Fleiri fyrirtæki í ferðaþjónustu komi á markað Sæunn Gísladóttir skrifar 7. október 2015 07:00 Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Vísir/Stefán „Þetta er orðin ein aðalundirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar og við erum bara með eitt ferðaþjónustufyrirtæki, Icelandair Group, í Kauphöllinni. Ég held það sé fullt efni til þess að sjá fleiri fyrirtæki úr þessum geira koma inn,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands. Aðalmarkaður Kauphallar Íslands rúmar 40-50 fyrirtæki, að mati Páls. Nú eru fyrirtækin sextán og því svigrúm fyrir fjölgun. Páll segist í samtali við Markaðinn vilja sjá ferðaþjónustufyrirtækjum fjölga. Að hans mati eru hótelkeðjur nærtækasta dæmið. Þar sé fyrirséður mikill vöxtur á næstu árum. Páll bætir því við að ferðaþjónustufyrirtækin séu í mörgum tilfellum vel þekkt fyrirtæki á meðal almennings og ferðaþjónustan sé vaxtargrein. Hann segir sérstaklega áhugavert að fá vaxtarfyrirtæki. „Við höfum traust og góð fyrirtæki á markaði en höfum í sjálfu sér ekki mörg vaxtarfyrirtæki. Það væri áhugaverð viðbót við markaðinn. Ég held það væri gagnkvæmur ávinningur af því fyrir fyrirtækin og fjárfesta,“ segir Páll. Stærri hótelkeðjur á Íslandi eru að skoða málin. Páll L. Sigurjónsson, forstjóri KEA hótela, segir að fyrirtækið hafi skoðað möguleikann á skráningu og líti þann kost jákvæðum augum. „Þetta hefur klárlega verið skoðað hjá okkur og við teljum þetta spennandi kost í framtíðinni, en jafnframt þyrfti fyrirtækið að vera búið að stækka aðeins til viðbótar til að eiga þarna heima. Það er mikill vöxtur í greininni. Þetta gæti því verið möguleiki í náinni framtíð,“ segir Páll. Hið sama er að segja um Íslandshótel. „Við höfum verið að skoða möguleikann en höfum ekkert ákveðið. Við erum núna að einbeita okkur að því að efla gæði fyrirtækisins og að hlutum sem skipta máli fyrir okkar rekstur,“ segir Sorin Lazar, aðstoðarframkvæmdastjóri Íslandshótela. Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, segir WOW air hins vegar ekki vera að skoða skráningu í Kauphöllina í augnablikinu. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur tímaspursmál hvenær fleiri ferðaþjónustufyrirtæki verði skráð. „Í ljósi þess mikla vaxtar sem orðið hefur í greininni á síðustu misserum og þar með eflingu fyrirtækjanna er það væntanlega bara tímaspursmál hvenær eigendur þeirra sjái sér hag í að skrá fyrirtæki sín á markað. Væntanlega munu fyrirtækin þó horfa fyrst til hliðarmarkaðarins First North.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira
„Þetta er orðin ein aðalundirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar og við erum bara með eitt ferðaþjónustufyrirtæki, Icelandair Group, í Kauphöllinni. Ég held það sé fullt efni til þess að sjá fleiri fyrirtæki úr þessum geira koma inn,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands. Aðalmarkaður Kauphallar Íslands rúmar 40-50 fyrirtæki, að mati Páls. Nú eru fyrirtækin sextán og því svigrúm fyrir fjölgun. Páll segist í samtali við Markaðinn vilja sjá ferðaþjónustufyrirtækjum fjölga. Að hans mati eru hótelkeðjur nærtækasta dæmið. Þar sé fyrirséður mikill vöxtur á næstu árum. Páll bætir því við að ferðaþjónustufyrirtækin séu í mörgum tilfellum vel þekkt fyrirtæki á meðal almennings og ferðaþjónustan sé vaxtargrein. Hann segir sérstaklega áhugavert að fá vaxtarfyrirtæki. „Við höfum traust og góð fyrirtæki á markaði en höfum í sjálfu sér ekki mörg vaxtarfyrirtæki. Það væri áhugaverð viðbót við markaðinn. Ég held það væri gagnkvæmur ávinningur af því fyrir fyrirtækin og fjárfesta,“ segir Páll. Stærri hótelkeðjur á Íslandi eru að skoða málin. Páll L. Sigurjónsson, forstjóri KEA hótela, segir að fyrirtækið hafi skoðað möguleikann á skráningu og líti þann kost jákvæðum augum. „Þetta hefur klárlega verið skoðað hjá okkur og við teljum þetta spennandi kost í framtíðinni, en jafnframt þyrfti fyrirtækið að vera búið að stækka aðeins til viðbótar til að eiga þarna heima. Það er mikill vöxtur í greininni. Þetta gæti því verið möguleiki í náinni framtíð,“ segir Páll. Hið sama er að segja um Íslandshótel. „Við höfum verið að skoða möguleikann en höfum ekkert ákveðið. Við erum núna að einbeita okkur að því að efla gæði fyrirtækisins og að hlutum sem skipta máli fyrir okkar rekstur,“ segir Sorin Lazar, aðstoðarframkvæmdastjóri Íslandshótela. Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, segir WOW air hins vegar ekki vera að skoða skráningu í Kauphöllina í augnablikinu. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur tímaspursmál hvenær fleiri ferðaþjónustufyrirtæki verði skráð. „Í ljósi þess mikla vaxtar sem orðið hefur í greininni á síðustu misserum og þar með eflingu fyrirtækjanna er það væntanlega bara tímaspursmál hvenær eigendur þeirra sjái sér hag í að skrá fyrirtæki sín á markað. Væntanlega munu fyrirtækin þó horfa fyrst til hliðarmarkaðarins First North.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira