Fleiri vilja verða bloggarar en læknar Ritstjórn skrifar 8. október 2015 13:00 Stærstu bloggarar í Skandínavíu, Pernille, Elin Kling, Celine og Caroline. Glamour/Getty Ný könnun í Bretlandi sýnir að flestir á aldrinum 18-25 ára vilja gerast bloggarar.Breska Glamour greinir frá þessu en könnunin var framkvæmd af VoucherCodesPro og úrtakið voru 2,348 Bretar á aldrinum 18-25 ára en hópnum var gefið val á milli fjölda starfa og áttu þar að velja sitt drauma framtíðarstarf. 24 prósent aðspurða sáu fyrir sér frama í blogggeiranum en í næsta sæti fyrir neðan var atvinnumennska í íþróttum með 18 prósent og þar á eftir kom læknir með 14 prósent. Þá kom fram að þeir sem settu blogg í fyrsta sæti sáu fyrir sér mánaðartekjur upp á rúma eina og hálfa milljón. Ástæðurnar sem voru einnig taldar upp voru að bloggarar þurfa ekki að vinna mikið, fá góðar tekjur, njóta virðingar í samfélaginu, auðveld vinna og þeir fá mikið af ókeypis vörum. Niðurstaðan kemur nokkuð á óvart en það er óhætt að segja að tísku-og lífstílsblogg hafa verið vinsæl um nokkurt skeið og til dæmis í Skandinavíu er þekkt að stærstu bloggararnir eru með góða summu í mánaðartekjur. Það er hins vegar spurning hvort vinsældir blogga muni lifa áfram góðu lífi um ókomin ár eða hvort þetta sé bóla sem mun springa?Zoella er vinsælasti bloggari í Bretlandi.Hin sænska Elin Kling hélt úti einu vinsælasta bloggi í heiminum en er nú hætt.Celine Aagaard er norskur tískubloggari hjá Envelope.no.Pernille Tæsbeik er danskur tískubloggari.Caroline Berg Eriksen, betur þekkt sem Fotballfrue, rekur langstærsta bloggið í Noregi. Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - tryggðu þér eintak! Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook. Glamour Tíska Mest lesið Sienna Miller draumkennd í Gucci Glamour Stílisti Michelle Obama leysir frá skjóðunni Glamour Fyrstu Chanel úrin fyrir karlmenn Glamour Kórónur, leður og spaghettíhlýrar Glamour Met Gala 2017: Stjörnurnar skemmtu sér konunglega Glamour Bella Hadid ljóshærð fyrir Paper Glamour Þrettán ára leikkona og tískufyrirmynd Glamour Tími buxnadragtarinnar er kominn! Glamour Brjóta blað með nýrri hárauglýsingu Glamour Bobbi Brown yfirgefur sitt eigið fyrirtæki Glamour
Ný könnun í Bretlandi sýnir að flestir á aldrinum 18-25 ára vilja gerast bloggarar.Breska Glamour greinir frá þessu en könnunin var framkvæmd af VoucherCodesPro og úrtakið voru 2,348 Bretar á aldrinum 18-25 ára en hópnum var gefið val á milli fjölda starfa og áttu þar að velja sitt drauma framtíðarstarf. 24 prósent aðspurða sáu fyrir sér frama í blogggeiranum en í næsta sæti fyrir neðan var atvinnumennska í íþróttum með 18 prósent og þar á eftir kom læknir með 14 prósent. Þá kom fram að þeir sem settu blogg í fyrsta sæti sáu fyrir sér mánaðartekjur upp á rúma eina og hálfa milljón. Ástæðurnar sem voru einnig taldar upp voru að bloggarar þurfa ekki að vinna mikið, fá góðar tekjur, njóta virðingar í samfélaginu, auðveld vinna og þeir fá mikið af ókeypis vörum. Niðurstaðan kemur nokkuð á óvart en það er óhætt að segja að tísku-og lífstílsblogg hafa verið vinsæl um nokkurt skeið og til dæmis í Skandinavíu er þekkt að stærstu bloggararnir eru með góða summu í mánaðartekjur. Það er hins vegar spurning hvort vinsældir blogga muni lifa áfram góðu lífi um ókomin ár eða hvort þetta sé bóla sem mun springa?Zoella er vinsælasti bloggari í Bretlandi.Hin sænska Elin Kling hélt úti einu vinsælasta bloggi í heiminum en er nú hætt.Celine Aagaard er norskur tískubloggari hjá Envelope.no.Pernille Tæsbeik er danskur tískubloggari.Caroline Berg Eriksen, betur þekkt sem Fotballfrue, rekur langstærsta bloggið í Noregi. Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - tryggðu þér eintak! Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook.
Glamour Tíska Mest lesið Sienna Miller draumkennd í Gucci Glamour Stílisti Michelle Obama leysir frá skjóðunni Glamour Fyrstu Chanel úrin fyrir karlmenn Glamour Kórónur, leður og spaghettíhlýrar Glamour Met Gala 2017: Stjörnurnar skemmtu sér konunglega Glamour Bella Hadid ljóshærð fyrir Paper Glamour Þrettán ára leikkona og tískufyrirmynd Glamour Tími buxnadragtarinnar er kominn! Glamour Brjóta blað með nýrri hárauglýsingu Glamour Bobbi Brown yfirgefur sitt eigið fyrirtæki Glamour