Rektor má opna byggingar og kennslustofur Háskóla Íslands í verkfalli SFR Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. október 2015 15:14 Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ. vísir/gva Komi til skyndiverkfalls SFR í næstu viku mun byggingum Háskóla Íslands verða lokað þar sem umsjónarmenn fasteigna skólans eru félagsmenn í SFR. Þá verða kennslustofur jafnframt lokaðar og mun hefðbundin kennsla því falla niður. Þær byggingar sem ekki opna rafrænt verða læstar komi til verkfalls. Þar á meðal eru Aðalbygging, Læknagarður, Eirberg, Skipholt 37, Bolholt 6-8, Nýi Garður og kennsluhús á Laugarvatni. Háskólabíó er þó undanskilið þar sem umsjónarmaðurinn þar er ekki í SFR og mun því vera kennt í bíóinu.BSRB dæmt skaðabótaskylt vegna verkfallsvörslu í verkfalli húsvarða HÍ Hins vegar er það svo að árið 1986 féll dómur í Hæstarétti þar sem BSRB var dæmt skaðabótaskylt gagnvart Háskóla Íslands vegna ólögmætra aðgerða stéttarfélagsins í verkfalli húsvarða skólans árið 1984. Rektor reyndi þá að opna byggingar en var meinað það þar sem verkfallsverðir töldu það verkfallsbrot að ganga þannig í störf húsvarða, sem sáu um að opna og læsa fasteignum skólans. Hæstiréttur mat það hins vegar sem svo að rektor hefði verið heimilt að opna byggingarnar þar sem hann væri yfirmaður stjórnsýslu skólans.Árni Stefán Jónsson, formaður SFR.vísir/antonSpurning um siðferðislega afstöðu stjórnenda Það má því velta því upp hvort að kennsla þurfi að falla niður í HÍ vegna verkfallsins, líkt og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, gerir í grein hér á Vísi í dag. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir það felast í dómnum að rektor, og þá væntanlega aðrir forsvarsmenn ríkisstofnana, megi ganga í störf undirmanna sinna lagalega séð. Það sé hins vegar spurning hvort þeir kjósi að gera það. „Við höfum bent á það, að þó að þetta sé í sjálfu sér heimilt samkvæmt dómnum, þá er þetta spurning um hina siðferðislegu afstöðu forstjórans, eða rektors í þessu tilviki, með því að teygja sig svona langt og vera valdur þess að lengja þá deiluna og koma í veg fyrir að menn séu fljótari að ganga frá málunum,“ segir Árni Stefán í samtali við Vísi og bætir við að stéttarfélögin hafa sinn verkfallsrétt til að knýja fram lausn í kjaradeilum. Inngrip á borð við það að ganga í störf undirmanna séu aðeins til þess fallin að lengja deiluna. „Ég veit það að forstjórum ríkisstofnana dettur þetta ekki í hug. Ég hef talað við þá fjölmarga og þeirra afstaða er sú að ef að það er verkfall þá er verkfall. Það leysir engan vanda að þeir fari að ganga í störf undirmanna sinna.“Rektor mun virða verkfallsréttinn Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir málið afar erfitt og alvarlegt fyrir skólann en að hann muni virða verkfallsrétt félagsmanna SFR. Hann ætlar því ekki að fara um og opna byggingar og kennslustofur. „Við vonum svo sannarlega að þetta muni leysast sem allra fyrst og að það komi ekki til verkfalls. En við munum virða verkfallsréttinn,“ segir Jón Atli í samtali við Vísi. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lagadeildin lokuð? Gott væri að rektor Háskóla Íslands svaraði því hvers vegna hann hyggst ekki láta reyna á rétt sinn sem vinnuveitanda til að ganga í störf undirmanna þegar hann hefur jafntraustan lagalegan grunn undir fótum og raun ber vitni. 9. október 2015 09:52 Stéttarfélögin kröfðu forsætisráðherra um að ríkið gangi til samninga Hundruð félagsmanna SFR komu saman við stjórnarráðið í morgun til að vekja athygli á þeirri kjaradeilu sem þeir eiga nú í við ríkið. 9. október 2015 10:29 Segir ríkið hafa mætt tómhent á fund Að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR, mætti ríkið tómhent til fundarins og því ekkert að semja um. Félagsmenn SFR og sjúkraliðafélagsins stefna að öllu óbreyttu í allsherjarverkfall þann 15. október. 7. október 2015 07:00 Skellt í lás í Háskóla Íslands Hefðbundin kennsla í Háskóla Íslands mun lamast komi til verkfalls SFR þar sem kennslustofur verða ekki opnaðar. 7. október 2015 14:56 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Komi til skyndiverkfalls SFR í næstu viku mun byggingum Háskóla Íslands verða lokað þar sem umsjónarmenn fasteigna skólans eru félagsmenn í SFR. Þá verða kennslustofur jafnframt lokaðar og mun hefðbundin kennsla því falla niður. Þær byggingar sem ekki opna rafrænt verða læstar komi til verkfalls. Þar á meðal eru Aðalbygging, Læknagarður, Eirberg, Skipholt 37, Bolholt 6-8, Nýi Garður og kennsluhús á Laugarvatni. Háskólabíó er þó undanskilið þar sem umsjónarmaðurinn þar er ekki í SFR og mun því vera kennt í bíóinu.BSRB dæmt skaðabótaskylt vegna verkfallsvörslu í verkfalli húsvarða HÍ Hins vegar er það svo að árið 1986 féll dómur í Hæstarétti þar sem BSRB var dæmt skaðabótaskylt gagnvart Háskóla Íslands vegna ólögmætra aðgerða stéttarfélagsins í verkfalli húsvarða skólans árið 1984. Rektor reyndi þá að opna byggingar en var meinað það þar sem verkfallsverðir töldu það verkfallsbrot að ganga þannig í störf húsvarða, sem sáu um að opna og læsa fasteignum skólans. Hæstiréttur mat það hins vegar sem svo að rektor hefði verið heimilt að opna byggingarnar þar sem hann væri yfirmaður stjórnsýslu skólans.Árni Stefán Jónsson, formaður SFR.vísir/antonSpurning um siðferðislega afstöðu stjórnenda Það má því velta því upp hvort að kennsla þurfi að falla niður í HÍ vegna verkfallsins, líkt og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, gerir í grein hér á Vísi í dag. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir það felast í dómnum að rektor, og þá væntanlega aðrir forsvarsmenn ríkisstofnana, megi ganga í störf undirmanna sinna lagalega séð. Það sé hins vegar spurning hvort þeir kjósi að gera það. „Við höfum bent á það, að þó að þetta sé í sjálfu sér heimilt samkvæmt dómnum, þá er þetta spurning um hina siðferðislegu afstöðu forstjórans, eða rektors í þessu tilviki, með því að teygja sig svona langt og vera valdur þess að lengja þá deiluna og koma í veg fyrir að menn séu fljótari að ganga frá málunum,“ segir Árni Stefán í samtali við Vísi og bætir við að stéttarfélögin hafa sinn verkfallsrétt til að knýja fram lausn í kjaradeilum. Inngrip á borð við það að ganga í störf undirmanna séu aðeins til þess fallin að lengja deiluna. „Ég veit það að forstjórum ríkisstofnana dettur þetta ekki í hug. Ég hef talað við þá fjölmarga og þeirra afstaða er sú að ef að það er verkfall þá er verkfall. Það leysir engan vanda að þeir fari að ganga í störf undirmanna sinna.“Rektor mun virða verkfallsréttinn Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir málið afar erfitt og alvarlegt fyrir skólann en að hann muni virða verkfallsrétt félagsmanna SFR. Hann ætlar því ekki að fara um og opna byggingar og kennslustofur. „Við vonum svo sannarlega að þetta muni leysast sem allra fyrst og að það komi ekki til verkfalls. En við munum virða verkfallsréttinn,“ segir Jón Atli í samtali við Vísi.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lagadeildin lokuð? Gott væri að rektor Háskóla Íslands svaraði því hvers vegna hann hyggst ekki láta reyna á rétt sinn sem vinnuveitanda til að ganga í störf undirmanna þegar hann hefur jafntraustan lagalegan grunn undir fótum og raun ber vitni. 9. október 2015 09:52 Stéttarfélögin kröfðu forsætisráðherra um að ríkið gangi til samninga Hundruð félagsmanna SFR komu saman við stjórnarráðið í morgun til að vekja athygli á þeirri kjaradeilu sem þeir eiga nú í við ríkið. 9. október 2015 10:29 Segir ríkið hafa mætt tómhent á fund Að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR, mætti ríkið tómhent til fundarins og því ekkert að semja um. Félagsmenn SFR og sjúkraliðafélagsins stefna að öllu óbreyttu í allsherjarverkfall þann 15. október. 7. október 2015 07:00 Skellt í lás í Háskóla Íslands Hefðbundin kennsla í Háskóla Íslands mun lamast komi til verkfalls SFR þar sem kennslustofur verða ekki opnaðar. 7. október 2015 14:56 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Lagadeildin lokuð? Gott væri að rektor Háskóla Íslands svaraði því hvers vegna hann hyggst ekki láta reyna á rétt sinn sem vinnuveitanda til að ganga í störf undirmanna þegar hann hefur jafntraustan lagalegan grunn undir fótum og raun ber vitni. 9. október 2015 09:52
Stéttarfélögin kröfðu forsætisráðherra um að ríkið gangi til samninga Hundruð félagsmanna SFR komu saman við stjórnarráðið í morgun til að vekja athygli á þeirri kjaradeilu sem þeir eiga nú í við ríkið. 9. október 2015 10:29
Segir ríkið hafa mætt tómhent á fund Að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR, mætti ríkið tómhent til fundarins og því ekkert að semja um. Félagsmenn SFR og sjúkraliðafélagsins stefna að öllu óbreyttu í allsherjarverkfall þann 15. október. 7. október 2015 07:00
Skellt í lás í Háskóla Íslands Hefðbundin kennsla í Háskóla Íslands mun lamast komi til verkfalls SFR þar sem kennslustofur verða ekki opnaðar. 7. október 2015 14:56