Þingmaður spyr hvað hafi farið úrskeiðis við ákvörðun refsinga í fíkniefnamálum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. október 2015 12:18 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spyr í færslu á Facebook-síðu sinni í dag hvað hafi farið úrskeiðis hjá íslenskum dómstólum við ákvörðun refsinga í fíkniefnamálum. Tilefnið er nýfallinn dómur Héraðsdóms Reykjaness en í morgun var hollensk kona dæmd í 11 ára fangelsi fyrir að flytja fíkniefni hingað til lands og íslenskur maður dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir að veita efnunum viðtöku. Dómurinn yfir konunni er einn sá þyngsti sem fallið hefur í fíkniefnamáli en hún var burðardýr. Refsiramminn fyrir fíkniefnasmygl er 12 ár og í því samhengi veltir þingmaðurinn eftirfarandi fyrir sér: „Þegar refsiramminn er nýttur í botn gagnvart burðardýrum er ekkert svigrúm til hærri refsinga gagnvart eigendum efnanna og skipuleggjendum innflutnings þeirra. Eða trúa menn enn að þungar refsingar séu réttu viðbrögðin við þeim heilbrigðisvanda sem neysla fíkniefna er?“ Í samtali við Vísi segir Brynjar að honum finnist erfitt að eiga við löggjöfina í þessum efnum. „Mér finnst að dómstólar ættu frekar að sveigja sig frá því hvernig þeir hafa ákvarðað refsingarnar hingað til. Þess vegna spyr ég hvað hafi farið úrskeiðis. Ég veit ekki af hverju þeir gera þetta og af hverju þetta verður svona í upphafi.“ Brynjar segir þó að þróunin seinustu ár hafi frekar verið sú að draga úr refsingunum. Því finnst honum dómurinn sem féll í dag koma eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Tengdar fréttir Einn þyngsti fíkniefnadómur á Íslandi: Ellefu ára fangelsi fyrir smygl Mirjam Foekje van Twuijver fékk ellefu ára dóm og Atli Freyr Fjölnisson, sem veitti fíkniefnunum viðtöku, fékk fimm ára dóm. 8. október 2015 10:24 Saksóknari í máli hollensku móðurinnar: „Þessi mál fara að sprengja refsirammann“ Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, segir þungan dóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun hafa komið sér að sumu leyti á óvart en að öðru ekki. 8. október 2015 11:47 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spyr í færslu á Facebook-síðu sinni í dag hvað hafi farið úrskeiðis hjá íslenskum dómstólum við ákvörðun refsinga í fíkniefnamálum. Tilefnið er nýfallinn dómur Héraðsdóms Reykjaness en í morgun var hollensk kona dæmd í 11 ára fangelsi fyrir að flytja fíkniefni hingað til lands og íslenskur maður dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir að veita efnunum viðtöku. Dómurinn yfir konunni er einn sá þyngsti sem fallið hefur í fíkniefnamáli en hún var burðardýr. Refsiramminn fyrir fíkniefnasmygl er 12 ár og í því samhengi veltir þingmaðurinn eftirfarandi fyrir sér: „Þegar refsiramminn er nýttur í botn gagnvart burðardýrum er ekkert svigrúm til hærri refsinga gagnvart eigendum efnanna og skipuleggjendum innflutnings þeirra. Eða trúa menn enn að þungar refsingar séu réttu viðbrögðin við þeim heilbrigðisvanda sem neysla fíkniefna er?“ Í samtali við Vísi segir Brynjar að honum finnist erfitt að eiga við löggjöfina í þessum efnum. „Mér finnst að dómstólar ættu frekar að sveigja sig frá því hvernig þeir hafa ákvarðað refsingarnar hingað til. Þess vegna spyr ég hvað hafi farið úrskeiðis. Ég veit ekki af hverju þeir gera þetta og af hverju þetta verður svona í upphafi.“ Brynjar segir þó að þróunin seinustu ár hafi frekar verið sú að draga úr refsingunum. Því finnst honum dómurinn sem féll í dag koma eins og skrattinn úr sauðarleggnum.
Tengdar fréttir Einn þyngsti fíkniefnadómur á Íslandi: Ellefu ára fangelsi fyrir smygl Mirjam Foekje van Twuijver fékk ellefu ára dóm og Atli Freyr Fjölnisson, sem veitti fíkniefnunum viðtöku, fékk fimm ára dóm. 8. október 2015 10:24 Saksóknari í máli hollensku móðurinnar: „Þessi mál fara að sprengja refsirammann“ Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, segir þungan dóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun hafa komið sér að sumu leyti á óvart en að öðru ekki. 8. október 2015 11:47 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Einn þyngsti fíkniefnadómur á Íslandi: Ellefu ára fangelsi fyrir smygl Mirjam Foekje van Twuijver fékk ellefu ára dóm og Atli Freyr Fjölnisson, sem veitti fíkniefnunum viðtöku, fékk fimm ára dóm. 8. október 2015 10:24
Saksóknari í máli hollensku móðurinnar: „Þessi mál fara að sprengja refsirammann“ Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, segir þungan dóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun hafa komið sér að sumu leyti á óvart en að öðru ekki. 8. október 2015 11:47
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent