Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? Atli Ísleifsson skrifar 8. október 2015 10:15 Samkvæmt veðbönkum þykir hvítrússneska blaðakonan og rithöfundurinn Svetlana Alexievich líklegust til að hljóta verðlaunin þetta árið. Vísir/AFP Sænska Nóbelsnefndin mun greina frá því hver hlýtur Nóbelsverðlaun í bókmenntum á fréttamannafundi í Stokkhólmi sem hefst klukkan 11. Samkvæmt veðbönkum þykir hvítrússneska blaðakonan og rithöfundurinn Svetlana Alexievich líklegust til að hljóta verðlaunin þetta árið, en fylgjast má með fréttamannafundinum neðst í fréttinni.Sænska ríkissjónvarpið segir frá því að síðustu árin hafi klukkustundirnar áður en greint er frá verðlaunahafanum verið sérlega áhugaverðar. Þannig hafi stuðlar veðbanka á Tomas Tranströmer lækkað tilfinnanlega tímana áður en greint var frá því að hann hlyti verðlaunin árið 2011. Hið sama gerðir á síðasta ári þegar Frakkinn Patrick Modiano hlaut verðlaunin og hefur þetta vakið spurningar um hvort upplýsingum sé lekið úr Nóbelsnefndinni.Svetlana Alexievich.Vísir/AFPOfsóknir af hendi Lúkasjenkó-stjórnarinnar Alexievich er 67 ára og hefur lengi starfað rannsóknarblaðamaður. Hún er hvað þekktust fyrir frásagnir sínar frá stríðinu í Afganistan á níunda áratug síðustu aldar og svo af Tsjernóbyl-slysinu árið 1986.Sjá einnig: Þau eru talin líklegust til að hljóta Friðarverðlaun Nóbels Þrátt fyrir að hafa verið mikils metin á erlendri grundu hefur hún þurft að sæta ofsóknum af hendi Lúkasjenkó-stjórnarinnar í heimalandinu. Árið 2000 yfirgaf hún landið og sneri ekki aftur til höfuðborgarinnar Minsk fyrr en árið 2011.Haruki Murakami.Vísir/AFPMurakami líklegur Japaninn Haruki Murakami þykir einnig, líkt og síðustu ár, líklegur til að fá verðlaunin. Bækur hans Norwegian Wood, Sunnan við mærin, vestur af sól og fleiri hafa skilað honum stórum hópi aðdáenda, en Murakami er þekktur fyrir að blanda hinu yfirnáttúrulega inn í frásagnir sínar. Keníski rithöfundurinn Ngũgĩ wa Thiong'o er einnig ofarlega á lista veðbanka, en líkt og Alexievich hafa samskipti hans við stjórnvöld í heimalandinu verið erfið. Þannig sat hann um tíma í fangelsi og hefur búið í Bretlandi og Bandaríkjunum allt frá árinu 1982. Bækur hans og leikrit hafa flest tekið á félagslegu óréttlæti í tengslum við nýlendustefnu. Hinn 56 ára Norðmaður, Jon Fosse, er í fjórða sæti hjá veðbönkum og hin bandaríska Joyce Carol Oates í því fimmta. Nóbelsverðlaun Tengdar fréttir Þau eru talin líklegust til að hljóta Friðarverðlaun Nóbels Norska Nóbelsnefndin mun greina frá hver hlýtur Friðarverðlaun Nóbels á föstudag. 7. október 2015 13:33 Fundu veikleika í krabbameinsfrumum Tomas Lindahl frá Svíþjóð, Paul Modrich frá Bandaríkjunum og Aziz Sancar frá Tyrklandi fá Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár fyrir rannsóknir sínar á því hvernig frumur líkamans gera við skemmdir á DNA-kjarnsýrunum, sem hafa að geyma erfðaefni lífverunnar. 8. október 2015 09:00 Sýndu að fiseindir eru ekki þyngdarlausar Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði þetta árið hljóta tveir vísindamenn, sem sýndu fram á að fiseindir geti breytt um eðlismynd og séu ekki þyngdarlausar. 7. október 2015 07:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt ríki Grænlands Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Sænska Nóbelsnefndin mun greina frá því hver hlýtur Nóbelsverðlaun í bókmenntum á fréttamannafundi í Stokkhólmi sem hefst klukkan 11. Samkvæmt veðbönkum þykir hvítrússneska blaðakonan og rithöfundurinn Svetlana Alexievich líklegust til að hljóta verðlaunin þetta árið, en fylgjast má með fréttamannafundinum neðst í fréttinni.Sænska ríkissjónvarpið segir frá því að síðustu árin hafi klukkustundirnar áður en greint er frá verðlaunahafanum verið sérlega áhugaverðar. Þannig hafi stuðlar veðbanka á Tomas Tranströmer lækkað tilfinnanlega tímana áður en greint var frá því að hann hlyti verðlaunin árið 2011. Hið sama gerðir á síðasta ári þegar Frakkinn Patrick Modiano hlaut verðlaunin og hefur þetta vakið spurningar um hvort upplýsingum sé lekið úr Nóbelsnefndinni.Svetlana Alexievich.Vísir/AFPOfsóknir af hendi Lúkasjenkó-stjórnarinnar Alexievich er 67 ára og hefur lengi starfað rannsóknarblaðamaður. Hún er hvað þekktust fyrir frásagnir sínar frá stríðinu í Afganistan á níunda áratug síðustu aldar og svo af Tsjernóbyl-slysinu árið 1986.Sjá einnig: Þau eru talin líklegust til að hljóta Friðarverðlaun Nóbels Þrátt fyrir að hafa verið mikils metin á erlendri grundu hefur hún þurft að sæta ofsóknum af hendi Lúkasjenkó-stjórnarinnar í heimalandinu. Árið 2000 yfirgaf hún landið og sneri ekki aftur til höfuðborgarinnar Minsk fyrr en árið 2011.Haruki Murakami.Vísir/AFPMurakami líklegur Japaninn Haruki Murakami þykir einnig, líkt og síðustu ár, líklegur til að fá verðlaunin. Bækur hans Norwegian Wood, Sunnan við mærin, vestur af sól og fleiri hafa skilað honum stórum hópi aðdáenda, en Murakami er þekktur fyrir að blanda hinu yfirnáttúrulega inn í frásagnir sínar. Keníski rithöfundurinn Ngũgĩ wa Thiong'o er einnig ofarlega á lista veðbanka, en líkt og Alexievich hafa samskipti hans við stjórnvöld í heimalandinu verið erfið. Þannig sat hann um tíma í fangelsi og hefur búið í Bretlandi og Bandaríkjunum allt frá árinu 1982. Bækur hans og leikrit hafa flest tekið á félagslegu óréttlæti í tengslum við nýlendustefnu. Hinn 56 ára Norðmaður, Jon Fosse, er í fjórða sæti hjá veðbönkum og hin bandaríska Joyce Carol Oates í því fimmta.
Nóbelsverðlaun Tengdar fréttir Þau eru talin líklegust til að hljóta Friðarverðlaun Nóbels Norska Nóbelsnefndin mun greina frá hver hlýtur Friðarverðlaun Nóbels á föstudag. 7. október 2015 13:33 Fundu veikleika í krabbameinsfrumum Tomas Lindahl frá Svíþjóð, Paul Modrich frá Bandaríkjunum og Aziz Sancar frá Tyrklandi fá Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár fyrir rannsóknir sínar á því hvernig frumur líkamans gera við skemmdir á DNA-kjarnsýrunum, sem hafa að geyma erfðaefni lífverunnar. 8. október 2015 09:00 Sýndu að fiseindir eru ekki þyngdarlausar Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði þetta árið hljóta tveir vísindamenn, sem sýndu fram á að fiseindir geti breytt um eðlismynd og séu ekki þyngdarlausar. 7. október 2015 07:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt ríki Grænlands Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Þau eru talin líklegust til að hljóta Friðarverðlaun Nóbels Norska Nóbelsnefndin mun greina frá hver hlýtur Friðarverðlaun Nóbels á föstudag. 7. október 2015 13:33
Fundu veikleika í krabbameinsfrumum Tomas Lindahl frá Svíþjóð, Paul Modrich frá Bandaríkjunum og Aziz Sancar frá Tyrklandi fá Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár fyrir rannsóknir sínar á því hvernig frumur líkamans gera við skemmdir á DNA-kjarnsýrunum, sem hafa að geyma erfðaefni lífverunnar. 8. október 2015 09:00
Sýndu að fiseindir eru ekki þyngdarlausar Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði þetta árið hljóta tveir vísindamenn, sem sýndu fram á að fiseindir geti breytt um eðlismynd og séu ekki þyngdarlausar. 7. október 2015 07:00