Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Leiknir 3-2 | Keflavík kvaddi með sigri Árni Jóhannsson á Nettó-vellinum skrifar 3. október 2015 13:00 Leiknir spilar sinn síðasta leik í Pepsi-deildinni í bili í dag. vísir/andri marinó Keflvíkingar kvöddu Pepsi-deildina í fótbolta með því að leggja Leikni að velli í dag í lokaumferð deildarinnar. Það þýðir að Leiknir kvaddi deildina með tapi. Hörður Sveinsson skoraði tvö mörk fyrir heimamenn og Sigurbergur Elisson bætti við öðru marki á meðan Kolbeinn Kárason og Ólafur Hrannar Kristjánsson skoruðu mörk gestanna í leik sem endaði 3-2 fyrir Keflavík. Það kemur samt ekki í veg fyrir að Keflavík tekur metið fyrir fæst stig í úrvalsdeild. Fyrirfram var ekki búist við miklu af leik Keflavíkur og Leiknis í seinustu umferð Pepsi-deildarinnar á Nettó-vellinum í dag, annað kom þó á daginn. Fyrstu mínútur hálfleiksins voru mjög fjörugar eins og allur hálfleikurinn. Heimamenn í Keflavík voru betri aðilinn í fyrri háfleiknum en fyrstu 20 mínúturnar virtist það ætla að vera að Leiknir ætlaði ekki að vera með. Þeir hresstust þó eftir miðjan hálfleikinn. Keflvíkingar komust yfir strax á fjórður mínútu þegar Hörður Sveinsson komst einn á móti markverði og kláraði færið af mikilli yfirvegun. Eyjólfur Tómasson, markvörður Leiknis, var með hönd á bolta en náði ekki að halda boltanum af fyrir utan línuna. Eins og áður segir þá hresstust Leiknismenn eftir miðjan hálfleikinn og á 27. mínútu náði Kolbeinn Kárason að jafna metin. Keflvíkingar náðu ekki að skalla háan bolta frá og allt í einu var Kolbeinn kominn einn á móti markverði og varð honum ekki á nein mistök þegar hann renndi boltanum í markið framhjá markverðinum. Átta mínútum síðar var Keflavík komið með forystuna aftur, Jóhann Birnir Guðmundsson sendi frábæra stungusendingu inn fyrir vörn gestanna sem fann Hörð Sveinsson sem lagði boltann fallega í netið. Keflvíkingar voru með yfirhöndina og áttu mikið fleiri færi en Leiknismenn og hefðu getað verið með stærra forskot í hálfleik en þurftu að sætta sig við eins marks forskot sem þýddi að Leiknir var enn vel inn í leiknum í stöðunni 2-1. Leiknismenn gátu þakkað markverði sínum Eyjólfi Tómassyni fyrir það. Seinni hálfleikur var mun rólegri en sá fyrri og meira jafnræði með liðunum, dálítið af færum litu dagsins ljós en hættuleg færi voru fá ef maður á að segja alveg satt. Leiknismenn voru mikið ákveðnari í sínum aðgerðum í seinni hálfleik þannig að meira jafnræði var með liðunum þó Keflvíkingar hafi verið aðeins sterkari þegar litið er á leikinn í heild sinni. Báðir markverðir skiluðu fínni vakt í dag en þeir sáu til þess að þau marktækifæri sem hittu rammann fóru ekki inn fyrir línuna. Keflvíkingar náðu allt að því að innsigla sigur sinn á 83. mínútu leiksins þegar Sigurbergur Elisson fékk fyrirgjöf frá Frans Elvarssyni sem hann smellhitti í fyrsta þannig að boltinn söng í netinu. Þegar ég segi að Keflvíkingar hafi allt að því innsiglað sigurinn, þá náðu Leiknismenn sárabótarmarki á 90. mínútu en það reyndist vera of seint til að ná að koma öðru marki að til að jafna metin. Ólafur Hrannar Kristjánsson fékk þá háa sendingu inn fyrir vörn heimamanna og brá á það ráð að taka boltann á lofti og sendga hann í fallegum boga í bláhornið þannig að markvörðurinn kom engum vörnum við. Þegar blásið var til leiksloka þá þökkuðu bæði lið áhorfendum fyrir en þau kveðja bæði deildina. Keflvíkingar hljóta þó að vera svekktari því tímabilið hefur verið martröð líkast en vonir þeirra voru mun hærri en langneðsta sætið. Leiknismenn geta verið stoltir en fyrsta tímabil þeirra í efstu gefur góð fyrirheit fyrir framtíðina.Freyr Alexandersson: Búið að vera magnaður tími „Við hefðum getað spilað vörn í fyrri hálfleik, við höfum spilað góða vörn í allt sumar en það verður að segjast að við vorum bara ekki í standi í fyrri háfleik. Því miður þurftum við að taka aðeins á því í hálfleik og spiluðum seinni háfleikinn fínt“, sagði þjálfari Leiknis eftir tap á móti Keflavík fyrr í dag. Hann var beðinn um að gera sumarið bæði fyrir liðið og persónulega en þetta var fyrsta aðalþjálfarastarf Freys í efstu deild karal. „Ég hef nú verið hér áður með Val sem aðstoðarþjálfari og er upplifunin er þannig að við getum verið stoltir af ofboðslega mörgu en þegar upp er staðið þá vorum við kannski ekki nógu góðir á ákveðnum sviðum. Við komum alltaf út úr þessu reynslunni ríkari liðið, leikmennirnir og þjálfararni og vonandi nýtist sú reynsla á réttan hátt og vonandi gerir hún það.“ „Við þurfum að fara með þetta á réttan stað og gerum þetta upp hver og einn og svo félagið í heild sinni. Ég er mjög stoltur af stuðningsmönnunum, félaginu og hverfinu og við erum það þjálfararnir og ótrúlega þakklátir fyrir það sem að við gerðum. Þegar við Davíð tókum við liðinum var þetta eitt af okkar markmiðum að sameina félagið okkar aftur, búa til liðsheild og búa til samfellu í öllu sem við erum að gera. Við fengum allt hverfið með okkur, stórkostlega stuðningsmenn sem ég mun aldrei gleyma samverunni með. Við eru miklu meira stoltir en annað en á móti erum við svekktir og munum aldrei sætta okkur við að hafa fallið niður um deild. Við trúðum því þangaði til um síðustu helgi að við myndum halda okkur uppi.“ Hann var að lokum spurður hvort hann yrði áfram í Breiðholtinu næsta sumar. „Nei við þjálfararnir höfum ákveðið það að stíga til hliðar og við þökkuðum fyrir okkur inn í klefa áðan og það var dálítið erfitt. Við erum búnir að vera með liðið í þrjú ár núna og búnir að gera góða hluti að okkar mati og þetta hefur verið æðislegur tími. Tími sem mun aldrei gleymast hjá okkur og vonandi ekki félaginu, ég persónulega náði 18 markmiðum af 20 sem ég setti mér þegar ég tók við félaginu og fer stoltur frá verkefninu og þakka Davíð og Val fyrir og félaginu. Þetta er búið að vera magnaður tími“Haukur Ingi Guðnason: Dagurinn í dag ákveðið upphaf fyrir framtíðina Þjálfari Keflvíkingar var spurður hvort það væri ekki ljúft að kveðja Pepsi-deildina með sigri þó tímabilið hafi verið hrikalega slæmt. „Jú jú, það er ljúfsárt. Það alltaf betra að klára þetta á sigri og bara fínasta leik, ég var mjög ánægður með liðið í dag og menn voru að leggja sig fram og sýndu smá stolt. Það er náttúrulega betra að taka þetta veganesti með sér í veturinn og næsta sumar, það er að enda þetta á sigurleik.“ Haukur Ingi var spurður um framtíð Keflavíkur og þá hvort hann og jafnvel Jóhann Birnir Guðmundsson myndu vera við stjórnvölin hjá Keflavík. „Ég og Jóhann þurfum að skoða þetta, það þarf að stokka upp hlutina í Keflavík. Það vita það allir og allir eru sammála um það að breyta þurfi um ákveðið hugarfar og menningu og menn eru samstíga um það. Hvað svo sem verður um mig og hvort ég þjálfi eða ekki þá vita þeir sem eru við völd að ég mun í einu eða öðru formi leggja mitt af mörkum að hjálpa liðinu í því sem framundan er. “ „Það er gaman að sjá að það er fullt af efnivið í Keflavík. Við endum leikinn með tvo þriðja flokks gutta inn á vellinum og við þurfum að byggja á þessari frammistöðu og ef það tekst þá er ég ekki í vafa um að Keflavík verði ekki lengi í fyrstu deild.“ Hann var beðinn um að lokum að gera upp sumarið í örfáum orðum: „Mikil vonbrigði. Það er kannski það eina sem maður getur sagt. Við getum samt horft á það þannig að dagurinn í dag sé ákveðið upphaf fyrir framtíðina.