Gunnleifur: Líklega mitt besta tímabil Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. október 2015 16:29 Vísir Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, fékk aðeins þrettán mörk á sig í allt sumar og bætti þar með met í efstu deild. Blikar héldu hreinu í alls tólf leikjum í sumar en þeir kláruðu tímabilið með 2-0 sigri á Fjölni í dag. „Ég er virkilega stoltur af þessu. Það er auðvitað ekkert gaman að þurfa að sætta sig við silfrið en árangurinn hjá okkur er samt frábær. Við töpum tveimur keppnisleikjum í sumar fyrir utan bikarinn þar sem við töpuðum í framlengingu. Varnarleikur alls liðsins hefur verið til fyrirmyndar,“ sagði Gunnleifur sem er strax byrjaður að hugsa um næsta tímabil. „Við ætlum okkur meira. Það er ekki nokkur spurning. Við þurfum því að spýta aðeins í fyrir næsta sumar,“ sagði hann. Gunnleifur segir að hann hafi snemma gert sér grein fyrir því að hann væri með sterka vörn fyrir framan sig. „Þegar þjálfararnir tóku við var varnarleikurinn tekinn föstum höndum og mikill metnaður settur í starfið. Það smitaði út frá sér. Menn lögðu mikla vinnu á sig og æfingarnar voru eftir því. Þegar allir fylgja með þá skilar það oftast góðum úrslitum.“ Gunnleifur fékk aðeins þrettán mörk á sig í allt sumar og segist hann afar stoltur af því. Það er met í tólf liða efstu deild. „Ég er mjög stoltur þó ég segi sjálfur frá. Ég er ánægður með mitt tímabil. Ég gæti trúað því að það væri mitt besta, að minnsta kosti tölfræðilega. Ég er stoltur af mér og ánægður með strákana alla.“ Hann segist ekkert hafa verið að hugsa um að bæta upp fyrir sumarið í fyrra, sem gekk ekki jafn vel og í ár. „Ég vildi bara bæta mig og gera betur. Það var það eina sem ég hugsaði um og mér tókst það.“ Gunnleifur, sem varð fertugur í sumar, grínast enn með að hann stefni út í atvinnumennsku en líklegt er að hann missi lykilmenn úr sinni varnarlínu í sterkari deildir. „Ég hef ekki áhyggjur af því ef varnarlínan breytist. Eðlilega eru lið að kíkja á strákana okkar og sjálfsagt breytist hún - kannski til hins betra, hver veit?“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Glenn: Hann togaði í eyrað á mér Jonathan Glenn fékk silfurskóinn í dag en fékk þó að líta rauða spjaldið er Breiðablik vann Fjölni, 2-0. 3. október 2015 16:17 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Breiðablik 0-2 | Enn héldu Blikar hreinu Fjölnir jafnaði sinn besta árangur í efstu deild og Breiðablik bætti stigametið sitt. 3. október 2015 16:45 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, fékk aðeins þrettán mörk á sig í allt sumar og bætti þar með met í efstu deild. Blikar héldu hreinu í alls tólf leikjum í sumar en þeir kláruðu tímabilið með 2-0 sigri á Fjölni í dag. „Ég er virkilega stoltur af þessu. Það er auðvitað ekkert gaman að þurfa að sætta sig við silfrið en árangurinn hjá okkur er samt frábær. Við töpum tveimur keppnisleikjum í sumar fyrir utan bikarinn þar sem við töpuðum í framlengingu. Varnarleikur alls liðsins hefur verið til fyrirmyndar,“ sagði Gunnleifur sem er strax byrjaður að hugsa um næsta tímabil. „Við ætlum okkur meira. Það er ekki nokkur spurning. Við þurfum því að spýta aðeins í fyrir næsta sumar,“ sagði hann. Gunnleifur segir að hann hafi snemma gert sér grein fyrir því að hann væri með sterka vörn fyrir framan sig. „Þegar þjálfararnir tóku við var varnarleikurinn tekinn föstum höndum og mikill metnaður settur í starfið. Það smitaði út frá sér. Menn lögðu mikla vinnu á sig og æfingarnar voru eftir því. Þegar allir fylgja með þá skilar það oftast góðum úrslitum.“ Gunnleifur fékk aðeins þrettán mörk á sig í allt sumar og segist hann afar stoltur af því. Það er met í tólf liða efstu deild. „Ég er mjög stoltur þó ég segi sjálfur frá. Ég er ánægður með mitt tímabil. Ég gæti trúað því að það væri mitt besta, að minnsta kosti tölfræðilega. Ég er stoltur af mér og ánægður með strákana alla.“ Hann segist ekkert hafa verið að hugsa um að bæta upp fyrir sumarið í fyrra, sem gekk ekki jafn vel og í ár. „Ég vildi bara bæta mig og gera betur. Það var það eina sem ég hugsaði um og mér tókst það.“ Gunnleifur, sem varð fertugur í sumar, grínast enn með að hann stefni út í atvinnumennsku en líklegt er að hann missi lykilmenn úr sinni varnarlínu í sterkari deildir. „Ég hef ekki áhyggjur af því ef varnarlínan breytist. Eðlilega eru lið að kíkja á strákana okkar og sjálfsagt breytist hún - kannski til hins betra, hver veit?“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Glenn: Hann togaði í eyrað á mér Jonathan Glenn fékk silfurskóinn í dag en fékk þó að líta rauða spjaldið er Breiðablik vann Fjölni, 2-0. 3. október 2015 16:17 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Breiðablik 0-2 | Enn héldu Blikar hreinu Fjölnir jafnaði sinn besta árangur í efstu deild og Breiðablik bætti stigametið sitt. 3. október 2015 16:45 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Glenn: Hann togaði í eyrað á mér Jonathan Glenn fékk silfurskóinn í dag en fékk þó að líta rauða spjaldið er Breiðablik vann Fjölni, 2-0. 3. október 2015 16:17
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Breiðablik 0-2 | Enn héldu Blikar hreinu Fjölnir jafnaði sinn besta árangur í efstu deild og Breiðablik bætti stigametið sitt. 3. október 2015 16:45