Sigmundur Davíð meðal fremstu karlfemínista heims Jakob Bjarnar skrifar 2. október 2015 15:23 Femínistar úti í hinum stóra heimi telja Sigmund Davíð til sinna öflugustu bandamanna. visir/gva Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, er einn fremsti karlkynsfemínisti heims að mati Financial Times. Hann er þar í hópi manna á borð við Sir Richard Branson hjá Vigin, Vivek Wadhwa sem er höfundur „Innovating Women: the Changin Face of Technology og Anton Jenkins sem er fyrrum framkvæmdastjóri Barclays. Financial Times birti um miðjan síðasta mánuð úttekt þar sem nefndar eru helst vonarstjörnur á annars skýjuðum himni jafnréttismálanna; karlkyns femínista. Úttektina er að finna í þeim hluta blaðsins sem er undir yfirskriftinni Konur í viðskiptum.Jöfn laun kynja árið 2022Þetta eru sem sagt engar smákanónur sem okkar maður er í hópi með, en yfirskriftin á greininni þar sem farið er í saumana á afrekum þeirra sem tilnefndir eru sem sannir femínistar er: „FT´s top feminist men help women succeed in business and beyond“. Í klausu þar sem gerð er grein fyrir helstu afrekum Sigmundar Davíðs sem karlfemínista er sagt að hann hafi farið fyrir flokki í UN Women HeForShe-herferðinni og þá hyggist hann koma á jöfnum hlut kvenna og karla í stétt blaðamanna. Það eru fréttir hér á Fróni, því ekki er vitað hvernig hann ætlar að bera sig að við það, né heldur er vitað hvaða heimildir FT hefur fyrir þessu. Auk þess er sagt að hann ætli að laga að fullu launamun milli kynja 2022. Jöfn laun kynja árið 2022. Líkast til er þar vísað til þess sem hér segir.Hættu að nota mig og kynsystur mínar!Víst er að afrek Sigmundar Davíðs eru ekki óumdeild á þessu sviði, kannski fremur en öðrum og má ef til vill segja um forsætisráðherra vorn að þar sannist hið forkveðna að enginn sé spámaður í sínu föðurlandi. Þannig birtist harðskeytt grein í Kvennablaðinu nýverið, einmitt um svipað efni þar sem Hólmfríður Berentsdóttir hjúkrunarfræðingur beinlíns frábiður sér það að Sigmundur Davíð noti sig og kynsystur sínar sér til framdráttar. Hún vísar meðal annars til þess þegar lög voru sett á verkfall hjúkrunarfræðinga og segir meðal annars, og sparar sig hvergi: „Sigmundur Davíð, hættu að nota mig og kynsystur mínar til að fróa þínu egói á alþjóðavettvangi og farðu að laga til heima hjá þér. Þetta fólk, sem þú þykist vera að stæra þig við, hefur internet og getur fylgst með afglöpum þínum úr fjarlægð,“ skrifar Hólmfríður en ólíklegt er að rödd hennar nái eyrum þeirra á Financial Times.Þeir hinir tilnefndu Til nánari glöggvunar á því mannvali sem Sigmundur Davíð tilheyrir þá eru eftirfarandi sem sagt tíu verðugir sem FT tilnefnir sérstaklega og gefst svo áskrifendum kostur á að kjósa á milli þeirra sem „our champions of women“.Sir Win Bischoff — member 30% ClubSir Richard Branson — Virgin Group founderSigmundur Davíð Gunnlaugsson — prime minister, IcelandMatt Groening — creator of The SimpsonsAntony Jenkins — Barclays’ former chief executiveJoe Keefe — chief executive, Pax World FundsJosh Levs — CNN journalistJean-Pascal Tricoire — Schneider Electric chief executiveJames Turley — former EY chief executiveVivek Wadhwa — tech sector critic Alþingi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, er einn fremsti karlkynsfemínisti heims að mati Financial Times. Hann er þar í hópi manna á borð við Sir Richard Branson hjá Vigin, Vivek Wadhwa sem er höfundur „Innovating Women: the Changin Face of Technology og Anton Jenkins sem er fyrrum framkvæmdastjóri Barclays. Financial Times birti um miðjan síðasta mánuð úttekt þar sem nefndar eru helst vonarstjörnur á annars skýjuðum himni jafnréttismálanna; karlkyns femínista. Úttektina er að finna í þeim hluta blaðsins sem er undir yfirskriftinni Konur í viðskiptum.Jöfn laun kynja árið 2022Þetta eru sem sagt engar smákanónur sem okkar maður er í hópi með, en yfirskriftin á greininni þar sem farið er í saumana á afrekum þeirra sem tilnefndir eru sem sannir femínistar er: „FT´s top feminist men help women succeed in business and beyond“. Í klausu þar sem gerð er grein fyrir helstu afrekum Sigmundar Davíðs sem karlfemínista er sagt að hann hafi farið fyrir flokki í UN Women HeForShe-herferðinni og þá hyggist hann koma á jöfnum hlut kvenna og karla í stétt blaðamanna. Það eru fréttir hér á Fróni, því ekki er vitað hvernig hann ætlar að bera sig að við það, né heldur er vitað hvaða heimildir FT hefur fyrir þessu. Auk þess er sagt að hann ætli að laga að fullu launamun milli kynja 2022. Jöfn laun kynja árið 2022. Líkast til er þar vísað til þess sem hér segir.Hættu að nota mig og kynsystur mínar!Víst er að afrek Sigmundar Davíðs eru ekki óumdeild á þessu sviði, kannski fremur en öðrum og má ef til vill segja um forsætisráðherra vorn að þar sannist hið forkveðna að enginn sé spámaður í sínu föðurlandi. Þannig birtist harðskeytt grein í Kvennablaðinu nýverið, einmitt um svipað efni þar sem Hólmfríður Berentsdóttir hjúkrunarfræðingur beinlíns frábiður sér það að Sigmundur Davíð noti sig og kynsystur sínar sér til framdráttar. Hún vísar meðal annars til þess þegar lög voru sett á verkfall hjúkrunarfræðinga og segir meðal annars, og sparar sig hvergi: „Sigmundur Davíð, hættu að nota mig og kynsystur mínar til að fróa þínu egói á alþjóðavettvangi og farðu að laga til heima hjá þér. Þetta fólk, sem þú þykist vera að stæra þig við, hefur internet og getur fylgst með afglöpum þínum úr fjarlægð,“ skrifar Hólmfríður en ólíklegt er að rödd hennar nái eyrum þeirra á Financial Times.Þeir hinir tilnefndu Til nánari glöggvunar á því mannvali sem Sigmundur Davíð tilheyrir þá eru eftirfarandi sem sagt tíu verðugir sem FT tilnefnir sérstaklega og gefst svo áskrifendum kostur á að kjósa á milli þeirra sem „our champions of women“.Sir Win Bischoff — member 30% ClubSir Richard Branson — Virgin Group founderSigmundur Davíð Gunnlaugsson — prime minister, IcelandMatt Groening — creator of The SimpsonsAntony Jenkins — Barclays’ former chief executiveJoe Keefe — chief executive, Pax World FundsJosh Levs — CNN journalistJean-Pascal Tricoire — Schneider Electric chief executiveJames Turley — former EY chief executiveVivek Wadhwa — tech sector critic
Alþingi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira