Blatter og Platini báðir búnir að áfrýja 90 daga banninu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2015 13:28 Sepp Blatter og Michel Platini. Vísir/Getty Forseti FIFA Sepp Blatter og varaforsetinn Michel Platini voru báðir skikkaðir í 90 daga leyfi frá störfum sínum fyrir FIFA í gær en Siðanefnd sambandsins tók þessa ákvörðun í framhaldi af því að þeir sæta nú báðir rannsókn vegna spillingarmála. Blatter og Platini höfðu tvo daga til að koma með formlega athugasemd við bannið og þeir ákváðu báðir að áfrýja því til áfrýjunarnefndar Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Hinn 79 ára gamli Sepp Blatter heldur fram sakleysi sínu, segist hafa gögn sem sanni sakleysi sitt og kallaði glæparannsóknina á sér svívirðilega. Platini er einnig mjög ósáttur við þróun mála og telur að einhver sé að reyna að koma sök á sig. Þrátt fyrir að Blatter og Platini hafi áfrýjað banninu mega þeir áfram ekkert koma nálægt knattspyrnumálum fyrr en áfrýjun þeirra verður tekin fyrir. Issa Hayatou, forseti afríska knattspyrnusambandsins, verður starfandi formaður FIFA á meðan Sepp Blatter er í banni og Spánverjinn Angel Villar Llona mun að öllum líkindum leysa Michel Platini af sem forseti UEFA. UEFA hefur hingað til stutt við bakið á Michel Platini en fulltrúar aðildarlandanna 54 munu hittast næsta fimmtudag í Nyon þar sem þetta krísuástand verður rætt. Vikuna á eftir mun síðan Framkvæmdarnefnd FIFA væntanlega halda sérstakan neyðarfund um málið. „Hann hefur þegar áfrýjað til áfrýjunarnefndar FIFA. Hann ætlar að verja sig og er öruggur um það að hann verði fundinn saklaus," sagði Klaus Stohlker, ráðgjafi og vinur Sepp Blatter við Sky Sports. FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Platini harðorður í nýrri yfirlýsingu Sakar óheiðarlegan aðila innan FIFA um að hafa lekið málinu í fjölmiðla. 8. október 2015 10:39 Platini fékk 258 milljónir króna frá FIFA Vill ekki útskýra af hverju hann fékk himinháa launagreiðslu frá FIFA fyrir níu ára gamla vinnu. 8. október 2015 07:45 FIFA setur Blatter, Platini og Valcke alla í 90 daga bann Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur leyst þá Sepp Blatter, forseta FIFA, Jerome Valcke, aðalritara FIFA og Michel Platini, varaformann FIFA, alla frá störfum í 90 daga en þeir hafa allir verið bendlaðir við spillingarmál innan knattspyrnuforystunnar. 8. október 2015 11:14 69 ára Kamerúnmaður verður æðsti maður FIFA næstu 90 dagana Sepp Blatter, foreti FIFA, má ekki koma nálægt knattspyrnumálum næstu 90 daga eftir að Siðanefnd sambandsins leysti hann tímabundið frá störfum í dag. 8. október 2015 17:30 Blatter lofar nýjum sönnunargögnum sem sanni sakleysi hans Sepp Blater, forseti FIFA, var í dag dæmdur af siðanefnd sambandsins í 90 daga bann frá knattspyrnumálum vegna rannsóknar á spillingarmálum tengdum honum. 8. október 2015 13:00 Bach fékk nóg af FIFA Forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar segir að það sé löngu tímabært að FIFA taki til hjá sér. 9. október 2015 13:00 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Forseti FIFA Sepp Blatter og varaforsetinn Michel Platini voru báðir skikkaðir í 90 daga leyfi frá störfum sínum fyrir FIFA í gær en Siðanefnd sambandsins tók þessa ákvörðun í framhaldi af því að þeir sæta nú báðir rannsókn vegna spillingarmála. Blatter og Platini höfðu tvo daga til að koma með formlega athugasemd við bannið og þeir ákváðu báðir að áfrýja því til áfrýjunarnefndar Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Hinn 79 ára gamli Sepp Blatter heldur fram sakleysi sínu, segist hafa gögn sem sanni sakleysi sitt og kallaði glæparannsóknina á sér svívirðilega. Platini er einnig mjög ósáttur við þróun mála og telur að einhver sé að reyna að koma sök á sig. Þrátt fyrir að Blatter og Platini hafi áfrýjað banninu mega þeir áfram ekkert koma nálægt knattspyrnumálum fyrr en áfrýjun þeirra verður tekin fyrir. Issa Hayatou, forseti afríska knattspyrnusambandsins, verður starfandi formaður FIFA á meðan Sepp Blatter er í banni og Spánverjinn Angel Villar Llona mun að öllum líkindum leysa Michel Platini af sem forseti UEFA. UEFA hefur hingað til stutt við bakið á Michel Platini en fulltrúar aðildarlandanna 54 munu hittast næsta fimmtudag í Nyon þar sem þetta krísuástand verður rætt. Vikuna á eftir mun síðan Framkvæmdarnefnd FIFA væntanlega halda sérstakan neyðarfund um málið. „Hann hefur þegar áfrýjað til áfrýjunarnefndar FIFA. Hann ætlar að verja sig og er öruggur um það að hann verði fundinn saklaus," sagði Klaus Stohlker, ráðgjafi og vinur Sepp Blatter við Sky Sports.
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Platini harðorður í nýrri yfirlýsingu Sakar óheiðarlegan aðila innan FIFA um að hafa lekið málinu í fjölmiðla. 8. október 2015 10:39 Platini fékk 258 milljónir króna frá FIFA Vill ekki útskýra af hverju hann fékk himinháa launagreiðslu frá FIFA fyrir níu ára gamla vinnu. 8. október 2015 07:45 FIFA setur Blatter, Platini og Valcke alla í 90 daga bann Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur leyst þá Sepp Blatter, forseta FIFA, Jerome Valcke, aðalritara FIFA og Michel Platini, varaformann FIFA, alla frá störfum í 90 daga en þeir hafa allir verið bendlaðir við spillingarmál innan knattspyrnuforystunnar. 8. október 2015 11:14 69 ára Kamerúnmaður verður æðsti maður FIFA næstu 90 dagana Sepp Blatter, foreti FIFA, má ekki koma nálægt knattspyrnumálum næstu 90 daga eftir að Siðanefnd sambandsins leysti hann tímabundið frá störfum í dag. 8. október 2015 17:30 Blatter lofar nýjum sönnunargögnum sem sanni sakleysi hans Sepp Blater, forseti FIFA, var í dag dæmdur af siðanefnd sambandsins í 90 daga bann frá knattspyrnumálum vegna rannsóknar á spillingarmálum tengdum honum. 8. október 2015 13:00 Bach fékk nóg af FIFA Forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar segir að það sé löngu tímabært að FIFA taki til hjá sér. 9. október 2015 13:00 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Platini harðorður í nýrri yfirlýsingu Sakar óheiðarlegan aðila innan FIFA um að hafa lekið málinu í fjölmiðla. 8. október 2015 10:39
Platini fékk 258 milljónir króna frá FIFA Vill ekki útskýra af hverju hann fékk himinháa launagreiðslu frá FIFA fyrir níu ára gamla vinnu. 8. október 2015 07:45
FIFA setur Blatter, Platini og Valcke alla í 90 daga bann Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur leyst þá Sepp Blatter, forseta FIFA, Jerome Valcke, aðalritara FIFA og Michel Platini, varaformann FIFA, alla frá störfum í 90 daga en þeir hafa allir verið bendlaðir við spillingarmál innan knattspyrnuforystunnar. 8. október 2015 11:14
69 ára Kamerúnmaður verður æðsti maður FIFA næstu 90 dagana Sepp Blatter, foreti FIFA, má ekki koma nálægt knattspyrnumálum næstu 90 daga eftir að Siðanefnd sambandsins leysti hann tímabundið frá störfum í dag. 8. október 2015 17:30
Blatter lofar nýjum sönnunargögnum sem sanni sakleysi hans Sepp Blater, forseti FIFA, var í dag dæmdur af siðanefnd sambandsins í 90 daga bann frá knattspyrnumálum vegna rannsóknar á spillingarmálum tengdum honum. 8. október 2015 13:00
Bach fékk nóg af FIFA Forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar segir að það sé löngu tímabært að FIFA taki til hjá sér. 9. október 2015 13:00