„Vil ekki sjá vatnsborðið hærra en þetta“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2015 15:06 Skaftá hefur breyst í beljandi stórfljót í stærsta jökulhlaupi árinnar sem menn muna eftir. vísir/vilhelm Auður Guðbjörnsdóttir, bóndi á Búlandi í Skaftártungu, segir að það megi teljast mjög gott ef að eystri brúin sem liggur milli Búlands og Skaftárdals standi af sér stærsta Skaftárhlaup í manna minnum sem nú beljast niður úr Skaftárjökli. „Áin er farin að flæða hér inn á tún og við erum einfaldlega farin að missa girðingar og beitilönd undir vatn. Ég vona að þetta hafi náð hámarki sínu því ég vil ekki sjá vatnsborðið hærra en þetta.“Sjá einnig: Sjáðu myndir af sögulegu Skaftárhlaupi Auður segir erfitt að segja til um hvert tjónið verður. „Við verðum eiginlega bara að sjá það þegar það sjatnar í ánni og hvað það verður mikill leir eftir og hvað áin er búin að brjóta mikið á landinu. Það er þó alveg ljóst að það eru að verða miklar skemmdir inn í Skaftárdal. Þar á jörðinni hefur verið skógrækt og skógræktarsvæði eru að fara undir vatn.“ Aðspurð segir Auður að þau á Búlandi séu ekki alveg innilokuð þar sem þau gætu komist yfir á stórum jeppa þar sem lónað hefur yfir veginn við Hvamm. „En við höfum ekkert að gera af bæ svo við sitjum þetta bara af okkur.“Skaftá hefur flætt yfir vegi víða en þó ekki yfir þjóðveg 1.vísir/vilhelmReyna að koma í veg fyrir að vatn fari yfir hringveginn Að sögn Víðis Reynisson, verkefnastjóra almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi, sjatnaði hressilega í rennsli Skaftár við brúna sem liggur yfir Eldvatn við bæinn Múla þegar varnargarður þar brast. „Það flæðir vatn yfir vegi á nokkrum stöðum í kringum þjóðveg 1 en við erum ekki farnir að loka neins staðar. Við erum með mannskap sem fylgist með vatnsmagninu og munum loka ef þörf krefur á,“ segir Víðir. Vatn er ekki enn farið að flæða yfir þjóðveg 1 en að sögn Víðis eru starfsmenn Vegagerðarinnar komnir með gröfu að Litla-Bresti sem liggur miðja vegu milli Kirkjubæjarklausturs og Eldhrauns svo koma megi í veg fyrir að vatn flæði yfir hringveginn. Aðspurður hvort að mikið af fólki hafi komið að til að fylgjast með hlaupinu segir Víðir að það hafi verið dálítið af fólki áðan við brúna við Eldvatn þegar vatnsrennslið var sem mest. Engin hætta hafi hins vegar verið á ferðum þar sem svæðið hafi verið girt af og ferðafólk staðið nokkuð langt frá sjálfu hlaupinu.3000-4000 rúmmetrar á sekúndu þegar mest lét Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, segist helst telja að hlaupið hafi náð hámarki sínu við Ása og það staðfestir Snorri Zóphóníasson, vatnamælingamaður á Veðurstofu Íslands. Ennþá sé þó gríðarlega mikið vatn sem flæðir um svæðið. „Þetta er ofboðslegur flaumur sem fer hérna um. Það sést enn ekkert í landið svo það er verðugt að sjá hvernig það lítur út þegar hlaupinu er lokið,“ segir Gísli Halldór. Hann segir hundruð hektara lands hafa farið undir land. „Það er bara beljandi straumvatn á þessu. Það er stórt tún hérna úti í hraunum sem getur verið að sé einfaldlega ónýtt en það verður bara að koma í ljós.“ Snorri segir að þó að hlaupið hafi náð hámarki sínu við Ása þá sé ennþá svakalega mikið rennsli í ánni. Þá séu í raun ekki til neinar formlegar mælingar um hversu mikið rennsli var í ánni þegar mest lét í nótt uppi við Sveinstind en Snorri segir að menn telji að vatnsmagnið hafi verið á milli 3000-4000 rúmmetrar á sekúndu. Hlaup í Skaftá 2015 Tengdar fréttir Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00 Slæmar fréttir ef hlaup af þessari stærð verða venjan Engar skýringar hafa enn fundist á því hvers vegna Skaftárhlaupið nú er það stærsta í sögunni. 2. október 2015 12:35 Ýtarleg umfjöllun Stöðvar 2: Stefnir í stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga Kristján Már Unnarsson fylgdist með ógnarkrafti Skaftárhlaupsins og tók stöðuna á bændum í nágrenni Skaftár. 1. október 2015 21:15 „Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07 Kálakrar farnir undir vatn og gróið land rofnar Ógnarstórt Skaftárhlaup hefur ekki enn náð hámarki sínu í byggð en hefur þegar valdið miklu tjóni. 2. október 2015 10:51 Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Erlent Fleiri fréttir Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Sjá meira
Auður Guðbjörnsdóttir, bóndi á Búlandi í Skaftártungu, segir að það megi teljast mjög gott ef að eystri brúin sem liggur milli Búlands og Skaftárdals standi af sér stærsta Skaftárhlaup í manna minnum sem nú beljast niður úr Skaftárjökli. „Áin er farin að flæða hér inn á tún og við erum einfaldlega farin að missa girðingar og beitilönd undir vatn. Ég vona að þetta hafi náð hámarki sínu því ég vil ekki sjá vatnsborðið hærra en þetta.“Sjá einnig: Sjáðu myndir af sögulegu Skaftárhlaupi Auður segir erfitt að segja til um hvert tjónið verður. „Við verðum eiginlega bara að sjá það þegar það sjatnar í ánni og hvað það verður mikill leir eftir og hvað áin er búin að brjóta mikið á landinu. Það er þó alveg ljóst að það eru að verða miklar skemmdir inn í Skaftárdal. Þar á jörðinni hefur verið skógrækt og skógræktarsvæði eru að fara undir vatn.“ Aðspurð segir Auður að þau á Búlandi séu ekki alveg innilokuð þar sem þau gætu komist yfir á stórum jeppa þar sem lónað hefur yfir veginn við Hvamm. „En við höfum ekkert að gera af bæ svo við sitjum þetta bara af okkur.“Skaftá hefur flætt yfir vegi víða en þó ekki yfir þjóðveg 1.vísir/vilhelmReyna að koma í veg fyrir að vatn fari yfir hringveginn Að sögn Víðis Reynisson, verkefnastjóra almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi, sjatnaði hressilega í rennsli Skaftár við brúna sem liggur yfir Eldvatn við bæinn Múla þegar varnargarður þar brast. „Það flæðir vatn yfir vegi á nokkrum stöðum í kringum þjóðveg 1 en við erum ekki farnir að loka neins staðar. Við erum með mannskap sem fylgist með vatnsmagninu og munum loka ef þörf krefur á,“ segir Víðir. Vatn er ekki enn farið að flæða yfir þjóðveg 1 en að sögn Víðis eru starfsmenn Vegagerðarinnar komnir með gröfu að Litla-Bresti sem liggur miðja vegu milli Kirkjubæjarklausturs og Eldhrauns svo koma megi í veg fyrir að vatn flæði yfir hringveginn. Aðspurður hvort að mikið af fólki hafi komið að til að fylgjast með hlaupinu segir Víðir að það hafi verið dálítið af fólki áðan við brúna við Eldvatn þegar vatnsrennslið var sem mest. Engin hætta hafi hins vegar verið á ferðum þar sem svæðið hafi verið girt af og ferðafólk staðið nokkuð langt frá sjálfu hlaupinu.3000-4000 rúmmetrar á sekúndu þegar mest lét Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, segist helst telja að hlaupið hafi náð hámarki sínu við Ása og það staðfestir Snorri Zóphóníasson, vatnamælingamaður á Veðurstofu Íslands. Ennþá sé þó gríðarlega mikið vatn sem flæðir um svæðið. „Þetta er ofboðslegur flaumur sem fer hérna um. Það sést enn ekkert í landið svo það er verðugt að sjá hvernig það lítur út þegar hlaupinu er lokið,“ segir Gísli Halldór. Hann segir hundruð hektara lands hafa farið undir land. „Það er bara beljandi straumvatn á þessu. Það er stórt tún hérna úti í hraunum sem getur verið að sé einfaldlega ónýtt en það verður bara að koma í ljós.“ Snorri segir að þó að hlaupið hafi náð hámarki sínu við Ása þá sé ennþá svakalega mikið rennsli í ánni. Þá séu í raun ekki til neinar formlegar mælingar um hversu mikið rennsli var í ánni þegar mest lét í nótt uppi við Sveinstind en Snorri segir að menn telji að vatnsmagnið hafi verið á milli 3000-4000 rúmmetrar á sekúndu.
Hlaup í Skaftá 2015 Tengdar fréttir Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00 Slæmar fréttir ef hlaup af þessari stærð verða venjan Engar skýringar hafa enn fundist á því hvers vegna Skaftárhlaupið nú er það stærsta í sögunni. 2. október 2015 12:35 Ýtarleg umfjöllun Stöðvar 2: Stefnir í stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga Kristján Már Unnarsson fylgdist með ógnarkrafti Skaftárhlaupsins og tók stöðuna á bændum í nágrenni Skaftár. 1. október 2015 21:15 „Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07 Kálakrar farnir undir vatn og gróið land rofnar Ógnarstórt Skaftárhlaup hefur ekki enn náð hámarki sínu í byggð en hefur þegar valdið miklu tjóni. 2. október 2015 10:51 Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Erlent Fleiri fréttir Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Sjá meira
Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00
Slæmar fréttir ef hlaup af þessari stærð verða venjan Engar skýringar hafa enn fundist á því hvers vegna Skaftárhlaupið nú er það stærsta í sögunni. 2. október 2015 12:35
Ýtarleg umfjöllun Stöðvar 2: Stefnir í stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga Kristján Már Unnarsson fylgdist með ógnarkrafti Skaftárhlaupsins og tók stöðuna á bændum í nágrenni Skaftár. 1. október 2015 21:15
„Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07
Kálakrar farnir undir vatn og gróið land rofnar Ógnarstórt Skaftárhlaup hefur ekki enn náð hámarki sínu í byggð en hefur þegar valdið miklu tjóni. 2. október 2015 10:51