Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2015 11:23 Skaftárhlaupið nú er það stærsta sem sögur fara af síðan mælingar hófust árið 1955. vísir/villi Ekki er ljóst hvort að bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt en lög um Viðlagatryggingu Íslands eiga ekki við um tjón sem hlýst af völdum hlaupa sem teljast til reglubundinna flóða úr ám, lækjum, sjó eða vötnum. Það gæti því komið til kasta Bjargráðasjóðs sem er er í eigu ríkisins og Bændasamtaka Íslands en bændur þurfa að sækja um hjá sjóðnum vilji þeir fá tjón bætt. Sigurgeir B. Hreinsson, stjórnarformaður sjóðsins, segir ýmislegt benda til þess að bændur geti fengið eitthvað af tjóninu bætt í gegnum Bjargráðasjóð en þó sé of snemmt að segja til um það. „Þetta er í raun stóráfallasjóður og það er talsverð eigin áhætta sem taka þarf tillit til. Hins vegar er það hlutverk sjóðsins að veita einstaklingum og félögum fjárhagsaðstoð verði þeir fyrir meiriháttar tjóni vegna nátttúruhamfara, en þetta er alfarið tengt landbúnaði. Skemmdir á ræktarlandi geta til að mynda fallið undir þetta sem og skemmdir á girðingum og rafmagnslínum,“ segir Sigurgeir og vísar í lög um Bjargráðasjóð. „Þetta eru ekkert annað en náttúruhamfarir“ Hann bendir á að tjón vegna flóða hafi hingað til ekki verið eins stórfellt eins og nú virðist vera en ítrekar þó að meta þurfi tjónið þegar það verður hægt og sjá hvort það falli undir reglur sjóðsins. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu nái ekki til tjóns sem verður vegna jökulhlaups.„Af hverju bætir viðlagatrygging þetta ekki eins og öskutjón? Þetta eru ekkert annað en náttúruhamfarir. Hér hefur orðið gífurlegt landbrot og eyðing auk þess sem það er mikill framburður sem fylgir þessu. Það mun valda sandfoki og leirmekki sem er kannski erfitt að koma í veg fyrir en engu að síður mætti bæta í fyrirhleðslur hérna. Ég skora bara á þingmenn Suðurkjördæmis að skoða þessi mál öll og vinna að þeim,“ segir Gísli. Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Brúin yfir Eldvatn stendur á lyginni einni Skaftá hefur haldið áfram að grafa undan undirstöðum hennar í dag og landið í kringum hana hefur sigið. 4. október 2015 19:38 Kolsvartur beljandi sem aldrei fyrr Skaftárhlaupið er það lang stærsta sem mælingar ná til frá 1955. Ljóst að skemmdir að grónu landi eru tilfinningarlega. bændur hafa orðið fyrir miklu tjóni óttast heimamenn. Mannvirki stóðust vatnsflauminn. 3. október 2015 08:00 „Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. 3. október 2015 11:09 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Ekki er ljóst hvort að bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt en lög um Viðlagatryggingu Íslands eiga ekki við um tjón sem hlýst af völdum hlaupa sem teljast til reglubundinna flóða úr ám, lækjum, sjó eða vötnum. Það gæti því komið til kasta Bjargráðasjóðs sem er er í eigu ríkisins og Bændasamtaka Íslands en bændur þurfa að sækja um hjá sjóðnum vilji þeir fá tjón bætt. Sigurgeir B. Hreinsson, stjórnarformaður sjóðsins, segir ýmislegt benda til þess að bændur geti fengið eitthvað af tjóninu bætt í gegnum Bjargráðasjóð en þó sé of snemmt að segja til um það. „Þetta er í raun stóráfallasjóður og það er talsverð eigin áhætta sem taka þarf tillit til. Hins vegar er það hlutverk sjóðsins að veita einstaklingum og félögum fjárhagsaðstoð verði þeir fyrir meiriháttar tjóni vegna nátttúruhamfara, en þetta er alfarið tengt landbúnaði. Skemmdir á ræktarlandi geta til að mynda fallið undir þetta sem og skemmdir á girðingum og rafmagnslínum,“ segir Sigurgeir og vísar í lög um Bjargráðasjóð. „Þetta eru ekkert annað en náttúruhamfarir“ Hann bendir á að tjón vegna flóða hafi hingað til ekki verið eins stórfellt eins og nú virðist vera en ítrekar þó að meta þurfi tjónið þegar það verður hægt og sjá hvort það falli undir reglur sjóðsins. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu nái ekki til tjóns sem verður vegna jökulhlaups.„Af hverju bætir viðlagatrygging þetta ekki eins og öskutjón? Þetta eru ekkert annað en náttúruhamfarir. Hér hefur orðið gífurlegt landbrot og eyðing auk þess sem það er mikill framburður sem fylgir þessu. Það mun valda sandfoki og leirmekki sem er kannski erfitt að koma í veg fyrir en engu að síður mætti bæta í fyrirhleðslur hérna. Ég skora bara á þingmenn Suðurkjördæmis að skoða þessi mál öll og vinna að þeim,“ segir Gísli.
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Brúin yfir Eldvatn stendur á lyginni einni Skaftá hefur haldið áfram að grafa undan undirstöðum hennar í dag og landið í kringum hana hefur sigið. 4. október 2015 19:38 Kolsvartur beljandi sem aldrei fyrr Skaftárhlaupið er það lang stærsta sem mælingar ná til frá 1955. Ljóst að skemmdir að grónu landi eru tilfinningarlega. bændur hafa orðið fyrir miklu tjóni óttast heimamenn. Mannvirki stóðust vatnsflauminn. 3. október 2015 08:00 „Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. 3. október 2015 11:09 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Brúin yfir Eldvatn stendur á lyginni einni Skaftá hefur haldið áfram að grafa undan undirstöðum hennar í dag og landið í kringum hana hefur sigið. 4. október 2015 19:38
Kolsvartur beljandi sem aldrei fyrr Skaftárhlaupið er það lang stærsta sem mælingar ná til frá 1955. Ljóst að skemmdir að grónu landi eru tilfinningarlega. bændur hafa orðið fyrir miklu tjóni óttast heimamenn. Mannvirki stóðust vatnsflauminn. 3. október 2015 08:00
„Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. 3. október 2015 11:09