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Keflvíkingar kvöddu Pepsi-deildina í fótbolta með því að leggja Leikni að velli í dag í lokaumferð deildarinnar. Það þýðir að Leiknir kvaddi deildina með tapi. Hörður Sveinsson skoraði tvö mörk fyrir heimamenn og Sigurbergur Elisson bætti við öðru marki á meðan Kolbeinn Kárason og Ólafur Hrannar Kristjánsson skoruðu mörk gestanna í leik sem endaði 3-2 fyrir Keflavík. Það kemur samt ekki í veg fyrir að Keflavík tekur metið fyrir fæst stig í úrvalsdeild. Fyrirfram var ekki búist við miklu af leik Keflavíkur og Leiknis í seinustu umferð Pepsi-deildarinnar á Nettó-vellinum í dag, annað kom þó á daginn. Fyrstu mínútur hálfleiksins voru mjög fjörugar eins og allur hálfleikurinn. Heimamenn í Keflavík voru betri aðilinn í fyrri háfleiknum en fyrstu 20 mínúturnar virtist það ætla að vera að Leiknir ætlaði ekki að vera með. Þeir hresstust þó eftir miðjan hálfleikinn. Keflvíkingar komust yfir strax á fjórður mínútu þegar Hörður Sveinsson komst einn á móti markverði og kláraði færið af mikilli yfirvegun. Eyjólfur Tómasson, markvörður Leiknis, var með hönd á bolta en náði ekki að halda boltanum af fyrir utan línuna. Eins og áður segir þá hresstust Leiknismenn eftir miðjan hálfleikinn og á 27. mínútu náði Kolbeinn Kárason að jafna metin. Keflvíkingar náðu ekki að skalla háan bolta frá og allt í einu var Kolbeinn kominn einn á móti markverði og varð honum ekki á nein mistök þegar hann renndi boltanum í markið framhjá markverðinum. Átta mínútum síðar var Keflavík komið með forystuna aftur, Jóhann Birnir Guðmundsson sendi frábæra stungusendingu inn fyrir vörn gestanna sem fann Hörð Sveinsson sem lagði boltann fallega í netið. Keflvíkingar voru með yfirhöndina og áttu mikið fleiri færi en Leiknismenn og hefðu getað verið með stærra forskot í hálfleik en þurftu að sætta sig við eins marks forskot sem þýddi að Leiknir var enn vel inn í leiknum í stöðunni 2-1. Leiknismenn gátu þakkað markverði sínum Eyjólfi Tómassyni fyrir það. Seinni hálfleikur var mun rólegri en sá fyrri og meira jafnræði með liðunum, dálítið af færum litu dagsins ljós en hættuleg færi voru fá ef maður á að segja alveg satt. Leiknismenn voru mikið ákveðnari í sínum aðgerðum í seinni hálfleik þannig að meira jafnræði var með liðunum þó Keflvíkingar hafi verið aðeins sterkari þegar litið er á leikinn í heild sinni. Báðir markverðir skiluðu fínni vakt í dag en þeir sáu til þess að þau marktækifæri sem hittu rammann fóru ekki inn fyrir línuna. Keflvíkingar náðu allt að því að innsigla sigur sinn á 83. mínútu leiksins þegar Sigurbergur Elisson fékk fyrirgjöf frá Frans Elvarssyni sem hann smellhitti í fyrsta þannig að boltinn söng í netinu. Þegar ég segi að Keflvíkingar hafi allt að því innsiglað sigurinn, þá náðu Leiknismenn sárabótarmarki á 90. mínútu en það reyndist vera of seint til að ná að koma öðru marki að til að jafna metin. Ólafur Hrannar Kristjánsson fékk þá háa sendingu inn fyrir vörn heimamanna og brá á það ráð að taka boltann á lofti og sendga hann í fallegum boga í bláhornið þannig að markvörðurinn kom engum vörnum við. Þegar blásið var til leiksloka þá þökkuðu bæði lið áhorfendum fyrir en þau kveðja bæði deildina. Keflvíkingar hljóta þó að vera svekktari því tímabilið hefur verið martröð líkast en vonir þeirra voru mun hærri en langneðsta sætið. Leiknismenn geta verið stoltir en fyrsta tímabil þeirra í efstu gefur góð fyrirheit fyrir framtíðina.Freyr Alexandersson: Búið að vera magnaður tími „Við hefðum getað spilað vörn í fyrri hálfleik, við höfum spilað góða vörn í allt sumar en það verður að segjast að við vorum bara ekki í standi í fyrri háfleik. Því miður þurftum við að taka aðeins á því í hálfleik og spiluðum seinni háfleikinn fínt“, sagði þjálfari Leiknis eftir tap á móti Keflavík fyrr í dag. Hann var beðinn um að gera sumarið bæði fyrir liðið og persónulega en þetta var fyrsta aðalþjálfarastarf Freys í efstu deild karal. „Ég hef nú verið hér áður með Val sem aðstoðarþjálfari og er upplifunin er þannig að við getum verið stoltir af ofboðslega mörgu en þegar upp er staðið þá vorum við kannski ekki nógu góðir á ákveðnum sviðum. Við komum alltaf út úr þessu reynslunni ríkari liðið, leikmennirnir og þjálfararni og vonandi nýtist sú reynsla á réttan hátt og vonandi gerir hún það.“ „Við þurfum að fara með þetta á réttan stað og gerum þetta upp hver og einn og svo félagið í heild sinni. Ég er mjög stoltur af stuðningsmönnunum, félaginu og hverfinu og við erum það þjálfararnir og ótrúlega þakklátir fyrir það sem að við gerðum. Þegar við Davíð tókum við liðinum var þetta eitt af okkar markmiðum að sameina félagið okkar aftur, búa til liðsheild og búa til samfellu í öllu sem við erum að gera. Við fengum allt hverfið með okkur, stórkostlega stuðningsmenn sem ég mun aldrei gleyma samverunni með. Við eru miklu meira stoltir en annað en á móti erum við svekktir og munum aldrei sætta okkur við að hafa fallið niður um deild. Við trúðum því þangaði til um síðustu helgi að við myndum halda okkur uppi.“ Hann var að lokum spurður hvort hann yrði áfram í Breiðholtinu næsta sumar. „Nei við þjálfararnir höfum ákveðið það að stíga til hliðar og við þökkuðum fyrir okkur inn í klefa áðan og það var dálítið erfitt. Við erum búnir að vera með liðið í þrjú ár núna og búnir að gera góða hluti að okkar mati og þetta hefur verið æðislegur tími. Tími sem mun aldrei gleymast hjá okkur og vonandi ekki félaginu, ég persónulega náði 18 markmiðum af 20 sem ég setti mér þegar ég tók við félaginu og fer stoltur frá verkefninu og þakka Davíð og Val fyrir og félaginu. Þetta er búið að vera magnaður tími“Haukur Ingi Guðnason: Dagurinn í dag ákveðið upphaf fyrir framtíðina Þjálfari Keflvíkingar var spurður hvort það væri ekki ljúft að kveðja Pepsi-deildina með sigri þó tímabilið hafi verið hrikalega slæmt. „Jú jú, það er ljúfsárt. Það alltaf betra að klára þetta á sigri og bara fínasta leik, ég var mjög ánægður með liðið í dag og menn voru að leggja sig fram og sýndu smá stolt. Það er náttúrulega betra að taka þetta veganesti með sér í veturinn og næsta sumar, það er að enda þetta á sigurleik.“ Haukur Ingi var spurður um framtíð Keflavíkur og þá hvort hann og jafnvel Jóhann Birnir Guðmundsson myndu vera við stjórnvölin hjá Keflavík. „Ég og Jóhann þurfum að skoða þetta, það þarf að stokka upp hlutina í Keflavík. Það vita það allir og allir eru sammála um það að breyta þurfi um ákveðið hugarfar og menningu og menn eru samstíga um það. Hvað svo sem verður um mig og hvort ég þjálfi eða ekki þá vita þeir sem eru við völd að ég mun í einu eða öðru formi leggja mitt af mörkum að hjálpa liðinu í því sem framundan er. “ „Það er gaman að sjá að það er fullt af efnivið í Keflavík. Við endum leikinn með tvo þriðja flokks gutta inn á vellinum og við þurfum að byggja á þessari frammistöðu og ef það tekst þá er ég ekki í vafa um að Keflavík verði ekki lengi í fyrstu deild.“ Hann var beðinn um að lokum að gera upp sumarið í örfáum orðum: „Mikil vonbrigði. Það er kannski það eina sem maður getur sagt. Við getum samt horft á það þannig að dagurinn í dag sé ákveðið upphaf fyrir framtíðina.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira