Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Árni Sæberg skrifar 6. febrúar 2025 11:38 Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis. Aðsend Í desember síðastliðnum seldi Kerecis hugverkaréttindi félagsins til danska móðurfélagsins Coloplast. 180 milljarða kaup Coloplast á íslensku hugviti eru að fullu skattskyld hér á landi og áætlaðar skattgreiðslur nema hátt í fjörutíu milljörðum króna. Í fréttatilkynningu frá Kerecis segir að salan sé til samræmis við stefnu Coloplast að hugverkaréttindi samstæðunnar séu í eigu móðurfélagsins. Um sé að ræða hátt í tvö hundruð einkaleyfi í eigu Kerecis, sem varði uppfinningar Guðmundar Fertrams Sigurjónssonar og samstarfsmanna hans í Kerecis. Jafnast á við söluna Söluandvirði hugverkaréttindanna hafi numið 1,3 milljörðum dollara eða ígildi um 180 milljörðum íslenskra króna miðað við núverandi gengi gjaldmiðla. Salan sé að fullu leyti skattskyld á Íslandi og áætlaðar skattgreiðslur séu hátt í fjörutíu milljarðar króna. Samkvæmt íslenskum skattareglum sé mögulegt að dreifa skattgreiðslunni yfir sjö ára tímabil. Kerecis hafi verið selt árið 2023 fyrir um 180 milljarðar króna og 113 millljarðar króna hafi runnið til íslenskra hluthafa og þar af 22 milljarðar króna til hluthafa á Vestfjörðum. Styrkir skilað sér og vel það Verðmætasköpun Kerecis í formi sölutekna á heimsvísu á árunum 2013 til 2025 nemi um níutíu milljörðum króna, sem sé 125 sinnum meira en fyrirtækið hefur þegið í styrki. 130 manns starfi hjá fyrirtækinu á Íslandi. Áttatíu á Ísafirði og fimmtíu í Reykjavík. Kerecis hafi verið stofnað sem ráðgjafafyrirtæki undir nafninu FnF árið 2007 af Guðmundi Fertram Sigurjónssyni en fljótlega hafi nafninu verið breytt í Kerecis. Frá árinu 2010 hafi fyrirtækið einblínt á þróun sáraroðs, sem framleitt sé í höfuðstöðvum fyrirtækisins á Ísafirði. Flutningur á eignarhaldi hugverkanna hafi engin áhrif á starfsemi Kerecis á Íslandi og höfuðstðvar Kerecis verði áfram á Íslandi. Talsverður vöxtur hafi verið í starfsmannahaldi og umsvifum Kerecis á Íslandi síðan félagið var selt til Coloplast. „Það er afskaplega góð tilfinning að sjá núna svart á hvítu þau verðmæti sem stafsmenn Kerecis hafa skapað undanfarin ár. Hér er um háar upphæðir að ræða sem sannanlega sýna að nýsköpun, frumkvöðlastarf og hvetjandi starfsskilyrði knýja verðmætasköpun, fjölbreytni og velsæld fyrir okkur öll á Íslandi,“ er haft eftir Guðmundi Fertram. Nýsköpun Ísafjarðarbær Heilbrigðismál Danmörk Skattar og tollar Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Kerecis segir að salan sé til samræmis við stefnu Coloplast að hugverkaréttindi samstæðunnar séu í eigu móðurfélagsins. Um sé að ræða hátt í tvö hundruð einkaleyfi í eigu Kerecis, sem varði uppfinningar Guðmundar Fertrams Sigurjónssonar og samstarfsmanna hans í Kerecis. Jafnast á við söluna Söluandvirði hugverkaréttindanna hafi numið 1,3 milljörðum dollara eða ígildi um 180 milljörðum íslenskra króna miðað við núverandi gengi gjaldmiðla. Salan sé að fullu leyti skattskyld á Íslandi og áætlaðar skattgreiðslur séu hátt í fjörutíu milljarðar króna. Samkvæmt íslenskum skattareglum sé mögulegt að dreifa skattgreiðslunni yfir sjö ára tímabil. Kerecis hafi verið selt árið 2023 fyrir um 180 milljarðar króna og 113 millljarðar króna hafi runnið til íslenskra hluthafa og þar af 22 milljarðar króna til hluthafa á Vestfjörðum. Styrkir skilað sér og vel það Verðmætasköpun Kerecis í formi sölutekna á heimsvísu á árunum 2013 til 2025 nemi um níutíu milljörðum króna, sem sé 125 sinnum meira en fyrirtækið hefur þegið í styrki. 130 manns starfi hjá fyrirtækinu á Íslandi. Áttatíu á Ísafirði og fimmtíu í Reykjavík. Kerecis hafi verið stofnað sem ráðgjafafyrirtæki undir nafninu FnF árið 2007 af Guðmundi Fertram Sigurjónssyni en fljótlega hafi nafninu verið breytt í Kerecis. Frá árinu 2010 hafi fyrirtækið einblínt á þróun sáraroðs, sem framleitt sé í höfuðstöðvum fyrirtækisins á Ísafirði. Flutningur á eignarhaldi hugverkanna hafi engin áhrif á starfsemi Kerecis á Íslandi og höfuðstðvar Kerecis verði áfram á Íslandi. Talsverður vöxtur hafi verið í starfsmannahaldi og umsvifum Kerecis á Íslandi síðan félagið var selt til Coloplast. „Það er afskaplega góð tilfinning að sjá núna svart á hvítu þau verðmæti sem stafsmenn Kerecis hafa skapað undanfarin ár. Hér er um háar upphæðir að ræða sem sannanlega sýna að nýsköpun, frumkvöðlastarf og hvetjandi starfsskilyrði knýja verðmætasköpun, fjölbreytni og velsæld fyrir okkur öll á Íslandi,“ er haft eftir Guðmundi Fertram.
Nýsköpun Ísafjarðarbær Heilbrigðismál Danmörk Skattar og tollar Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira