Bergsveinn: FH heillaði meira en KR Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. október 2015 12:09 Bergsveinn með Jón Rúnari Halldórssyni formanni. Vísir/Stefán Bergsveinn Ólafsson, miðvörður Fjölnis í Pepsi-deild karla, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Íslandsmeistara FH. Hann hefur spilað með Fjölni allan sinn feril og átt stóran þátt í uppbyggingu liðsins undanfarin ár. "Það var gríðarlega erfitt að yfirgefa Fjölni, ein erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið á ævinni. Ég er mikill Fjölnismaður með Fjölnishjarta. Þetta tók gríðarlega á mig," sagði Bergsveinn við Vísi eftir undirskriftina í Krikanum í dag. Bergsveinn sagðist hafa verið fastur í sama farinu undanfarin ár og vantaði stærri áskorun. Þær gerast ekki stærri hér heima en að fara til FH. "Það heillaði mig að fara út úr þægindarammanum sem ég var kominn í og mæta í FH þar sem maður þarf að vera góður á hverri æfingu," sagði Bergsveinn. "Það var tímapunktur í lífi mínu að skipta um lið núna. Það verður gaman að takast á við nýja áskorun. Ég reyndi ekki að hugsa mikið um þetta undir lok tímabilsins en eftir tímabilið fannst mér ég þurfa að breyta til. Ég hef verið í sama farinu í nokkuð langan tíma. Ég tel mig getað þróað minn leik hjá FH og það heillaði mig." FH var ekki eina liðið sem sóttist eftir kröftum Bergsveins: "Það kom eitt annað lið upp fyrir utan FH. Það lið heillaði líka en ég ákvað að semja við FH og ég stend við þá ákvörðun," sagði Bergsveinn, en það var KR sem vildi fá miðvörðinn. "Þetta var gífurlega erfið ákvörðun en á endanum heillaði FH meira. KR er líka topp klúbbur sem heillaði." En hvað er það sem heillar svona við FH? "Það eru margir hlutir. Aðstaðan er frábær og þjálfarinn. Markmið klúbbins í heild sinni. líka Þetta er heillandi félag og það besta á Íslandi," sagði Bergsveinn. Bergsveinn var að renna út á samningi og fær Fjölnir því ekkert fyrir hann frá FH-ingum. "Að sjálfsögðu vildi ég að Fjölnir fengi pening fyrir mig. Þetta er erfitt og þó það hljómi grunsamlega þá elska í Fjölni og einn daginn mun ég snúa aftur í Fjölni. Það er samt sárt að þeir fái ekkert fyrir mig," sagði Bergsveinn Ólafsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bergsveinn á leið til FH FH-ingar hafa boðað til blaðamannafundar í Kaplakrika í dag vegna leikmannamála. 8. október 2015 10:06 FH fær leyfi til að ræða við Bergsvein Fjölnir gæti missti fyrirliðann sinn til Íslandsmeistaranna. 6. október 2015 08:59 Bergsveinn samdi við FH til þriggja ára | Heimir verður áfram Íslandsmeistarar FH byrjaðir að styrkja sig fyrir titilvörnina næsta sumar. 8. október 2015 11:45 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Bergsveinn Ólafsson, miðvörður Fjölnis í Pepsi-deild karla, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Íslandsmeistara FH. Hann hefur spilað með Fjölni allan sinn feril og átt stóran þátt í uppbyggingu liðsins undanfarin ár. "Það var gríðarlega erfitt að yfirgefa Fjölni, ein erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið á ævinni. Ég er mikill Fjölnismaður með Fjölnishjarta. Þetta tók gríðarlega á mig," sagði Bergsveinn við Vísi eftir undirskriftina í Krikanum í dag. Bergsveinn sagðist hafa verið fastur í sama farinu undanfarin ár og vantaði stærri áskorun. Þær gerast ekki stærri hér heima en að fara til FH. "Það heillaði mig að fara út úr þægindarammanum sem ég var kominn í og mæta í FH þar sem maður þarf að vera góður á hverri æfingu," sagði Bergsveinn. "Það var tímapunktur í lífi mínu að skipta um lið núna. Það verður gaman að takast á við nýja áskorun. Ég reyndi ekki að hugsa mikið um þetta undir lok tímabilsins en eftir tímabilið fannst mér ég þurfa að breyta til. Ég hef verið í sama farinu í nokkuð langan tíma. Ég tel mig getað þróað minn leik hjá FH og það heillaði mig." FH var ekki eina liðið sem sóttist eftir kröftum Bergsveins: "Það kom eitt annað lið upp fyrir utan FH. Það lið heillaði líka en ég ákvað að semja við FH og ég stend við þá ákvörðun," sagði Bergsveinn, en það var KR sem vildi fá miðvörðinn. "Þetta var gífurlega erfið ákvörðun en á endanum heillaði FH meira. KR er líka topp klúbbur sem heillaði." En hvað er það sem heillar svona við FH? "Það eru margir hlutir. Aðstaðan er frábær og þjálfarinn. Markmið klúbbins í heild sinni. líka Þetta er heillandi félag og það besta á Íslandi," sagði Bergsveinn. Bergsveinn var að renna út á samningi og fær Fjölnir því ekkert fyrir hann frá FH-ingum. "Að sjálfsögðu vildi ég að Fjölnir fengi pening fyrir mig. Þetta er erfitt og þó það hljómi grunsamlega þá elska í Fjölni og einn daginn mun ég snúa aftur í Fjölni. Það er samt sárt að þeir fái ekkert fyrir mig," sagði Bergsveinn Ólafsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bergsveinn á leið til FH FH-ingar hafa boðað til blaðamannafundar í Kaplakrika í dag vegna leikmannamála. 8. október 2015 10:06 FH fær leyfi til að ræða við Bergsvein Fjölnir gæti missti fyrirliðann sinn til Íslandsmeistaranna. 6. október 2015 08:59 Bergsveinn samdi við FH til þriggja ára | Heimir verður áfram Íslandsmeistarar FH byrjaðir að styrkja sig fyrir titilvörnina næsta sumar. 8. október 2015 11:45 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Bergsveinn á leið til FH FH-ingar hafa boðað til blaðamannafundar í Kaplakrika í dag vegna leikmannamála. 8. október 2015 10:06
FH fær leyfi til að ræða við Bergsvein Fjölnir gæti missti fyrirliðann sinn til Íslandsmeistaranna. 6. október 2015 08:59
Bergsveinn samdi við FH til þriggja ára | Heimir verður áfram Íslandsmeistarar FH byrjaðir að styrkja sig fyrir titilvörnina næsta sumar. 8. október 2015 11:45