Næsta sumar munu hefjast reglulegar áætlunarferðir á milli Egilsstaða og Gatwick flugvallar í Lundúnum. Flogið verður tvisvar í viku á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Discover the World. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi klukkan 13:30 í flugstöðinni á Egilsstöðum í dag en Austurfrétt greinir frá þessu.
Flogið verður á miðvikudögum og laugardögum á tímabilinu 28. maí til 24. september. Flogið verður á 144 sæta Boeing 737-700 vélum. Töluverður aðdragandi hefur verið að ákvörðuninni eins og lesa má um í fréttunum hér að neðan.
