Íslenski boltinn

Pétur Viðars á förum frá FH | Fer til Ástralíu í nám

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Pétur Viðarsson í leiknum gegn Fjölni í síðustu viku.
Pétur Viðarsson í leiknum gegn Fjölni í síðustu viku. Vísir/Þórdís
Pétur Viðarsson, miðvörður FH, hefur leikið síðasta leik sinn fyrir félagið í bili en hann er á förum til Ástralíu í nám. Pétur tekur út leikbann í dag og verður ekki með FH í lokaleik Pepsi-deildarinnar í leik Fylkis og FH.

Þetta staðfesti hann í samtali við útvarpsþátt Fotbolti.net í dag en Pétur ætlaði upphaflega að fara til Ástralíu í sumar en snerist síðar hugur til þess að klára sumarið með FH. Hann lék 19 leiki í sumar er FH varð Íslandsmeistari í 7. sinn á ferlinum.

„Maður er loksins búinn með vetrarmánuðina og þetta er skemmtilegt á sumrin, þá er ekki séns að fara. Ég fer út og byrja námið í febrúar, í millitíðinni ætla ég að njóta íslenska vetursins," sagði Pétur í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu í dag.

Pétur sagði að hann væri að fara í tveggja ára nám og fengi sex vikna sumarfrí á hverju ári en hann sagðist ekki vera búinn að ákveða hvað hann gerði að náminu loknu.   




Fleiri fréttir

Sjá meira


×