Blatter lofar nýjum sönnunargögnum sem sanni sakleysi hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2015 13:00 Sepp Blatter og Vladimir Putin. Vísir/Getty Sepp Blater, forseti FIFA, var í dag dæmdur af siðanefnd sambandsins í 90 daga bann frá knattspyrnumálum vegna rannsóknar á spillingarmálum tengdum honum. Lögmenn Sepp Blater segja skjólstæðing sinn vera vonsvikinn með ákvörðun siðanefndarinnar en þeir sendu frá sér yfirlýsingu um málið. „Blatter forseti varð fyrir vonbrigðum með að Siðanefnd FIFA hafi ekki fylgt eftir sínum siða- og vinnureglum og gefið honum tækifæri til að segja sína hlið á málinu," segir í yfirlýsingu frá lögmönnum hans Lorenz Erni og Richard Cullen. „Siðanefndin byggir úrskurð sinn á misskilningi svissnesk saksóknara sem hefur hafið rannsókn á forsetanum en á enn eftir að birta einhverja kæru. Saksóknarinn mun þurfa að hætta með málið takist honum ekki að koma með sannanir," segir í yfirlýsingunni og þar kemur líka fram að von sé á upplýsingum frá Sepp Blatter tengdu þessu máli. „Blatter forseti hlakkar til þess að fá tækifæri til að koma fram með sönnunargögn sem sýna fram á það að hann tók ekki þátt í neinu misferli, ólöglegu eða annarskonar," segir í umræddri yfirlýsingu. Sepp Blater var endurkjörinn forseti FIFA í fjórða sinn í maí á þessu ári en spillingarmál FIFA hafa tröllriðið allri umræðu um Alþjóðaknattspyrnusambandið síðan að fjölmargir háttsettir fulltrúar FIFA voru handteknir rétt fyrir ársþingið. Sepp Blater boðaði nýjar forsetakosningar hjá FIFA aðeins nokkrum dögum eftir að hann var endurkjörinn forseti. Nýr forseti verður kosinn á næsta ári. Hann hefur síðan bæst í þann hóp FIFA-manna sem eru flæktir í rannsókn á spillingar- og mútumálum innan FIFA. FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Platini harðorður í nýrri yfirlýsingu Sakar óheiðarlegan aðila innan FIFA um að hafa lekið málinu í fjölmiðla. 8. október 2015 10:39 Platini fékk 258 milljónir króna frá FIFA Vill ekki útskýra af hverju hann fékk himinháa launagreiðslu frá FIFA fyrir níu ára gamla vinnu. 8. október 2015 07:45 FIFA setur Blatter, Platini og Valcke alla í 90 daga bann Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur leyst þá Sepp Blatter, forseta FIFA, Jerome Valcke, aðalritara FIFA og Michel Platini, varaformann FIFA, alla frá störfum í 90 daga en þeir hafa allir verið bendlaðir við spillingarmál innan knattspyrnuforystunnar. 8. október 2015 11:14 Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Sepp Blater, forseti FIFA, var í dag dæmdur af siðanefnd sambandsins í 90 daga bann frá knattspyrnumálum vegna rannsóknar á spillingarmálum tengdum honum. Lögmenn Sepp Blater segja skjólstæðing sinn vera vonsvikinn með ákvörðun siðanefndarinnar en þeir sendu frá sér yfirlýsingu um málið. „Blatter forseti varð fyrir vonbrigðum með að Siðanefnd FIFA hafi ekki fylgt eftir sínum siða- og vinnureglum og gefið honum tækifæri til að segja sína hlið á málinu," segir í yfirlýsingu frá lögmönnum hans Lorenz Erni og Richard Cullen. „Siðanefndin byggir úrskurð sinn á misskilningi svissnesk saksóknara sem hefur hafið rannsókn á forsetanum en á enn eftir að birta einhverja kæru. Saksóknarinn mun þurfa að hætta með málið takist honum ekki að koma með sannanir," segir í yfirlýsingunni og þar kemur líka fram að von sé á upplýsingum frá Sepp Blatter tengdu þessu máli. „Blatter forseti hlakkar til þess að fá tækifæri til að koma fram með sönnunargögn sem sýna fram á það að hann tók ekki þátt í neinu misferli, ólöglegu eða annarskonar," segir í umræddri yfirlýsingu. Sepp Blater var endurkjörinn forseti FIFA í fjórða sinn í maí á þessu ári en spillingarmál FIFA hafa tröllriðið allri umræðu um Alþjóðaknattspyrnusambandið síðan að fjölmargir háttsettir fulltrúar FIFA voru handteknir rétt fyrir ársþingið. Sepp Blater boðaði nýjar forsetakosningar hjá FIFA aðeins nokkrum dögum eftir að hann var endurkjörinn forseti. Nýr forseti verður kosinn á næsta ári. Hann hefur síðan bæst í þann hóp FIFA-manna sem eru flæktir í rannsókn á spillingar- og mútumálum innan FIFA.
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Platini harðorður í nýrri yfirlýsingu Sakar óheiðarlegan aðila innan FIFA um að hafa lekið málinu í fjölmiðla. 8. október 2015 10:39 Platini fékk 258 milljónir króna frá FIFA Vill ekki útskýra af hverju hann fékk himinháa launagreiðslu frá FIFA fyrir níu ára gamla vinnu. 8. október 2015 07:45 FIFA setur Blatter, Platini og Valcke alla í 90 daga bann Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur leyst þá Sepp Blatter, forseta FIFA, Jerome Valcke, aðalritara FIFA og Michel Platini, varaformann FIFA, alla frá störfum í 90 daga en þeir hafa allir verið bendlaðir við spillingarmál innan knattspyrnuforystunnar. 8. október 2015 11:14 Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Platini harðorður í nýrri yfirlýsingu Sakar óheiðarlegan aðila innan FIFA um að hafa lekið málinu í fjölmiðla. 8. október 2015 10:39
Platini fékk 258 milljónir króna frá FIFA Vill ekki útskýra af hverju hann fékk himinháa launagreiðslu frá FIFA fyrir níu ára gamla vinnu. 8. október 2015 07:45
FIFA setur Blatter, Platini og Valcke alla í 90 daga bann Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur leyst þá Sepp Blatter, forseta FIFA, Jerome Valcke, aðalritara FIFA og Michel Platini, varaformann FIFA, alla frá störfum í 90 daga en þeir hafa allir verið bendlaðir við spillingarmál innan knattspyrnuforystunnar. 8. október 2015 11:14