Skellt í lás í Háskóla Íslands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. október 2015 14:56 Ekki verður hægt að komast inn í Aðalbyggingu Háskóla Íslands komi til verkfalls SFR í næstu viku. vísir/ernir Umsjónarmenn fasteigna Háskóla Íslands eru félagsmenn í SFR og fara að óbreyttu í skyndiverkfall þann 15. október næstkomandi og ótímabundið verkfall 16. nóvember ef ekki semst áður. Viðræður SFR, Landssambands lögreglumanna og Sjúkraliðafélags Íslands við samninganefnd ríkisins sigldu í strand í gær og ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. Laufey Sigurðardóttir, sem stýrir daglegum rekstri bygginga HÍ, segir að þær byggingar sem ekki opna rafrænt verði lokaðar komi til verkfalls. Þar á meðal eru Aðalbygging, Læknagarður, Eirberg, Skipholt 37, Bolholt 6-8, Nýi Garður og kennsluhús á Laugarvatni. „Kennslustofur verða ekki opnaðar og þar með mun hefðbundin kennsla í raun lamast. Kennarar geta þó kennt annars staðar hafi þeir tök á eða nýtt internetið í kennslu “ segir Laufey í samtali við Vísi.Háskólabíó opið en íþróttahúsið lokað Verkfallið mun þó ekki hafa áhrif á kennslu í Háskólabíói þar sem það er sjálfstæð rekstarareining og umsjónarmaður hússins er ekki félagsmaður í SFR. Kennsla mun því fara fram þar. Þá verða einhverjar rannsóknarstofur mögulega opnar. Það er verkfallsbrot að ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli og því verður Aðalbygging háskólans til að mynda læst þar sem umsjónarmaður byggingarinnar sér um að opna hana. Starfsmenn skólans sem eru með aðgangskort eða lykla munu þó komast inn í byggingar en mega ekki opna þær og hleypa öðrum inn. Þá verður íþróttahús HÍ jafnframt lokað. „Við erum að vinna í því að undirbúa okkur undir þetta, ekki síst út frá öryggissjónarmiðum. Umsjónarmenn fasteigna skólans eru gríðarlega mikilvægir öryggisaðilar hér því þeir sjá ekki aðeins um að húsum og kennslustofum sé læst og þær opnaðar á tilskyldum tíma heldur sjá þeir til dæmis um öryggisgæslu í byggingunum.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Segir ríkið hafa mætt tómhent á fund Að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR, mætti ríkið tómhent til fundarins og því ekkert að semja um. Félagsmenn SFR og sjúkraliðafélagsins stefna að öllu óbreyttu í allsherjarverkfall þann 15. október. 7. október 2015 07:00 Aðgerðirnar snúa mest að fjórum stofnunum Verkfallsaðgerðir SRF og SLFÍ hefjast að óbreyttu 15. næsta mánaðar. Hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítala, sýslumannsembætta, ríkisskattstjóra og tollsins. Blanda af skærum og allsherjarverkfalli. Kjöri um verkfall lýkur á þriðjudag. 26. september 2015 07:00 SLFÍ og SFR samþykkja verkföll „Fram undan eru verkföll,“ segir í frétt á vef SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu, um niðurstöður atkvæðagreiðslu félagsins og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) um verkfallsaðgerðir. 30. september 2015 06:00 Undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir langt kominn Undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir á fimmta þúsund ríkisstarfsmanna hjá SFR og Sjúkraliðafélagi Íslands er langt kominn. Verkfall þeirra hefst eftir rúma viku ef kjarasamningar nást ekki fyrir þann tíma. Samninganefndir félaganna og ríkisins hittast á fundi á morgun eftir vikuhlé. 5. október 2015 13:11 SFR segir stöðu samninga undir frostmarki Samningafundi ríkisins við SFR, SLFÍ og LL slitið án árangurs og án boðunar næsta fundar. 6. október 2015 17:16 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Umsjónarmenn fasteigna Háskóla Íslands eru félagsmenn í SFR og fara að óbreyttu í skyndiverkfall þann 15. október næstkomandi og ótímabundið verkfall 16. nóvember ef ekki semst áður. Viðræður SFR, Landssambands lögreglumanna og Sjúkraliðafélags Íslands við samninganefnd ríkisins sigldu í strand í gær og ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. Laufey Sigurðardóttir, sem stýrir daglegum rekstri bygginga HÍ, segir að þær byggingar sem ekki opna rafrænt verði lokaðar komi til verkfalls. Þar á meðal eru Aðalbygging, Læknagarður, Eirberg, Skipholt 37, Bolholt 6-8, Nýi Garður og kennsluhús á Laugarvatni. „Kennslustofur verða ekki opnaðar og þar með mun hefðbundin kennsla í raun lamast. Kennarar geta þó kennt annars staðar hafi þeir tök á eða nýtt internetið í kennslu “ segir Laufey í samtali við Vísi.Háskólabíó opið en íþróttahúsið lokað Verkfallið mun þó ekki hafa áhrif á kennslu í Háskólabíói þar sem það er sjálfstæð rekstarareining og umsjónarmaður hússins er ekki félagsmaður í SFR. Kennsla mun því fara fram þar. Þá verða einhverjar rannsóknarstofur mögulega opnar. Það er verkfallsbrot að ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli og því verður Aðalbygging háskólans til að mynda læst þar sem umsjónarmaður byggingarinnar sér um að opna hana. Starfsmenn skólans sem eru með aðgangskort eða lykla munu þó komast inn í byggingar en mega ekki opna þær og hleypa öðrum inn. Þá verður íþróttahús HÍ jafnframt lokað. „Við erum að vinna í því að undirbúa okkur undir þetta, ekki síst út frá öryggissjónarmiðum. Umsjónarmenn fasteigna skólans eru gríðarlega mikilvægir öryggisaðilar hér því þeir sjá ekki aðeins um að húsum og kennslustofum sé læst og þær opnaðar á tilskyldum tíma heldur sjá þeir til dæmis um öryggisgæslu í byggingunum.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Segir ríkið hafa mætt tómhent á fund Að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR, mætti ríkið tómhent til fundarins og því ekkert að semja um. Félagsmenn SFR og sjúkraliðafélagsins stefna að öllu óbreyttu í allsherjarverkfall þann 15. október. 7. október 2015 07:00 Aðgerðirnar snúa mest að fjórum stofnunum Verkfallsaðgerðir SRF og SLFÍ hefjast að óbreyttu 15. næsta mánaðar. Hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítala, sýslumannsembætta, ríkisskattstjóra og tollsins. Blanda af skærum og allsherjarverkfalli. Kjöri um verkfall lýkur á þriðjudag. 26. september 2015 07:00 SLFÍ og SFR samþykkja verkföll „Fram undan eru verkföll,“ segir í frétt á vef SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu, um niðurstöður atkvæðagreiðslu félagsins og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) um verkfallsaðgerðir. 30. september 2015 06:00 Undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir langt kominn Undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir á fimmta þúsund ríkisstarfsmanna hjá SFR og Sjúkraliðafélagi Íslands er langt kominn. Verkfall þeirra hefst eftir rúma viku ef kjarasamningar nást ekki fyrir þann tíma. Samninganefndir félaganna og ríkisins hittast á fundi á morgun eftir vikuhlé. 5. október 2015 13:11 SFR segir stöðu samninga undir frostmarki Samningafundi ríkisins við SFR, SLFÍ og LL slitið án árangurs og án boðunar næsta fundar. 6. október 2015 17:16 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Segir ríkið hafa mætt tómhent á fund Að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR, mætti ríkið tómhent til fundarins og því ekkert að semja um. Félagsmenn SFR og sjúkraliðafélagsins stefna að öllu óbreyttu í allsherjarverkfall þann 15. október. 7. október 2015 07:00
Aðgerðirnar snúa mest að fjórum stofnunum Verkfallsaðgerðir SRF og SLFÍ hefjast að óbreyttu 15. næsta mánaðar. Hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítala, sýslumannsembætta, ríkisskattstjóra og tollsins. Blanda af skærum og allsherjarverkfalli. Kjöri um verkfall lýkur á þriðjudag. 26. september 2015 07:00
SLFÍ og SFR samþykkja verkföll „Fram undan eru verkföll,“ segir í frétt á vef SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu, um niðurstöður atkvæðagreiðslu félagsins og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) um verkfallsaðgerðir. 30. september 2015 06:00
Undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir langt kominn Undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir á fimmta þúsund ríkisstarfsmanna hjá SFR og Sjúkraliðafélagi Íslands er langt kominn. Verkfall þeirra hefst eftir rúma viku ef kjarasamningar nást ekki fyrir þann tíma. Samninganefndir félaganna og ríkisins hittast á fundi á morgun eftir vikuhlé. 5. október 2015 13:11
SFR segir stöðu samninga undir frostmarki Samningafundi ríkisins við SFR, SLFÍ og LL slitið án árangurs og án boðunar næsta fundar. 6. október 2015 17:16