Sigmundur Davíð meðal fremstu karlfemínista heims Jakob Bjarnar skrifar 2. október 2015 15:23 Femínistar úti í hinum stóra heimi telja Sigmund Davíð til sinna öflugustu bandamanna. visir/gva Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, er einn fremsti karlkynsfemínisti heims að mati Financial Times. Hann er þar í hópi manna á borð við Sir Richard Branson hjá Vigin, Vivek Wadhwa sem er höfundur „Innovating Women: the Changin Face of Technology og Anton Jenkins sem er fyrrum framkvæmdastjóri Barclays. Financial Times birti um miðjan síðasta mánuð úttekt þar sem nefndar eru helst vonarstjörnur á annars skýjuðum himni jafnréttismálanna; karlkyns femínista. Úttektina er að finna í þeim hluta blaðsins sem er undir yfirskriftinni Konur í viðskiptum.Jöfn laun kynja árið 2022Þetta eru sem sagt engar smákanónur sem okkar maður er í hópi með, en yfirskriftin á greininni þar sem farið er í saumana á afrekum þeirra sem tilnefndir eru sem sannir femínistar er: „FT´s top feminist men help women succeed in business and beyond“. Í klausu þar sem gerð er grein fyrir helstu afrekum Sigmundar Davíðs sem karlfemínista er sagt að hann hafi farið fyrir flokki í UN Women HeForShe-herferðinni og þá hyggist hann koma á jöfnum hlut kvenna og karla í stétt blaðamanna. Það eru fréttir hér á Fróni, því ekki er vitað hvernig hann ætlar að bera sig að við það, né heldur er vitað hvaða heimildir FT hefur fyrir þessu. Auk þess er sagt að hann ætli að laga að fullu launamun milli kynja 2022. Jöfn laun kynja árið 2022. Líkast til er þar vísað til þess sem hér segir.Hættu að nota mig og kynsystur mínar!Víst er að afrek Sigmundar Davíðs eru ekki óumdeild á þessu sviði, kannski fremur en öðrum og má ef til vill segja um forsætisráðherra vorn að þar sannist hið forkveðna að enginn sé spámaður í sínu föðurlandi. Þannig birtist harðskeytt grein í Kvennablaðinu nýverið, einmitt um svipað efni þar sem Hólmfríður Berentsdóttir hjúkrunarfræðingur beinlíns frábiður sér það að Sigmundur Davíð noti sig og kynsystur sínar sér til framdráttar. Hún vísar meðal annars til þess þegar lög voru sett á verkfall hjúkrunarfræðinga og segir meðal annars, og sparar sig hvergi: „Sigmundur Davíð, hættu að nota mig og kynsystur mínar til að fróa þínu egói á alþjóðavettvangi og farðu að laga til heima hjá þér. Þetta fólk, sem þú þykist vera að stæra þig við, hefur internet og getur fylgst með afglöpum þínum úr fjarlægð,“ skrifar Hólmfríður en ólíklegt er að rödd hennar nái eyrum þeirra á Financial Times.Þeir hinir tilnefndu Til nánari glöggvunar á því mannvali sem Sigmundur Davíð tilheyrir þá eru eftirfarandi sem sagt tíu verðugir sem FT tilnefnir sérstaklega og gefst svo áskrifendum kostur á að kjósa á milli þeirra sem „our champions of women“.Sir Win Bischoff — member 30% ClubSir Richard Branson — Virgin Group founderSigmundur Davíð Gunnlaugsson — prime minister, IcelandMatt Groening — creator of The SimpsonsAntony Jenkins — Barclays’ former chief executiveJoe Keefe — chief executive, Pax World FundsJosh Levs — CNN journalistJean-Pascal Tricoire — Schneider Electric chief executiveJames Turley — former EY chief executiveVivek Wadhwa — tech sector critic Alþingi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, er einn fremsti karlkynsfemínisti heims að mati Financial Times. Hann er þar í hópi manna á borð við Sir Richard Branson hjá Vigin, Vivek Wadhwa sem er höfundur „Innovating Women: the Changin Face of Technology og Anton Jenkins sem er fyrrum framkvæmdastjóri Barclays. Financial Times birti um miðjan síðasta mánuð úttekt þar sem nefndar eru helst vonarstjörnur á annars skýjuðum himni jafnréttismálanna; karlkyns femínista. Úttektina er að finna í þeim hluta blaðsins sem er undir yfirskriftinni Konur í viðskiptum.Jöfn laun kynja árið 2022Þetta eru sem sagt engar smákanónur sem okkar maður er í hópi með, en yfirskriftin á greininni þar sem farið er í saumana á afrekum þeirra sem tilnefndir eru sem sannir femínistar er: „FT´s top feminist men help women succeed in business and beyond“. Í klausu þar sem gerð er grein fyrir helstu afrekum Sigmundar Davíðs sem karlfemínista er sagt að hann hafi farið fyrir flokki í UN Women HeForShe-herferðinni og þá hyggist hann koma á jöfnum hlut kvenna og karla í stétt blaðamanna. Það eru fréttir hér á Fróni, því ekki er vitað hvernig hann ætlar að bera sig að við það, né heldur er vitað hvaða heimildir FT hefur fyrir þessu. Auk þess er sagt að hann ætli að laga að fullu launamun milli kynja 2022. Jöfn laun kynja árið 2022. Líkast til er þar vísað til þess sem hér segir.Hættu að nota mig og kynsystur mínar!Víst er að afrek Sigmundar Davíðs eru ekki óumdeild á þessu sviði, kannski fremur en öðrum og má ef til vill segja um forsætisráðherra vorn að þar sannist hið forkveðna að enginn sé spámaður í sínu föðurlandi. Þannig birtist harðskeytt grein í Kvennablaðinu nýverið, einmitt um svipað efni þar sem Hólmfríður Berentsdóttir hjúkrunarfræðingur beinlíns frábiður sér það að Sigmundur Davíð noti sig og kynsystur sínar sér til framdráttar. Hún vísar meðal annars til þess þegar lög voru sett á verkfall hjúkrunarfræðinga og segir meðal annars, og sparar sig hvergi: „Sigmundur Davíð, hættu að nota mig og kynsystur mínar til að fróa þínu egói á alþjóðavettvangi og farðu að laga til heima hjá þér. Þetta fólk, sem þú þykist vera að stæra þig við, hefur internet og getur fylgst með afglöpum þínum úr fjarlægð,“ skrifar Hólmfríður en ólíklegt er að rödd hennar nái eyrum þeirra á Financial Times.Þeir hinir tilnefndu Til nánari glöggvunar á því mannvali sem Sigmundur Davíð tilheyrir þá eru eftirfarandi sem sagt tíu verðugir sem FT tilnefnir sérstaklega og gefst svo áskrifendum kostur á að kjósa á milli þeirra sem „our champions of women“.Sir Win Bischoff — member 30% ClubSir Richard Branson — Virgin Group founderSigmundur Davíð Gunnlaugsson — prime minister, IcelandMatt Groening — creator of The SimpsonsAntony Jenkins — Barclays’ former chief executiveJoe Keefe — chief executive, Pax World FundsJosh Levs — CNN journalistJean-Pascal Tricoire — Schneider Electric chief executiveJames Turley — former EY chief executiveVivek Wadhwa — tech sector critic
Alþingi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira