Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? Atli Ísleifsson skrifar 8. október 2015 10:15 Samkvæmt veðbönkum þykir hvítrússneska blaðakonan og rithöfundurinn Svetlana Alexievich líklegust til að hljóta verðlaunin þetta árið. Vísir/AFP Sænska Nóbelsnefndin mun greina frá því hver hlýtur Nóbelsverðlaun í bókmenntum á fréttamannafundi í Stokkhólmi sem hefst klukkan 11. Samkvæmt veðbönkum þykir hvítrússneska blaðakonan og rithöfundurinn Svetlana Alexievich líklegust til að hljóta verðlaunin þetta árið, en fylgjast má með fréttamannafundinum neðst í fréttinni.Sænska ríkissjónvarpið segir frá því að síðustu árin hafi klukkustundirnar áður en greint er frá verðlaunahafanum verið sérlega áhugaverðar. Þannig hafi stuðlar veðbanka á Tomas Tranströmer lækkað tilfinnanlega tímana áður en greint var frá því að hann hlyti verðlaunin árið 2011. Hið sama gerðir á síðasta ári þegar Frakkinn Patrick Modiano hlaut verðlaunin og hefur þetta vakið spurningar um hvort upplýsingum sé lekið úr Nóbelsnefndinni.Svetlana Alexievich.Vísir/AFPOfsóknir af hendi Lúkasjenkó-stjórnarinnar Alexievich er 67 ára og hefur lengi starfað rannsóknarblaðamaður. Hún er hvað þekktust fyrir frásagnir sínar frá stríðinu í Afganistan á níunda áratug síðustu aldar og svo af Tsjernóbyl-slysinu árið 1986.Sjá einnig: Þau eru talin líklegust til að hljóta Friðarverðlaun Nóbels Þrátt fyrir að hafa verið mikils metin á erlendri grundu hefur hún þurft að sæta ofsóknum af hendi Lúkasjenkó-stjórnarinnar í heimalandinu. Árið 2000 yfirgaf hún landið og sneri ekki aftur til höfuðborgarinnar Minsk fyrr en árið 2011.Haruki Murakami.Vísir/AFPMurakami líklegur Japaninn Haruki Murakami þykir einnig, líkt og síðustu ár, líklegur til að fá verðlaunin. Bækur hans Norwegian Wood, Sunnan við mærin, vestur af sól og fleiri hafa skilað honum stórum hópi aðdáenda, en Murakami er þekktur fyrir að blanda hinu yfirnáttúrulega inn í frásagnir sínar. Keníski rithöfundurinn Ngũgĩ wa Thiong'o er einnig ofarlega á lista veðbanka, en líkt og Alexievich hafa samskipti hans við stjórnvöld í heimalandinu verið erfið. Þannig sat hann um tíma í fangelsi og hefur búið í Bretlandi og Bandaríkjunum allt frá árinu 1982. Bækur hans og leikrit hafa flest tekið á félagslegu óréttlæti í tengslum við nýlendustefnu. Hinn 56 ára Norðmaður, Jon Fosse, er í fjórða sæti hjá veðbönkum og hin bandaríska Joyce Carol Oates í því fimmta. Nóbelsverðlaun Tengdar fréttir Þau eru talin líklegust til að hljóta Friðarverðlaun Nóbels Norska Nóbelsnefndin mun greina frá hver hlýtur Friðarverðlaun Nóbels á föstudag. 7. október 2015 13:33 Fundu veikleika í krabbameinsfrumum Tomas Lindahl frá Svíþjóð, Paul Modrich frá Bandaríkjunum og Aziz Sancar frá Tyrklandi fá Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár fyrir rannsóknir sínar á því hvernig frumur líkamans gera við skemmdir á DNA-kjarnsýrunum, sem hafa að geyma erfðaefni lífverunnar. 8. október 2015 09:00 Sýndu að fiseindir eru ekki þyngdarlausar Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði þetta árið hljóta tveir vísindamenn, sem sýndu fram á að fiseindir geti breytt um eðlismynd og séu ekki þyngdarlausar. 7. október 2015 07:00 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Sjá meira
