Íslenskir sjálfboðaliðar þróa máltækni fyrir Google sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 6. október 2015 07:45 Google hefur þróað ódýrar aðferðir sem henta vel í sjálfboðavinnu til að búa til tölvuraddir fyrir minni málsvæði, vísir/epa Google hefur fengið til liðs við sig tuttugu íslenska sjálfboðaliða sem vinna munu með fyrirtækinu að íslenskri máltækni. Sjálfboðaliðarnir munu lesa um hundrað og tuttugu þúsund íslensk orð og í kjölfarið verður ráðist í að mynda tvær raddir; karlmanns- og kvenmannsrödd. Um þrjú ár eru síðan Íslendingar gátu byrjað að tala íslensku við leitarvélina. Nú er stefnt að því að leitarvélin sjálf geti talað við fólkið. Úlfar Erlingsson er doktor í tölvunarfræði og starfar við öryggismál hjá Google. Hann heldur utan um verkefnið hér á landi. „Venjulega þegar búin er til svona tölvurödd eru fengnir alvöru leikarar, þeim er borgað og það tekur margar vikur, bara eins og talsetning fyrir bíómyndir. Sú leið svarar hins vegar ekki kostnaði fyrir sjaldgæfari tungumál. Því hefur Google þróað ódýrar aðferðir sem henta vel í sjálfboðavinnu til að búa til tölvuraddir fyrir minni málsvæði,“ segir Úlfar. „Núverandi röddin er bara algjör tölvurödd, en hinar raddirnar í svona stærri tungumálum eru orðnar rosa flottar, það er enginn mnur á þeim og venjulegri rödd.“ Stefnt er á að klára verkefnið fyrir jól. Úlfar segir að þetta komi til með að verða afar þýðingarmikið til dæmis fyrir kennslu á Íslandi, og fyrir þá sem hafa hug á að læra íslensku. „Máltæknin er fyrst og fremst þýðingarmikil ef fólk vill halda áfram að tala íslensku. Ein hugmyndin er að grunnskólar geti nýtt sér þetta, en eitt af því sem ég hef verið að vinna að er að það sé ókeypis og auðveldur aðgangur að þessu,“ segir hann. Sem fyrr segir verða sjálfboðaliðarnir tuttugu; tíu karlar og tíu konur. Hver og einn les um nokkur hundruð setningar en sett voru þau skilyrði að þeir sem lesi séu með góða, jafna og skýrmælta rödd og kunni að beita henni rétt. Tekið verður upp með sérstökum búnaði frá Google, sem kemur hingað til lands í næstu viku.Þær hættur sem steðja að íslenskri tungu á stafrænni öld voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Brestum á Stöð 2 í fyrravetur. Hér fyrir neðan má sjá brot úr þættinum. Tengdar fréttir Ögurstund íslenskunnar Í síðustu viku vakti athygli viðtal hjá RÚV við Úlfar Erlingsson, yfirmann tölvuöryggisrannsókna hjá Google, en íslenskir starfsmenn þess fyrirtækis hafa séð til þess að íslenskan er eina litla tungumálið í heimi sem komið hefur verið fyrir í máltæknigrunni þar. 21. september 2015 07:00 Deyr íslenskan stafrænum dauða? Íslenskan er í mestri útrýmingarhættu á eftir Möltu í Evrópu. 18. nóvember 2014 16:30 Ótrúlegt hve hratt Google lærði íslensku Í síðasta mánuði gátu Íslendingar byrjað að tala íslensku við Google leitarvélina. Fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins og lektor við Háskólann í Reykjavík eru mennirnir á bakvið hugmyndina, sem þeir segja í upphafi hafa verið líkasta draumi. Í raun sé ótrúlegt hversu fljótt þeir náðu að kenna íslenskuna. 3. september 2012 22:51 Talandi tæki ógna stöðu íslenskunnar "Vandamálið er þá að ef fyrirtæki á Íslandi vill nýta sér talgreiningu þá getur fyrirtækið ekki gert það þar sem Google á það,“ segir Hrafn Loftsson, dósent í tölvunarfræði. 17. nóvember 2014 23:58 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Google hefur fengið til liðs við sig tuttugu íslenska sjálfboðaliða sem vinna munu með fyrirtækinu að íslenskri máltækni. Sjálfboðaliðarnir munu lesa um hundrað og tuttugu þúsund íslensk orð og í kjölfarið verður ráðist í að mynda tvær raddir; karlmanns- og kvenmannsrödd. Um þrjú ár eru síðan Íslendingar gátu byrjað að tala íslensku við leitarvélina. Nú er stefnt að því að leitarvélin sjálf geti talað við fólkið. Úlfar Erlingsson er doktor í tölvunarfræði og starfar við öryggismál hjá Google. Hann heldur utan um verkefnið hér á landi. „Venjulega þegar búin er til svona tölvurödd eru fengnir alvöru leikarar, þeim er borgað og það tekur margar vikur, bara eins og talsetning fyrir bíómyndir. Sú leið svarar hins vegar ekki kostnaði fyrir sjaldgæfari tungumál. Því hefur Google þróað ódýrar aðferðir sem henta vel í sjálfboðavinnu til að búa til tölvuraddir fyrir minni málsvæði,“ segir Úlfar. „Núverandi röddin er bara algjör tölvurödd, en hinar raddirnar í svona stærri tungumálum eru orðnar rosa flottar, það er enginn mnur á þeim og venjulegri rödd.“ Stefnt er á að klára verkefnið fyrir jól. Úlfar segir að þetta komi til með að verða afar þýðingarmikið til dæmis fyrir kennslu á Íslandi, og fyrir þá sem hafa hug á að læra íslensku. „Máltæknin er fyrst og fremst þýðingarmikil ef fólk vill halda áfram að tala íslensku. Ein hugmyndin er að grunnskólar geti nýtt sér þetta, en eitt af því sem ég hef verið að vinna að er að það sé ókeypis og auðveldur aðgangur að þessu,“ segir hann. Sem fyrr segir verða sjálfboðaliðarnir tuttugu; tíu karlar og tíu konur. Hver og einn les um nokkur hundruð setningar en sett voru þau skilyrði að þeir sem lesi séu með góða, jafna og skýrmælta rödd og kunni að beita henni rétt. Tekið verður upp með sérstökum búnaði frá Google, sem kemur hingað til lands í næstu viku.Þær hættur sem steðja að íslenskri tungu á stafrænni öld voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Brestum á Stöð 2 í fyrravetur. Hér fyrir neðan má sjá brot úr þættinum.
Tengdar fréttir Ögurstund íslenskunnar Í síðustu viku vakti athygli viðtal hjá RÚV við Úlfar Erlingsson, yfirmann tölvuöryggisrannsókna hjá Google, en íslenskir starfsmenn þess fyrirtækis hafa séð til þess að íslenskan er eina litla tungumálið í heimi sem komið hefur verið fyrir í máltæknigrunni þar. 21. september 2015 07:00 Deyr íslenskan stafrænum dauða? Íslenskan er í mestri útrýmingarhættu á eftir Möltu í Evrópu. 18. nóvember 2014 16:30 Ótrúlegt hve hratt Google lærði íslensku Í síðasta mánuði gátu Íslendingar byrjað að tala íslensku við Google leitarvélina. Fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins og lektor við Háskólann í Reykjavík eru mennirnir á bakvið hugmyndina, sem þeir segja í upphafi hafa verið líkasta draumi. Í raun sé ótrúlegt hversu fljótt þeir náðu að kenna íslenskuna. 3. september 2012 22:51 Talandi tæki ógna stöðu íslenskunnar "Vandamálið er þá að ef fyrirtæki á Íslandi vill nýta sér talgreiningu þá getur fyrirtækið ekki gert það þar sem Google á það,“ segir Hrafn Loftsson, dósent í tölvunarfræði. 17. nóvember 2014 23:58 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Ögurstund íslenskunnar Í síðustu viku vakti athygli viðtal hjá RÚV við Úlfar Erlingsson, yfirmann tölvuöryggisrannsókna hjá Google, en íslenskir starfsmenn þess fyrirtækis hafa séð til þess að íslenskan er eina litla tungumálið í heimi sem komið hefur verið fyrir í máltæknigrunni þar. 21. september 2015 07:00
Deyr íslenskan stafrænum dauða? Íslenskan er í mestri útrýmingarhættu á eftir Möltu í Evrópu. 18. nóvember 2014 16:30
Ótrúlegt hve hratt Google lærði íslensku Í síðasta mánuði gátu Íslendingar byrjað að tala íslensku við Google leitarvélina. Fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins og lektor við Háskólann í Reykjavík eru mennirnir á bakvið hugmyndina, sem þeir segja í upphafi hafa verið líkasta draumi. Í raun sé ótrúlegt hversu fljótt þeir náðu að kenna íslenskuna. 3. september 2012 22:51
Talandi tæki ógna stöðu íslenskunnar "Vandamálið er þá að ef fyrirtæki á Íslandi vill nýta sér talgreiningu þá getur fyrirtækið ekki gert það þar sem Google á það,“ segir Hrafn Loftsson, dósent í tölvunarfræði. 17. nóvember 2014 23:58