Gunnlaugur: Menn höfðu ýmislegt að sanna í ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. október 2015 18:22 Gunnlaugur Jónsson náði flottum árangri með ÍA í sumar en liðið endaði í 7. sæti Pepsi-deildar karla með 29 stig. Hann var gestur Hjartar Hjartarsonar í útvarpsþættinum Akraborginni þar sem hann fór yfir tímabilið sem lauk um helgina. Gunnlaugur segir að fyrir tímabilið hafi aðalmarkmið Skagamanna verið að halda sér í Pepsi-deildinni. „Við ætluðum okkur að halda sætinu í deildinni. Við vorum alveg raunsæir á að þetta gæti orðið barátta í kjallaranum og það varð raunin því við tryggðum okkur ekki áframhaldandi sæti í deildinni fyrr en í 20. umferð,“ sagði Gunnlaugur en Skagamenn voru taplausir í síðustu sex deildarleikjum sínum, unnu þrjá leiki og gerðu þrjú jafntefli. Gunnlaugur kveðst ánægður með seinni umferðina hjá sínum mönnum en þeir töpuðu aðeins tveimur leikjum í henni, gegn FH og Breiðabliki, tveimur efstu liðum deildarinnar.Ætluðum erlendu leikmönnunum stærra hlutverk „Seinni umferðin gekk framar okkar björtustu vonum,“ sagði Gunnlaugur fór með svipaðan hóp inn í tímabilið og lenti í 2. sæti í 1. deildinni í fyrra. „Við höfðum mikla trú á þessum leikmannahópi sem við höfðum á að skipa í 1. deildinni og héldum að það væri rými fyrir bætingu hjá mönnum. Við lögðum snemma áherslu á að fá sterkan framherja og miðjumann erlendis frá. Við vorum búnir að finna þær týpur í lok janúar. „Þrátt fyrir einhverjir kynnu að segja að þeir hefðu verið flopp, þá komu þeir nú heldur betur við sögu en voru kannski í öðrum hlutverkum en við ætluðum þeim. Við ætluðum þeim stærri hlutverk,“ sagði Gunnlaugur og átti þar við serbneska miðjumanninn Marko Andelkovic og litháíska framherjann Asenij Buinickij sem spiluðu lítið seinni hluta tímabilsins. Gunnlaugur segir að í stað þess að fá þriðja erlenda leikmanninn til liðs við ÍA hafi verið ákveðið að styrkja liðið innan frá. „Í desember ákváðum við að fá Viðar Halldórsson, félagsfræðing og háskólakennara, sem hefur unnið með mörgum liðum og einstaklingum. Við gerðum þriggja ára samning við hann og hann vann með liðinu og einstaklingum varðandi markmiðasetningu og það gafst mjög vel. „Auk þess náðum við að klófesta Guðmund Hreiðarsson, markmannsþjálfara, sem KR-ingar létu fara í haust. Þótt hann hafi ekki verið á öllum æfingum kom hann gríðarlega sterkur inn í hópinn með margar ferskar hugmyndir,“ sagði Gunnlaugur en Guðmundur er einnig markmannsþjálfari íslenska landsliðsins.Bjuggum til sterka liðsheild í fyrra ÍA féll með stæl úr Pepsi-deildinni 2013 og þegar Gunnlaugur tók við uppeldisfélaginu eftir það tímabil beið hans vinna við að rífa liðið upp og auka sjálftraust þess eftir erfitt ár. „Það má vel vera að tímabilið 2013 hafi setið í einhverjum leikmönnum. En það sem við náðum að gera 2014 var að skapa sterka liðsheild sem lenti í ýmsu í 1. deildinni. Það var ekki beinn vegur en menn sigruðust á því og komust upp,“ sagði Gunnlaugur. „Engu að síður tryggðum við okkur upp og gerðum það nokkuð sannfærandi. Það hleypti miklu sjálfstrausti í þennan hóp og sérstaklega í þá leikmenn sem áttu erfitt uppdráttar 2013. Við notuðum þetta 2013 tímabil sem ákveðið bensín fyrir þetta tímabil. Menn höfðu ýmislegt að sanna í ár, sérstaklega þeir sem voru í stórum hlutverkum 2013,“ bætti Gunnlaugur við en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Gunnlaugur Jónsson náði flottum árangri með ÍA í sumar en liðið endaði í 7. sæti Pepsi-deildar karla með 29 stig. Hann var gestur Hjartar Hjartarsonar í útvarpsþættinum Akraborginni þar sem hann fór yfir tímabilið sem lauk um helgina. Gunnlaugur segir að fyrir tímabilið hafi aðalmarkmið Skagamanna verið að halda sér í Pepsi-deildinni. „Við ætluðum okkur að halda sætinu í deildinni. Við vorum alveg raunsæir á að þetta gæti orðið barátta í kjallaranum og það varð raunin því við tryggðum okkur ekki áframhaldandi sæti í deildinni fyrr en í 20. umferð,“ sagði Gunnlaugur en Skagamenn voru taplausir í síðustu sex deildarleikjum sínum, unnu þrjá leiki og gerðu þrjú jafntefli. Gunnlaugur kveðst ánægður með seinni umferðina hjá sínum mönnum en þeir töpuðu aðeins tveimur leikjum í henni, gegn FH og Breiðabliki, tveimur efstu liðum deildarinnar.Ætluðum erlendu leikmönnunum stærra hlutverk „Seinni umferðin gekk framar okkar björtustu vonum,“ sagði Gunnlaugur fór með svipaðan hóp inn í tímabilið og lenti í 2. sæti í 1. deildinni í fyrra. „Við höfðum mikla trú á þessum leikmannahópi sem við höfðum á að skipa í 1. deildinni og héldum að það væri rými fyrir bætingu hjá mönnum. Við lögðum snemma áherslu á að fá sterkan framherja og miðjumann erlendis frá. Við vorum búnir að finna þær týpur í lok janúar. „Þrátt fyrir einhverjir kynnu að segja að þeir hefðu verið flopp, þá komu þeir nú heldur betur við sögu en voru kannski í öðrum hlutverkum en við ætluðum þeim. Við ætluðum þeim stærri hlutverk,“ sagði Gunnlaugur og átti þar við serbneska miðjumanninn Marko Andelkovic og litháíska framherjann Asenij Buinickij sem spiluðu lítið seinni hluta tímabilsins. Gunnlaugur segir að í stað þess að fá þriðja erlenda leikmanninn til liðs við ÍA hafi verið ákveðið að styrkja liðið innan frá. „Í desember ákváðum við að fá Viðar Halldórsson, félagsfræðing og háskólakennara, sem hefur unnið með mörgum liðum og einstaklingum. Við gerðum þriggja ára samning við hann og hann vann með liðinu og einstaklingum varðandi markmiðasetningu og það gafst mjög vel. „Auk þess náðum við að klófesta Guðmund Hreiðarsson, markmannsþjálfara, sem KR-ingar létu fara í haust. Þótt hann hafi ekki verið á öllum æfingum kom hann gríðarlega sterkur inn í hópinn með margar ferskar hugmyndir,“ sagði Gunnlaugur en Guðmundur er einnig markmannsþjálfari íslenska landsliðsins.Bjuggum til sterka liðsheild í fyrra ÍA féll með stæl úr Pepsi-deildinni 2013 og þegar Gunnlaugur tók við uppeldisfélaginu eftir það tímabil beið hans vinna við að rífa liðið upp og auka sjálftraust þess eftir erfitt ár. „Það má vel vera að tímabilið 2013 hafi setið í einhverjum leikmönnum. En það sem við náðum að gera 2014 var að skapa sterka liðsheild sem lenti í ýmsu í 1. deildinni. Það var ekki beinn vegur en menn sigruðust á því og komust upp,“ sagði Gunnlaugur. „Engu að síður tryggðum við okkur upp og gerðum það nokkuð sannfærandi. Það hleypti miklu sjálfstrausti í þennan hóp og sérstaklega í þá leikmenn sem áttu erfitt uppdráttar 2013. Við notuðum þetta 2013 tímabil sem ákveðið bensín fyrir þetta tímabil. Menn höfðu ýmislegt að sanna í ár, sérstaklega þeir sem voru í stórum hlutverkum 2013,“ bætti Gunnlaugur við en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira