Langt hlé gæti þýtt að hlaupið verði stórt Svavar Hávarðsson skrifar 30. september 2015 07:00 Hlaup úr eystri katlinum eru stærri og koma sjaldnar en hlaup úr þeim vestari. Síðast hljóp úr katlinum í júní 2010. Skaftárhlaup er hafið og er búist við að flóðavatnið nái undan jökli seint á morgun eða á fimmtudag. Sagan kennir að búast megi við stóru flóði. Aldrei hefur áður liðið svo langur tími á milli flóða úr Eystri-Skaftárkatli. Snorri Zóphóníasson, hjá Veðurstofu Íslands, segir að íshellan yfir katlinum í vestanverðum Vatnajökli hafi tekið að síga hratt um miðnætti aðfaranótt sunnudags. Þó svo að Skaftá sé enn eins og hún á að sér, geti ekkert skýrt fallið í jöklinum annað en hlaup úr eystri katlinum. Hlaup úr honum var síðast í júní 2010, en þau eru alltaf mun stærri en þegar hleypur úr þeim vestari. Snorri bendir á að fram til þessa hafi aldrei liðið lengri tími en 36 mánuðir á milli hlaupa úr eystri katlinum. Það þarf þó ekki að þýða að hlaupið verði óvenju stórt, heldur bendi frekar til þess að jarðhitavirkni undir jöklinum sé minni en löngum fyrr og vatnssöfnunin hafi því tekið lengri tíma en þekkt er til þessa. Íshellan hefur heldur ekki risið afgerandi mikið meira en fyrir fyrri hlaup. „Við höfum undrast að vatnið skyldi ekki koma, satt að segja. En við höfum engin gögn um það að hlaupið verði stórt, en hins vegar hefur langt hlé til þessa þýtt stórt hlaup,“ segir Snorri sem bætir við að það sé hugsanlegt að meira vatn sé í katlinum en áður – ef hann er t.d. orðinn víðari en þekkt var áður. Þegar hlaupaannáll er skoðaður má sjá að síðan 1955 hafa komið 25 hlaup úr Eystri-Skaftárkatli – langflest hafa þau verið töluvert yfir þúsund rúmmetrum á sekúndu í hámarksrennsli. Veður Hlaup í Skaftá Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Erlent Fleiri fréttir Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Sjá meira
Skaftárhlaup er hafið og er búist við að flóðavatnið nái undan jökli seint á morgun eða á fimmtudag. Sagan kennir að búast megi við stóru flóði. Aldrei hefur áður liðið svo langur tími á milli flóða úr Eystri-Skaftárkatli. Snorri Zóphóníasson, hjá Veðurstofu Íslands, segir að íshellan yfir katlinum í vestanverðum Vatnajökli hafi tekið að síga hratt um miðnætti aðfaranótt sunnudags. Þó svo að Skaftá sé enn eins og hún á að sér, geti ekkert skýrt fallið í jöklinum annað en hlaup úr eystri katlinum. Hlaup úr honum var síðast í júní 2010, en þau eru alltaf mun stærri en þegar hleypur úr þeim vestari. Snorri bendir á að fram til þessa hafi aldrei liðið lengri tími en 36 mánuðir á milli hlaupa úr eystri katlinum. Það þarf þó ekki að þýða að hlaupið verði óvenju stórt, heldur bendi frekar til þess að jarðhitavirkni undir jöklinum sé minni en löngum fyrr og vatnssöfnunin hafi því tekið lengri tíma en þekkt er til þessa. Íshellan hefur heldur ekki risið afgerandi mikið meira en fyrir fyrri hlaup. „Við höfum undrast að vatnið skyldi ekki koma, satt að segja. En við höfum engin gögn um það að hlaupið verði stórt, en hins vegar hefur langt hlé til þessa þýtt stórt hlaup,“ segir Snorri sem bætir við að það sé hugsanlegt að meira vatn sé í katlinum en áður – ef hann er t.d. orðinn víðari en þekkt var áður. Þegar hlaupaannáll er skoðaður má sjá að síðan 1955 hafa komið 25 hlaup úr Eystri-Skaftárkatli – langflest hafa þau verið töluvert yfir þúsund rúmmetrum á sekúndu í hámarksrennsli.
Veður Hlaup í Skaftá Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Erlent Fleiri fréttir Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Sjá meira