Sænska Nóbelsnefndin mun greina frá því hver hlýtur Nóbelsverðlaun í bókmenntum á fréttamannafundi í Stokkhólmi sem hefst klukkan 11. Samkvæmt veðbönkum þykir hvítrússneska blaðakonan og rithöfundurinn Svetlana Alexievich líklegust til að hljóta verðlaunin þetta árið, en fylgjast má með fréttamannafundinum neðst í fréttinni.Sænska ríkissjónvarpið segir frá því að síðustu árin hafi klukkustundirnar áður en greint er frá verðlaunahafanum verið sérlega áhugaverðar. Þannig hafi stuðlar veðbanka á Tomas Tranströmer lækkað tilfinnanlega tímana áður en greint var frá því að hann hlyti verðlaunin árið 2011. Hið sama gerðir á síðasta ári þegar Frakkinn Patrick Modiano hlaut verðlaunin og hefur þetta vakið spurningar um hvort upplýsingum sé lekið úr Nóbelsnefndinni.Svetlana Alexievich.Vísir/AFPOfsóknir af hendi Lúkasjenkó-stjórnarinnar Alexievich er 67 ára og hefur lengi starfað rannsóknarblaðamaður. Hún er hvað þekktust fyrir frásagnir sínar frá stríðinu í Afganistan á níunda áratug síðustu aldar og svo af Tsjernóbyl-slysinu árið 1986.Sjá einnig: Þau eru talin líklegust til að hljóta Friðarverðlaun Nóbels Þrátt fyrir að hafa verið mikils metin á erlendri grundu hefur hún þurft að sæta ofsóknum af hendi Lúkasjenkó-stjórnarinnar í heimalandinu. Árið 2000 yfirgaf hún landið og sneri ekki aftur til höfuðborgarinnar Minsk fyrr en árið 2011.Haruki Murakami.Vísir/AFPMurakami líklegur Japaninn Haruki Murakami þykir einnig, líkt og síðustu ár, líklegur til að fá verðlaunin. Bækur hans Norwegian Wood, Sunnan við mærin, vestur af sól og fleiri hafa skilað honum stórum hópi aðdáenda, en Murakami er þekktur fyrir að blanda hinu yfirnáttúrulega inn í frásagnir sínar. Keníski rithöfundurinn Ngũgĩ wa Thiong'o er einnig ofarlega á lista veðbanka, en líkt og Alexievich hafa samskipti hans við stjórnvöld í heimalandinu verið erfið. Þannig sat hann um tíma í fangelsi og hefur búið í Bretlandi og Bandaríkjunum allt frá árinu 1982. Bækur hans og leikrit hafa flest tekið á félagslegu óréttlæti í tengslum við nýlendustefnu. Hinn 56 ára Norðmaður, Jon Fosse, er í fjórða sæti hjá veðbönkum og hin bandaríska Joyce Carol Oates í því fimmta.
Nóbelsverðlaun Tengdar fréttir Þau eru talin líklegust til að hljóta Friðarverðlaun Nóbels Norska Nóbelsnefndin mun greina frá hver hlýtur Friðarverðlaun Nóbels á föstudag. 7. október 2015 13:33 Fundu veikleika í krabbameinsfrumum Tomas Lindahl frá Svíþjóð, Paul Modrich frá Bandaríkjunum og Aziz Sancar frá Tyrklandi fá Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár fyrir rannsóknir sínar á því hvernig frumur líkamans gera við skemmdir á DNA-kjarnsýrunum, sem hafa að geyma erfðaefni lífverunnar. 8. október 2015 09:00 Sýndu að fiseindir eru ekki þyngdarlausar Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði þetta árið hljóta tveir vísindamenn, sem sýndu fram á að fiseindir geti breytt um eðlismynd og séu ekki þyngdarlausar. 7. október 2015 07:00 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Sjá meira
Þau eru talin líklegust til að hljóta Friðarverðlaun Nóbels Norska Nóbelsnefndin mun greina frá hver hlýtur Friðarverðlaun Nóbels á föstudag. 7. október 2015 13:33
Fundu veikleika í krabbameinsfrumum Tomas Lindahl frá Svíþjóð, Paul Modrich frá Bandaríkjunum og Aziz Sancar frá Tyrklandi fá Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár fyrir rannsóknir sínar á því hvernig frumur líkamans gera við skemmdir á DNA-kjarnsýrunum, sem hafa að geyma erfðaefni lífverunnar. 8. október 2015 09:00
Sýndu að fiseindir eru ekki þyngdarlausar Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði þetta árið hljóta tveir vísindamenn, sem sýndu fram á að fiseindir geti breytt um eðlismynd og séu ekki þyngdarlausar. 7. október 2015 07:00