heppni. Ég mun einbeita mér að þessum tveimur leikjum, ég er sigurvegari og vill vinna þessa tvo leiki og svo sjáum við til með framtíðina,“ sagði Gary sem vildi ekki segja hvar framtíðin lægi. „Markmiðið mitt er að spila, hvort sem það er hjá KR eða hjá öðru liði. Ég hef sannað það undanfarin ár og ég hef spilað í nokkrum stöðum á meðan. Það eina sem ég vill gera er að fara að spila aftur fótbolta og njóta þess.“FH keypti titilinn Gary gaf einnig viðtöl við aðra fjölmiðla að leik loknum. Þar sagði sumarið hafa verið martröð fyrir sig.„Ég er að ég held búinn að byrja sex leiki í deildinni. Ég hef ekki staðið mig en hef heldur ekki fengið tækifæri,“ sagði Gary. Sumarið eru vonbrigði að hans mati.„KR er byggt á velgengni, bikurum, en við höfum ekki náð í bikar. Þú getur samt ekki unnið deildina nema þú eyðir fáránlega miklum peningum eins og FH. Þeir keyptu deildina með mannskapnum sínum.” Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni: Hef ekki tíma til þess að velta mér upp úr stöðu minni Bjarni Guðjónsson segist ekki vera farinn að óttast um starf sitt þrátt fyrir slakt gengi KR að undanförnu. 20. september 2015 19:23 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Stjarnan vann afar sannfærandi 3-0 sigur á KR á Alvogen-vellinum í kvöld en KR lék manni færri í 60 mínútur í dag. 20. september 2015 19:15 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
„Við erum auðvitað bara svekktir, það er alltaf slæmt þegar stærsta lið landsins tapar 0-3 á heimavelli,“ sagði Gary Martin, leikmaður KR, svekktur eftir tapið fyrir Stjörnunni í dag. „Við skiljum ekki alveg hvað er í gangi en svona er fótbolti, þú vinnur suma leiki og þú tapar öðrum. Það eru mörg góð lið í þessari deild og svona er fótbolti.“ Gary byrjaði á bekknum í dag og hann var pirraður yfir því. „Auðvitað vil ég byrja leiki en svona er þetta, ég vel ekki liðið. Ég verð að gera mitt besta þegar ég kem inná og ég reyndi það þótt þetta væri erfið staða.“Óviss um framhaldið Gary sagðist ekkert vera farinn að hugsa út í framhaldið en að hann ætli sér ekki að sitja á bekknum á næsta tímabili. „Ég veit ekki hvað ég geri í framhaldinu en ég veit að ég er 24 árs gamall og ég verð að spila. Ég hef tvö ár í röð verið markahæstur í deildinni og það var engin heppni. Ég mun einbeita mér að þessum tveimur leikjum, ég er sigurvegari og vill vinna þessa tvo leiki og svo sjáum við til með framtíðina,“ sagði Gary sem vildi ekki segja hvar framtíðin lægi. „Markmiðið mitt er að spila, hvort sem það er hjá KR eða hjá öðru liði. Ég hef sannað það undanfarin ár og ég hef spilað í nokkrum stöðum á meðan. Það eina sem ég vill gera er að fara að spila aftur fótbolta og njóta þess.“FH keypti titilinn Gary gaf einnig viðtöl við aðra fjölmiðla að leik loknum. Þar sagði sumarið hafa verið martröð fyrir sig.„Ég er að ég held búinn að byrja sex leiki í deildinni. Ég hef ekki staðið mig en hef heldur ekki fengið tækifæri,“ sagði Gary. Sumarið eru vonbrigði að hans mati.„KR er byggt á velgengni, bikurum, en við höfum ekki náð í bikar. Þú getur samt ekki unnið deildina nema þú eyðir fáránlega miklum peningum eins og FH. Þeir keyptu deildina með mannskapnum sínum.”
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni: Hef ekki tíma til þess að velta mér upp úr stöðu minni Bjarni Guðjónsson segist ekki vera farinn að óttast um starf sitt þrátt fyrir slakt gengi KR að undanförnu. 20. september 2015 19:23 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Stjarnan vann afar sannfærandi 3-0 sigur á KR á Alvogen-vellinum í kvöld en KR lék manni færri í 60 mínútur í dag. 20. september 2015 19:15 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Bjarni: Hef ekki tíma til þess að velta mér upp úr stöðu minni Bjarni Guðjónsson segist ekki vera farinn að óttast um starf sitt þrátt fyrir slakt gengi KR að undanförnu. 20. september 2015 19:23
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Stjarnan vann afar sannfærandi 3-0 sigur á KR á Alvogen-vellinum í kvöld en KR lék manni færri í 60 mínútur í dag. 20. september 2015 19:15