Blatter og Platini báðir búnir að áfrýja 90 daga banninu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2015 13:28 Sepp Blatter og Michel Platini. Vísir/Getty Forseti FIFA Sepp Blatter og varaforsetinn Michel Platini voru báðir skikkaðir í 90 daga leyfi frá störfum sínum fyrir FIFA í gær en Siðanefnd sambandsins tók þessa ákvörðun í framhaldi af því að þeir sæta nú báðir rannsókn vegna spillingarmála. Blatter og Platini höfðu tvo daga til að koma með formlega athugasemd við bannið og þeir ákváðu báðir að áfrýja því til áfrýjunarnefndar Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Hinn 79 ára gamli Sepp Blatter heldur fram sakleysi sínu, segist hafa gögn sem sanni sakleysi sitt og kallaði glæparannsóknina á sér svívirðilega. Platini er einnig mjög ósáttur við þróun mála og telur að einhver sé að reyna að koma sök á sig. Þrátt fyrir að Blatter og Platini hafi áfrýjað banninu mega þeir áfram ekkert koma nálægt knattspyrnumálum fyrr en áfrýjun þeirra verður tekin fyrir. Issa Hayatou, forseti afríska knattspyrnusambandsins, verður starfandi formaður FIFA á meðan Sepp Blatter er í banni og Spánverjinn Angel Villar Llona mun að öllum líkindum leysa Michel Platini af sem forseti UEFA. UEFA hefur hingað til stutt við bakið á Michel Platini en fulltrúar aðildarlandanna 54 munu hittast næsta fimmtudag í Nyon þar sem þetta krísuástand verður rætt. Vikuna á eftir mun síðan Framkvæmdarnefnd FIFA væntanlega halda sérstakan neyðarfund um málið. „Hann hefur þegar áfrýjað til áfrýjunarnefndar FIFA. Hann ætlar að verja sig og er öruggur um það að hann verði fundinn saklaus," sagði Klaus Stohlker, ráðgjafi og vinur Sepp Blatter við Sky Sports. FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Platini harðorður í nýrri yfirlýsingu Sakar óheiðarlegan aðila innan FIFA um að hafa lekið málinu í fjölmiðla. 8. október 2015 10:39 Platini fékk 258 milljónir króna frá FIFA Vill ekki útskýra af hverju hann fékk himinháa launagreiðslu frá FIFA fyrir níu ára gamla vinnu. 8. október 2015 07:45 FIFA setur Blatter, Platini og Valcke alla í 90 daga bann Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur leyst þá Sepp Blatter, forseta FIFA, Jerome Valcke, aðalritara FIFA og Michel Platini, varaformann FIFA, alla frá störfum í 90 daga en þeir hafa allir verið bendlaðir við spillingarmál innan knattspyrnuforystunnar. 8. október 2015 11:14 69 ára Kamerúnmaður verður æðsti maður FIFA næstu 90 dagana Sepp Blatter, foreti FIFA, má ekki koma nálægt knattspyrnumálum næstu 90 daga eftir að Siðanefnd sambandsins leysti hann tímabundið frá störfum í dag. 8. október 2015 17:30 Blatter lofar nýjum sönnunargögnum sem sanni sakleysi hans Sepp Blater, forseti FIFA, var í dag dæmdur af siðanefnd sambandsins í 90 daga bann frá knattspyrnumálum vegna rannsóknar á spillingarmálum tengdum honum. 8. október 2015 13:00 Bach fékk nóg af FIFA Forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar segir að það sé löngu tímabært að FIFA taki til hjá sér. 9. október 2015 13:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
Forseti FIFA Sepp Blatter og varaforsetinn Michel Platini voru báðir skikkaðir í 90 daga leyfi frá störfum sínum fyrir FIFA í gær en Siðanefnd sambandsins tók þessa ákvörðun í framhaldi af því að þeir sæta nú báðir rannsókn vegna spillingarmála. Blatter og Platini höfðu tvo daga til að koma með formlega athugasemd við bannið og þeir ákváðu báðir að áfrýja því til áfrýjunarnefndar Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Hinn 79 ára gamli Sepp Blatter heldur fram sakleysi sínu, segist hafa gögn sem sanni sakleysi sitt og kallaði glæparannsóknina á sér svívirðilega. Platini er einnig mjög ósáttur við þróun mála og telur að einhver sé að reyna að koma sök á sig. Þrátt fyrir að Blatter og Platini hafi áfrýjað banninu mega þeir áfram ekkert koma nálægt knattspyrnumálum fyrr en áfrýjun þeirra verður tekin fyrir. Issa Hayatou, forseti afríska knattspyrnusambandsins, verður starfandi formaður FIFA á meðan Sepp Blatter er í banni og Spánverjinn Angel Villar Llona mun að öllum líkindum leysa Michel Platini af sem forseti UEFA. UEFA hefur hingað til stutt við bakið á Michel Platini en fulltrúar aðildarlandanna 54 munu hittast næsta fimmtudag í Nyon þar sem þetta krísuástand verður rætt. Vikuna á eftir mun síðan Framkvæmdarnefnd FIFA væntanlega halda sérstakan neyðarfund um málið. „Hann hefur þegar áfrýjað til áfrýjunarnefndar FIFA. Hann ætlar að verja sig og er öruggur um það að hann verði fundinn saklaus," sagði Klaus Stohlker, ráðgjafi og vinur Sepp Blatter við Sky Sports.
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Platini harðorður í nýrri yfirlýsingu Sakar óheiðarlegan aðila innan FIFA um að hafa lekið málinu í fjölmiðla. 8. október 2015 10:39 Platini fékk 258 milljónir króna frá FIFA Vill ekki útskýra af hverju hann fékk himinháa launagreiðslu frá FIFA fyrir níu ára gamla vinnu. 8. október 2015 07:45 FIFA setur Blatter, Platini og Valcke alla í 90 daga bann Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur leyst þá Sepp Blatter, forseta FIFA, Jerome Valcke, aðalritara FIFA og Michel Platini, varaformann FIFA, alla frá störfum í 90 daga en þeir hafa allir verið bendlaðir við spillingarmál innan knattspyrnuforystunnar. 8. október 2015 11:14 69 ára Kamerúnmaður verður æðsti maður FIFA næstu 90 dagana Sepp Blatter, foreti FIFA, má ekki koma nálægt knattspyrnumálum næstu 90 daga eftir að Siðanefnd sambandsins leysti hann tímabundið frá störfum í dag. 8. október 2015 17:30 Blatter lofar nýjum sönnunargögnum sem sanni sakleysi hans Sepp Blater, forseti FIFA, var í dag dæmdur af siðanefnd sambandsins í 90 daga bann frá knattspyrnumálum vegna rannsóknar á spillingarmálum tengdum honum. 8. október 2015 13:00 Bach fékk nóg af FIFA Forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar segir að það sé löngu tímabært að FIFA taki til hjá sér. 9. október 2015 13:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
Platini harðorður í nýrri yfirlýsingu Sakar óheiðarlegan aðila innan FIFA um að hafa lekið málinu í fjölmiðla. 8. október 2015 10:39
Platini fékk 258 milljónir króna frá FIFA Vill ekki útskýra af hverju hann fékk himinháa launagreiðslu frá FIFA fyrir níu ára gamla vinnu. 8. október 2015 07:45
FIFA setur Blatter, Platini og Valcke alla í 90 daga bann Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur leyst þá Sepp Blatter, forseta FIFA, Jerome Valcke, aðalritara FIFA og Michel Platini, varaformann FIFA, alla frá störfum í 90 daga en þeir hafa allir verið bendlaðir við spillingarmál innan knattspyrnuforystunnar. 8. október 2015 11:14
69 ára Kamerúnmaður verður æðsti maður FIFA næstu 90 dagana Sepp Blatter, foreti FIFA, má ekki koma nálægt knattspyrnumálum næstu 90 daga eftir að Siðanefnd sambandsins leysti hann tímabundið frá störfum í dag. 8. október 2015 17:30
Blatter lofar nýjum sönnunargögnum sem sanni sakleysi hans Sepp Blater, forseti FIFA, var í dag dæmdur af siðanefnd sambandsins í 90 daga bann frá knattspyrnumálum vegna rannsóknar á spillingarmálum tengdum honum. 8. október 2015 13:00
Bach fékk nóg af FIFA Forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar segir að það sé löngu tímabært að FIFA taki til hjá sér. 9. október 2015 13:00