FIFA setur Blatter, Platini og Valcke alla í 90 daga bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2015 11:14 Blatter, Platini og Valcke. Vísir/Getty Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur leyst þá Sepp Blatter, forseta FIFA, Jerome Valcke, aðalritara FIFA og Michel Platini, varaformann FIFA, alla frá störfum í 90 daga en þeir hafa allir verið bendlaðir við spillingarmál innan knattspyrnuforystunnar. Chung Mong-joon, fyrrum varaforseti FIFA, hefur einnig verið settur í sex ára bann og þarf að greiða hundrað þúsund svissneska franka í sekt eða um þrettán milljónir íslenskra króna. Siðanefnd sambandsins ákvað þessar refsingar en þeir Blatter, Valcke og Platini, sem er einnig forseti UEFA, sæta allir rannsókn vegna spillingarmála innan FIFA en þeir eiga að hafa þegið mútugreiðslur. BBC segir meðal annars frá þessu. „Dómstóll siðnefndar FIFA, undir stjórn Hans‑Joachim Eckert, hefur vikið forseta FIFA Joseph S. Blatter, varforseta FIFA og forseta UEFA, Michel Platini og aðalritara FIFA, Jerome Valcke, tímabundið frá störfum í 90 daga. Það er möguleiki á lengra banni hjá hverjum og einum en það verður þó aldrei lengra en 45 dagar til viðbótar," segir í yfirlýsingu frá FIFA. Jerome Valcke hafði áður verið leystur frá störfum af FIFA en siðanefnd sambandsins ákvað að setja hina tvo í bann eftir að svissneskur saksóknari hóf rannsókn á því hvort þeir Blatter og Platini hafi þegið mútugreiðslur úr sjóðum Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Blatter, Platini og Valcke mega ekki koma nálægt knattspyrnumálum á þessum 90 dögum sem er sérstaklega óheppilegt fyrir Michel Platini sem þarf á þeim tíma að tilkynna framboð sitt til forseta FIFA. Allir þrír halda fram sakleysi sínum í málinu en risarannsókn hefur verið í gangi síðustu mánuði á spillingarmálum innan FIFA sem og á því hvort ólöglega hafi verið staðið að því þegar FIFA ákvað hvar næstu tvær heimsmeistarakeppnir fara fram. FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Blatter settur í 90 daga bann Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur verið settur í 90 daga bann af siðanefnd FIFA, samkvæmt Klaus Stoehlker, fyrrverandi ráðgjafa og vinar Blatters. 7. október 2015 17:16 Platini fékk 258 milljónir króna frá FIFA Vill ekki útskýra af hverju hann fékk himinháa launagreiðslu frá FIFA fyrir níu ára gamla vinnu. 8. október 2015 07:45 Blatter segist ekkert hafa gert rangt og verður áfram forseti FIFA Forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins hættir ekki fyrr en í febrúar eins og til stendur. 28. september 2015 15:45 Flautað verður til leiks á HM í Katar 21. nóvember 2022 | Úrslitaleikurinn í desember Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, staðfesti í dag að flautað yrði til leiks mánudaginn 21. nóvember 2022 á HM í Katar og að mótið myndi standa yfir í tæpar fjórar vikur. 25. september 2015 13:25 Framkvæmdastjóri FIFA sendur í leyfi vegna ásakana um spillingu Jérome Valcke sagður hafa reynt að græða persónulega á miðasölu á HM. 17. september 2015 19:42 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum Sjá meira
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur leyst þá Sepp Blatter, forseta FIFA, Jerome Valcke, aðalritara FIFA og Michel Platini, varaformann FIFA, alla frá störfum í 90 daga en þeir hafa allir verið bendlaðir við spillingarmál innan knattspyrnuforystunnar. Chung Mong-joon, fyrrum varaforseti FIFA, hefur einnig verið settur í sex ára bann og þarf að greiða hundrað þúsund svissneska franka í sekt eða um þrettán milljónir íslenskra króna. Siðanefnd sambandsins ákvað þessar refsingar en þeir Blatter, Valcke og Platini, sem er einnig forseti UEFA, sæta allir rannsókn vegna spillingarmála innan FIFA en þeir eiga að hafa þegið mútugreiðslur. BBC segir meðal annars frá þessu. „Dómstóll siðnefndar FIFA, undir stjórn Hans‑Joachim Eckert, hefur vikið forseta FIFA Joseph S. Blatter, varforseta FIFA og forseta UEFA, Michel Platini og aðalritara FIFA, Jerome Valcke, tímabundið frá störfum í 90 daga. Það er möguleiki á lengra banni hjá hverjum og einum en það verður þó aldrei lengra en 45 dagar til viðbótar," segir í yfirlýsingu frá FIFA. Jerome Valcke hafði áður verið leystur frá störfum af FIFA en siðanefnd sambandsins ákvað að setja hina tvo í bann eftir að svissneskur saksóknari hóf rannsókn á því hvort þeir Blatter og Platini hafi þegið mútugreiðslur úr sjóðum Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Blatter, Platini og Valcke mega ekki koma nálægt knattspyrnumálum á þessum 90 dögum sem er sérstaklega óheppilegt fyrir Michel Platini sem þarf á þeim tíma að tilkynna framboð sitt til forseta FIFA. Allir þrír halda fram sakleysi sínum í málinu en risarannsókn hefur verið í gangi síðustu mánuði á spillingarmálum innan FIFA sem og á því hvort ólöglega hafi verið staðið að því þegar FIFA ákvað hvar næstu tvær heimsmeistarakeppnir fara fram.
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Blatter settur í 90 daga bann Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur verið settur í 90 daga bann af siðanefnd FIFA, samkvæmt Klaus Stoehlker, fyrrverandi ráðgjafa og vinar Blatters. 7. október 2015 17:16 Platini fékk 258 milljónir króna frá FIFA Vill ekki útskýra af hverju hann fékk himinháa launagreiðslu frá FIFA fyrir níu ára gamla vinnu. 8. október 2015 07:45 Blatter segist ekkert hafa gert rangt og verður áfram forseti FIFA Forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins hættir ekki fyrr en í febrúar eins og til stendur. 28. september 2015 15:45 Flautað verður til leiks á HM í Katar 21. nóvember 2022 | Úrslitaleikurinn í desember Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, staðfesti í dag að flautað yrði til leiks mánudaginn 21. nóvember 2022 á HM í Katar og að mótið myndi standa yfir í tæpar fjórar vikur. 25. september 2015 13:25 Framkvæmdastjóri FIFA sendur í leyfi vegna ásakana um spillingu Jérome Valcke sagður hafa reynt að græða persónulega á miðasölu á HM. 17. september 2015 19:42 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum Sjá meira
Blatter settur í 90 daga bann Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur verið settur í 90 daga bann af siðanefnd FIFA, samkvæmt Klaus Stoehlker, fyrrverandi ráðgjafa og vinar Blatters. 7. október 2015 17:16
Platini fékk 258 milljónir króna frá FIFA Vill ekki útskýra af hverju hann fékk himinháa launagreiðslu frá FIFA fyrir níu ára gamla vinnu. 8. október 2015 07:45
Blatter segist ekkert hafa gert rangt og verður áfram forseti FIFA Forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins hættir ekki fyrr en í febrúar eins og til stendur. 28. september 2015 15:45
Flautað verður til leiks á HM í Katar 21. nóvember 2022 | Úrslitaleikurinn í desember Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, staðfesti í dag að flautað yrði til leiks mánudaginn 21. nóvember 2022 á HM í Katar og að mótið myndi standa yfir í tæpar fjórar vikur. 25. september 2015 13:25
Framkvæmdastjóri FIFA sendur í leyfi vegna ásakana um spillingu Jérome Valcke sagður hafa reynt að græða persónulega á miðasölu á HM. 17. september 2015 19:42