Íslenski boltinn

Bjarni Jóhannsson aftur til Eyja

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Bjarni Jóhannsson er kominn aftur til Eyja.
Bjarni Jóhannsson er kominn aftur til Eyja. vísir/stefán
Bjarni Jóhannsson var í dag ráðinn þjálfari ÍBV, en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Eyjaliðið og stýrir því í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð.

Bjarni tekur við starfinu af Jóhannesi Harðarsyni og Ásmundi Arnarssyni sem þjálfuðu liðið á síðustu leiktíð, en eftir erfiða byrjun tókst Ásmundi að halda liðinu uppi eftir að hann tók við.

Bjarni er að taka við ÍBV-liðinu öðru sinni, en hann stýrði því frá 1997-1999 og gerði liðið að Íslandsmeistara tvö ár í röð 1997 og 1998. Þá vann liðið tvennuna seinna árið.

Eftir tímabilið 1999, þar sem Bjarni skilaði Eyjaliðinu í annað sætið á eftir KR, tók hann við Fylki og gerði Árbæinga tvisvar sinnum að Íslandsmeisturum.

Hann þjálfaði síðan Grindavík, Breiðablik og Stjörnuna áður en hann fór aftur niður í 1. deildina og tók við KA fyrir sumarið 2013. Hann var látinn fara frá KA í sumar eftir að ljóst var að liðið kæmist ekki upp í efstu deild

Bjarni er fimmti maðurinn sem stýrir ÍBV síðan Heimir Hallgrímsson hætti árið 2011. Fram kemur í fréttatilkynningu frá ÍBV að Bjarni mun búa í Vestmannaeyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×