Martin og Christian óttast að verða fluttir í flóttamannabúðir á Ítalíu Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 2. október 2015 19:05 Christian hefur beðið í þrjú ár eftir því að mál hans verði tekið fyrir. Mynd/Stöð 2 Tveir hælisleitendur sem töpuðu máli sínu fyrir Hæstarétti í gær eiga yfir höfði sér brottvísun til Ítalíu nema innanríkisráðherra taki í taumana. Þeir segja að niðurstaðan sé mikið áfall en annar þeirra, samkynhneigður Nígeríumaður hefur verið á flótta í fimmtán ár. Hæstiréttur hafnaði kröfu þeirra um að umsókn þeirra um hæli yrði tekin til efnislegrar meðferðar hjá Útlendingastofnun og felld yrði úr gildi ákvörðun stofnunarinnar um að senda þá til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og má sjá fréttina í heild í spilaranum neðst í fréttinni. Bjó á götunni á Ítalíu Christian Kwaku Boadi er frá Ghana, en hann hefur beðið í nær þrjú ár eftir því að mál hans verði afgreitt. Hann vinnur nú á veitingastaðnum Lækjarbrekku og er að læra íslensku. Christian segist óttast mest að vera sendur aftur til Ghana, þar sem faðir hans var myrtur og hann bjó við sult og seyru. En næstmest óttast hann að vera sendur til Ítalíu en þar bjó hann á götunni sem hælisleitandi áður en hann kom til Íslands. Innanríkisráðuneytið er yfir málaflokknum.Fréttablaðið/Valli Jón Tryggvi Jónsson eigandi Lækjarbrekku, vinnuveitandi Christians segist ekki skilja hvað sé í gangi. Christian sé í vinnu á Íslandi, hann greiði skatta og sé farinn að skilja íslensku. Hann segir hann geta gengið að vinnunni vísri ef hann fær að vera áfram. Allir vinnufélagar hans vilji hafa hann áfram í landinu. Bjó við öryggi í fyrsta sinnMartin Omulu er frá Nígeríu. Hann er samkynhneigður og hefur verið á flótta í fimmtán ár vegna ofsókna heima fyrir. Hann kom til Íslands fyrir tæpum þremur árum, er að læra íslensku og á hér stóran vinahóp sem stendur við bakið á honum. Hann segist hafa búið við öryggi hér í fyrsta sinn á ævinni og hann hafi litið á landið sem heimili sitt. Hann segist ekki hafa búist við því að íslenskur dómstóll myndir hafna umsókn hans um hæli. Allt hafi verið tekið frá honum með þessari ákvörðun. Hann segist vonast til þess að ráðherrann og Útlendingastofnun sýni honum mannúð og sendi hann ekki burt. Treystir því að ráðherra taki í taumanaRagnar Aðalsteinsson lögmaður þeirra skrifaði innanríkisráðherra í morgun og mótmælti því að þeir yrðu sendir aftur til Ítalíu enda stangaðist það á við orð ráðherrans sjálfs á Alþingi um að það væri ótryggur staður fyrir hælisleitendur. „Evrópa hefur ákveðið að taka rúmlega fimmtíu þúsund flóttamenn frá Ítalíu en við erum að velta fyrir okkur að senda þangað tvo flóttamenn á sama tíma;” segir Ragnar. Hann segist treysta því að Ólöf Nordal innanríkisráðherra komi í veg fyrir að Martin og Christian verði sendir þangað í samræmi við orð hennar á Alþingi 17. september.Kvöldfrétt Stöðvar 2 má sjá hér að neðan. Flóttamenn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Tveir hælisleitendur sem töpuðu máli sínu fyrir Hæstarétti í gær eiga yfir höfði sér brottvísun til Ítalíu nema innanríkisráðherra taki í taumana. Þeir segja að niðurstaðan sé mikið áfall en annar þeirra, samkynhneigður Nígeríumaður hefur verið á flótta í fimmtán ár. Hæstiréttur hafnaði kröfu þeirra um að umsókn þeirra um hæli yrði tekin til efnislegrar meðferðar hjá Útlendingastofnun og felld yrði úr gildi ákvörðun stofnunarinnar um að senda þá til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og má sjá fréttina í heild í spilaranum neðst í fréttinni. Bjó á götunni á Ítalíu Christian Kwaku Boadi er frá Ghana, en hann hefur beðið í nær þrjú ár eftir því að mál hans verði afgreitt. Hann vinnur nú á veitingastaðnum Lækjarbrekku og er að læra íslensku. Christian segist óttast mest að vera sendur aftur til Ghana, þar sem faðir hans var myrtur og hann bjó við sult og seyru. En næstmest óttast hann að vera sendur til Ítalíu en þar bjó hann á götunni sem hælisleitandi áður en hann kom til Íslands. Innanríkisráðuneytið er yfir málaflokknum.Fréttablaðið/Valli Jón Tryggvi Jónsson eigandi Lækjarbrekku, vinnuveitandi Christians segist ekki skilja hvað sé í gangi. Christian sé í vinnu á Íslandi, hann greiði skatta og sé farinn að skilja íslensku. Hann segir hann geta gengið að vinnunni vísri ef hann fær að vera áfram. Allir vinnufélagar hans vilji hafa hann áfram í landinu. Bjó við öryggi í fyrsta sinnMartin Omulu er frá Nígeríu. Hann er samkynhneigður og hefur verið á flótta í fimmtán ár vegna ofsókna heima fyrir. Hann kom til Íslands fyrir tæpum þremur árum, er að læra íslensku og á hér stóran vinahóp sem stendur við bakið á honum. Hann segist hafa búið við öryggi hér í fyrsta sinn á ævinni og hann hafi litið á landið sem heimili sitt. Hann segist ekki hafa búist við því að íslenskur dómstóll myndir hafna umsókn hans um hæli. Allt hafi verið tekið frá honum með þessari ákvörðun. Hann segist vonast til þess að ráðherrann og Útlendingastofnun sýni honum mannúð og sendi hann ekki burt. Treystir því að ráðherra taki í taumanaRagnar Aðalsteinsson lögmaður þeirra skrifaði innanríkisráðherra í morgun og mótmælti því að þeir yrðu sendir aftur til Ítalíu enda stangaðist það á við orð ráðherrans sjálfs á Alþingi um að það væri ótryggur staður fyrir hælisleitendur. „Evrópa hefur ákveðið að taka rúmlega fimmtíu þúsund flóttamenn frá Ítalíu en við erum að velta fyrir okkur að senda þangað tvo flóttamenn á sama tíma;” segir Ragnar. Hann segist treysta því að Ólöf Nordal innanríkisráðherra komi í veg fyrir að Martin og Christian verði sendir þangað í samræmi við orð hennar á Alþingi 17. september.Kvöldfrétt Stöðvar 2 má sjá hér að neðan.
Flóttamenn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira