Skellt í lás í Háskóla Íslands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. október 2015 14:56 Ekki verður hægt að komast inn í Aðalbyggingu Háskóla Íslands komi til verkfalls SFR í næstu viku. vísir/ernir Umsjónarmenn fasteigna Háskóla Íslands eru félagsmenn í SFR og fara að óbreyttu í skyndiverkfall þann 15. október næstkomandi og ótímabundið verkfall 16. nóvember ef ekki semst áður. Viðræður SFR, Landssambands lögreglumanna og Sjúkraliðafélags Íslands við samninganefnd ríkisins sigldu í strand í gær og ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. Laufey Sigurðardóttir, sem stýrir daglegum rekstri bygginga HÍ, segir að þær byggingar sem ekki opna rafrænt verði lokaðar komi til verkfalls. Þar á meðal eru Aðalbygging, Læknagarður, Eirberg, Skipholt 37, Bolholt 6-8, Nýi Garður og kennsluhús á Laugarvatni. „Kennslustofur verða ekki opnaðar og þar með mun hefðbundin kennsla í raun lamast. Kennarar geta þó kennt annars staðar hafi þeir tök á eða nýtt internetið í kennslu “ segir Laufey í samtali við Vísi.Háskólabíó opið en íþróttahúsið lokað Verkfallið mun þó ekki hafa áhrif á kennslu í Háskólabíói þar sem það er sjálfstæð rekstarareining og umsjónarmaður hússins er ekki félagsmaður í SFR. Kennsla mun því fara fram þar. Þá verða einhverjar rannsóknarstofur mögulega opnar. Það er verkfallsbrot að ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli og því verður Aðalbygging háskólans til að mynda læst þar sem umsjónarmaður byggingarinnar sér um að opna hana. Starfsmenn skólans sem eru með aðgangskort eða lykla munu þó komast inn í byggingar en mega ekki opna þær og hleypa öðrum inn. Þá verður íþróttahús HÍ jafnframt lokað. „Við erum að vinna í því að undirbúa okkur undir þetta, ekki síst út frá öryggissjónarmiðum. Umsjónarmenn fasteigna skólans eru gríðarlega mikilvægir öryggisaðilar hér því þeir sjá ekki aðeins um að húsum og kennslustofum sé læst og þær opnaðar á tilskyldum tíma heldur sjá þeir til dæmis um öryggisgæslu í byggingunum.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Segir ríkið hafa mætt tómhent á fund Að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR, mætti ríkið tómhent til fundarins og því ekkert að semja um. Félagsmenn SFR og sjúkraliðafélagsins stefna að öllu óbreyttu í allsherjarverkfall þann 15. október. 7. október 2015 07:00 Aðgerðirnar snúa mest að fjórum stofnunum Verkfallsaðgerðir SRF og SLFÍ hefjast að óbreyttu 15. næsta mánaðar. Hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítala, sýslumannsembætta, ríkisskattstjóra og tollsins. Blanda af skærum og allsherjarverkfalli. Kjöri um verkfall lýkur á þriðjudag. 26. september 2015 07:00 SLFÍ og SFR samþykkja verkföll „Fram undan eru verkföll,“ segir í frétt á vef SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu, um niðurstöður atkvæðagreiðslu félagsins og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) um verkfallsaðgerðir. 30. september 2015 06:00 Undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir langt kominn Undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir á fimmta þúsund ríkisstarfsmanna hjá SFR og Sjúkraliðafélagi Íslands er langt kominn. Verkfall þeirra hefst eftir rúma viku ef kjarasamningar nást ekki fyrir þann tíma. Samninganefndir félaganna og ríkisins hittast á fundi á morgun eftir vikuhlé. 5. október 2015 13:11 SFR segir stöðu samninga undir frostmarki Samningafundi ríkisins við SFR, SLFÍ og LL slitið án árangurs og án boðunar næsta fundar. 6. október 2015 17:16 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Umsjónarmenn fasteigna Háskóla Íslands eru félagsmenn í SFR og fara að óbreyttu í skyndiverkfall þann 15. október næstkomandi og ótímabundið verkfall 16. nóvember ef ekki semst áður. Viðræður SFR, Landssambands lögreglumanna og Sjúkraliðafélags Íslands við samninganefnd ríkisins sigldu í strand í gær og ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. Laufey Sigurðardóttir, sem stýrir daglegum rekstri bygginga HÍ, segir að þær byggingar sem ekki opna rafrænt verði lokaðar komi til verkfalls. Þar á meðal eru Aðalbygging, Læknagarður, Eirberg, Skipholt 37, Bolholt 6-8, Nýi Garður og kennsluhús á Laugarvatni. „Kennslustofur verða ekki opnaðar og þar með mun hefðbundin kennsla í raun lamast. Kennarar geta þó kennt annars staðar hafi þeir tök á eða nýtt internetið í kennslu “ segir Laufey í samtali við Vísi.Háskólabíó opið en íþróttahúsið lokað Verkfallið mun þó ekki hafa áhrif á kennslu í Háskólabíói þar sem það er sjálfstæð rekstarareining og umsjónarmaður hússins er ekki félagsmaður í SFR. Kennsla mun því fara fram þar. Þá verða einhverjar rannsóknarstofur mögulega opnar. Það er verkfallsbrot að ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli og því verður Aðalbygging háskólans til að mynda læst þar sem umsjónarmaður byggingarinnar sér um að opna hana. Starfsmenn skólans sem eru með aðgangskort eða lykla munu þó komast inn í byggingar en mega ekki opna þær og hleypa öðrum inn. Þá verður íþróttahús HÍ jafnframt lokað. „Við erum að vinna í því að undirbúa okkur undir þetta, ekki síst út frá öryggissjónarmiðum. Umsjónarmenn fasteigna skólans eru gríðarlega mikilvægir öryggisaðilar hér því þeir sjá ekki aðeins um að húsum og kennslustofum sé læst og þær opnaðar á tilskyldum tíma heldur sjá þeir til dæmis um öryggisgæslu í byggingunum.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Segir ríkið hafa mætt tómhent á fund Að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR, mætti ríkið tómhent til fundarins og því ekkert að semja um. Félagsmenn SFR og sjúkraliðafélagsins stefna að öllu óbreyttu í allsherjarverkfall þann 15. október. 7. október 2015 07:00 Aðgerðirnar snúa mest að fjórum stofnunum Verkfallsaðgerðir SRF og SLFÍ hefjast að óbreyttu 15. næsta mánaðar. Hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítala, sýslumannsembætta, ríkisskattstjóra og tollsins. Blanda af skærum og allsherjarverkfalli. Kjöri um verkfall lýkur á þriðjudag. 26. september 2015 07:00 SLFÍ og SFR samþykkja verkföll „Fram undan eru verkföll,“ segir í frétt á vef SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu, um niðurstöður atkvæðagreiðslu félagsins og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) um verkfallsaðgerðir. 30. september 2015 06:00 Undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir langt kominn Undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir á fimmta þúsund ríkisstarfsmanna hjá SFR og Sjúkraliðafélagi Íslands er langt kominn. Verkfall þeirra hefst eftir rúma viku ef kjarasamningar nást ekki fyrir þann tíma. Samninganefndir félaganna og ríkisins hittast á fundi á morgun eftir vikuhlé. 5. október 2015 13:11 SFR segir stöðu samninga undir frostmarki Samningafundi ríkisins við SFR, SLFÍ og LL slitið án árangurs og án boðunar næsta fundar. 6. október 2015 17:16 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Segir ríkið hafa mætt tómhent á fund Að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR, mætti ríkið tómhent til fundarins og því ekkert að semja um. Félagsmenn SFR og sjúkraliðafélagsins stefna að öllu óbreyttu í allsherjarverkfall þann 15. október. 7. október 2015 07:00
Aðgerðirnar snúa mest að fjórum stofnunum Verkfallsaðgerðir SRF og SLFÍ hefjast að óbreyttu 15. næsta mánaðar. Hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítala, sýslumannsembætta, ríkisskattstjóra og tollsins. Blanda af skærum og allsherjarverkfalli. Kjöri um verkfall lýkur á þriðjudag. 26. september 2015 07:00
SLFÍ og SFR samþykkja verkföll „Fram undan eru verkföll,“ segir í frétt á vef SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu, um niðurstöður atkvæðagreiðslu félagsins og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) um verkfallsaðgerðir. 30. september 2015 06:00
Undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir langt kominn Undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir á fimmta þúsund ríkisstarfsmanna hjá SFR og Sjúkraliðafélagi Íslands er langt kominn. Verkfall þeirra hefst eftir rúma viku ef kjarasamningar nást ekki fyrir þann tíma. Samninganefndir félaganna og ríkisins hittast á fundi á morgun eftir vikuhlé. 5. október 2015 13:11
SFR segir stöðu samninga undir frostmarki Samningafundi ríkisins við SFR, SLFÍ og LL slitið án árangurs og án boðunar næsta fundar. 6. október 2015 17:16
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent