Indriði: Næ leikjafjölda pabba eftir svona ellefu ár Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. október 2015 15:48 KR-ingar fengu mikinn liðsstyrk í dag þegar miðvörðurinn Indriði Sigurðsson samdi við liðið til tveggja ára. Hann á enn fjóra leiki eftir með Viking Stavanger í Noregi þar sem hann hefur spilað undanfarin sjö ár, en verður með KR-ingum í Pepsi-deildinni næsta sumar. Indriði ákvað fyrir svolitlu síðan að koma heim og í raun var KR alltaf eina liðið í hans huga. „Þó maður hafi sagt annað kom lítið annað til greina. Ég held að önnur lið hafi ekki þorað við að reyna að fá mig. Þau vissu líklega að það væri ekkert vit í því. Ég var alltaf að fara að enda í KR,“ sagði Indriði við Vísi í KR-heiminum í dag, en hvenær tók hann þessa ákvörðun? „Ég ákvað þetta í janúar, eða fyrra haust. Ég hef alltaf sagt, að þegar frúin væri tilbúin til að fara heim myndi ég íhuga það. Tímapunkturinn var réttur núna upp á það og svo erum við með börn sem eru að byrja í skóla. Mig langaði líka að enda heima á meðan ég á eitthvað smá inni.“Kem með ákveðna reynslu Indriði, sem er fæddur 1981 og hefur verið í atvinnumennsku í 16 ár samfellt, virðist eiga meira en eitthvað smá inni. Hann hefur verið fyrirliði Viking síðan 2011 og virðist spila betur með hverju árinu sem líður. „Seinustu þrjú ár hafa verið mín bestu og vonandi á ég meira inni. Vonandi get ég látið gott af mér leiða hér í Frostaskjólinu,“ sagði Indriði, en hvað kemur hann með inn í KR-liðið? „Maður kemur með ákveðna reynslu og karakter inn í þetta. Ég legg mig alltaf 100 prósent fram og vill gera hlutina almennilega. Ég get líka kannski kennt þessum yngri sem eru að stíga upp og beint þeim áfram. Fyrst og fremst ætti ég að geta hjálpað að fá smá skikka á varnarleikinn þó hann hafi verið sterkur í sumar.“Ætlar að standa sig Margir atvinnumenn hafa komið heim í Pepsi-deildina og valdið ákveðnum vonbrigðum. Indriði segist vita allt um það og ætlar að passa að svo fari ekki hjá sér. „Ég er mjög meðvitaður um það,“ sagði hann ákveðinn. „Ég veit að þetta verður ekki tekið bara með hægri hér. Deildin er orðin svo miklu betri og hér er mikið af duglegum strákum sem leggja mikið á sig. Ég sjálfur verð að gera það líka.“ „Ef maður ætlar að enda þetta almennilega þá er eins gott að gera hlutina almennilega. Ég er klár á því, að ef ég á að geta látið gott af mér leiða verð ég að gera hlutina 100 prósent sjálfur. Ég hef líka mikinn metnað fyrir að gera það.“KR-ingur í húð og hár Indriði skartar glæsilegu skeggi þessa dagana og þar sem aldurinn er aðeins farinn að færast yfir hann er komið smá hvítt í skeggið. Svart og hvítt. Það er kannski við hæfi enda Indriði mikill KR-ingur. Pabbi hans, Sigurður Indriðason, spilaði lengi með KR og þarf Indriði að framlengja ferilinn töluvert ef hann á að ná leikjafjölda föður síns. „Ég er fæddur inn í KR-fjölskylduna og giftur inn í hana líka. Tengdafjölskyldan er þar líka. Ég sagði þegar ég væri yngri að markmið mitt væri að spila fleiri leiki fyrir KR en pabbi. Ég byrja í ár og þá á ég svona ellefu tímabil eftir. Þá kannski næ ég honum,“ sagði Indriði Sigurðsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
KR-ingar fengu mikinn liðsstyrk í dag þegar miðvörðurinn Indriði Sigurðsson samdi við liðið til tveggja ára. Hann á enn fjóra leiki eftir með Viking Stavanger í Noregi þar sem hann hefur spilað undanfarin sjö ár, en verður með KR-ingum í Pepsi-deildinni næsta sumar. Indriði ákvað fyrir svolitlu síðan að koma heim og í raun var KR alltaf eina liðið í hans huga. „Þó maður hafi sagt annað kom lítið annað til greina. Ég held að önnur lið hafi ekki þorað við að reyna að fá mig. Þau vissu líklega að það væri ekkert vit í því. Ég var alltaf að fara að enda í KR,“ sagði Indriði við Vísi í KR-heiminum í dag, en hvenær tók hann þessa ákvörðun? „Ég ákvað þetta í janúar, eða fyrra haust. Ég hef alltaf sagt, að þegar frúin væri tilbúin til að fara heim myndi ég íhuga það. Tímapunkturinn var réttur núna upp á það og svo erum við með börn sem eru að byrja í skóla. Mig langaði líka að enda heima á meðan ég á eitthvað smá inni.“Kem með ákveðna reynslu Indriði, sem er fæddur 1981 og hefur verið í atvinnumennsku í 16 ár samfellt, virðist eiga meira en eitthvað smá inni. Hann hefur verið fyrirliði Viking síðan 2011 og virðist spila betur með hverju árinu sem líður. „Seinustu þrjú ár hafa verið mín bestu og vonandi á ég meira inni. Vonandi get ég látið gott af mér leiða hér í Frostaskjólinu,“ sagði Indriði, en hvað kemur hann með inn í KR-liðið? „Maður kemur með ákveðna reynslu og karakter inn í þetta. Ég legg mig alltaf 100 prósent fram og vill gera hlutina almennilega. Ég get líka kannski kennt þessum yngri sem eru að stíga upp og beint þeim áfram. Fyrst og fremst ætti ég að geta hjálpað að fá smá skikka á varnarleikinn þó hann hafi verið sterkur í sumar.“Ætlar að standa sig Margir atvinnumenn hafa komið heim í Pepsi-deildina og valdið ákveðnum vonbrigðum. Indriði segist vita allt um það og ætlar að passa að svo fari ekki hjá sér. „Ég er mjög meðvitaður um það,“ sagði hann ákveðinn. „Ég veit að þetta verður ekki tekið bara með hægri hér. Deildin er orðin svo miklu betri og hér er mikið af duglegum strákum sem leggja mikið á sig. Ég sjálfur verð að gera það líka.“ „Ef maður ætlar að enda þetta almennilega þá er eins gott að gera hlutina almennilega. Ég er klár á því, að ef ég á að geta látið gott af mér leiða verð ég að gera hlutina 100 prósent sjálfur. Ég hef líka mikinn metnað fyrir að gera það.“KR-ingur í húð og hár Indriði skartar glæsilegu skeggi þessa dagana og þar sem aldurinn er aðeins farinn að færast yfir hann er komið smá hvítt í skeggið. Svart og hvítt. Það er kannski við hæfi enda Indriði mikill KR-ingur. Pabbi hans, Sigurður Indriðason, spilaði lengi með KR og þarf Indriði að framlengja ferilinn töluvert ef hann á að ná leikjafjölda föður síns. „Ég er fæddur inn í KR-fjölskylduna og giftur inn í hana líka. Tengdafjölskyldan er þar líka. Ég sagði þegar ég væri yngri að markmið mitt væri að spila fleiri leiki fyrir KR en pabbi. Ég byrja í ár og þá á ég svona ellefu tímabil eftir. Þá kannski næ ég honum,“ sagði Indriði Sigurðsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira